Vikan


Vikan - 20.12.1998, Page 45

Vikan - 20.12.1998, Page 45
ar. Einfaldasta leiðin er að taka gatarann í þjónustu sína og binda svo blöðin saman með fallegum slaufum eða öðru slíku. En það hafa ekki allir að- gang að tölvu og auðvitað er hægt að handskrifa þessar ágætu bækur þó það taki óneitanlega lengri tíma. Einnig er hægt að kaupa fal- legar bækur, t.d. úr endurunn- um pappír, en mikið úrval er af slíkum bókurn í öllum bókaverslunum. Ein albesta jólagjöf sem ég hef sjálf fengið er ein slík bók sem dóttir mín handskrifaði og dótturdóttir mín myndskreytti. Bókin sú heitir GÓÐA SKEMMTUN YFIR POTTUNUM! og inni- heldur margar góðar matar- uppskriftir. MYIUDIR Táningarnir í minni fjöl- skyldu halda mikið upp á myndaalbúm sem frænka þeirra gaf þeim ein jólin. Þeir höfðu auðvitað búist við hinni klassísku jólagjöf táningsins, geisladiski. En í staðinn hafði þessi frænka þeirra dundað sér við að finna til myndir af þeim, allt frá því einhver smellti mynd af þeim allsnökt- um í frumbersku og til dagsins í dag. Pað var mikið um alls kyns upphrópanir og hlátra og gjöfin vakti mikla lukku. MYNDARAMMAR lagt vinnu í eigin jólagjafa- framleiðslu. Hvers vegna ekki að gefa henni/honum gjafa- kort frá einhverri snyrti- eða nuddstofunni, t.d. í fótsnyrt- ingu, andlitsbað, nudd o.s.frv. Það er góð tilhugsun að geta mætt á góðan stað og látið dekra við sig eftir jólaannrík- ið. FRUMLEGUSTU JÓLAGJAFIRNAR! Það er um að gera að láta ímyndunaraflið ráða för ef buddan er nánast tóm í des- embermánuði. Frumlegasta jólagjöfin er líklega sú sem ónefndur maður hér í bæ gaf vinum sínum ein jólin. Hann fór einfaldlega á bókasafnið, valdi uppáhaldsbækurnar sín- ar, pakkaði þeim inn í jóla- pappír og lét pakkana undir jólatréð. Með bókunum fylgdi auðvitað spjaldið sem sýndi hvenær skila ætti bókunum og bað hann viðtakendur vin- samlegast að skila bókunum á réttum tíma! Svo var það peningalitla parið sem lifði á námslánum og greiddi dýra húsaleigu. Þau settust niður og bjuggu til heimsins flottasta piparköku- hús og gáfu fjölskyldunni. Ekki spillti fyrir að í upp- skriftinni var örlítið koníak svo baksturinn varð skemmti- legri og skreytingin var með frumlegra móti. JÓLAPAKKARNIR Að síðustu langar mig að minna ykkur á að jólapakkinn verður persónulegri með frumlegri innpökkun. Það er t.d. sniðugt að notfæra sér brúnu pappírspokana sem margar verslanir nota undir varning sinn. Þeim má loka með fallegu skrauti, líma á þá jólaglansmyndir eða teikna á þá myndir. Á sama hátt má skreyta venjulegan umbúða- pappír og maskínupappír. Hvítan umbúðapappír má skreyta t.d. með því að skrifa á hann jólavers með gylltu bleki og loka pökkunum með lökkuðu innsigli í stað líms.Á maskínupappírinn er fallegt að nota skraut í grófari kant- inum; gróf bönd, þurrkaða ávexti og kanilstangir. Talandi um ljósmyndir. Ein vinkona mín situr þessa dag- ana við að mála á myndara- mma. Hún fór í Ikea og keypti einhver ósköp af ólituðum viðarrömmum sem fást þrír saman í pakka. Hún segir að ekkert rói meira taugarnar eftir erfiðan vinnudag en að taka til penslana, litina og stenslana og skapa lítil lista- verk á þessa litlu rarnma. Inn í rammana fara myndir af þeim sem gjöfin er ætluð, mynd af uppáhaldsleikaranum eða - poppstjörnunni. GJAFAKDRT Og þá kviknar hugmynd fyr- ir ykkur sem eruð búin að fylgjast með þeim sem hafa

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.