Vikan


Vikan - 20.12.1998, Blaðsíða 46

Vikan - 20.12.1998, Blaðsíða 46
í fullum trúnaði: texti Jóhanna Harðardóttir Jólin eru hátíð (ömmu)barnanna Jólin eru hátíð barnanna...en ekki bara litlu barnanna, heldur líka hinna fullorðnu sem enn eru börn í hjarta. Guði sé lof fyr- ir alla þá, sem eru börn í hjarta fram á gamals aldur, það er fólkið sem alltaf getur glatt aðra. Þannig eru ömmur sona minna og svo ótal margar ömmur aðrar, svo ekki sé talað afana. Auðvitað vilja allar ömmu gleðja litlu barnabörnin sín um jólin. Það er svo gaman þegar fyrstu barnabörnin koma í heiminn og auðvitað langar okkur til að gleðja þessi litlu kríli með fallegum og jafnvel veglegum pakka. Það er ekki svo mikið mál að kaupa eina gjöf handa elskunni henni nöfnu sinni. Og svo fæðist Jón, þá Gunna og síðan Palli. Jú, auðvitað kaupir maður eitthvað handa þeim, þessum englum sem gleðja mann með hverju brosi. Þá bætast í hópinn Pétur, Jóna, Dísa og Þór og áfram halda elsk- urnar litlu að fá svolítinn pakka frá afa og ömmu og auðvitað má ekki skilja neinn út undan. Allir verða að fá svipaðar gjafir og þær verða að vera álíka dýrar svo engurn sé mismunað. Og ömmu- og afabörnunum fjölgar ár frá ári, kannski með ein- hverjum hléum, og sama má segja um jólapakkana. Pyngjan léttist líka að sama skapi. Hver einstakur pakki verður að vísu ódýrari, en þeir eru líka orðnir býsna margir og jólagjafainnkaupin verða erfiðari og erfiðari með hverju árinu sem líður. Það er ekki nóg með að þau séu þungur fjárhagslegur baggi, áhyggjurnar af því hvað eigi að kaupa og hvernig eigi að nálgast jólagjafirnar magn- ast því margt fullorðið og gamalt fólk á ekki auðvelt með að rápa í búðir. Ég þekki svo margar yndislegar ömmur og afa sem búin eru að reisa sér hurðarás um öxl. Harðfullorðið fólk sem hefur engar tekjur aðrar en ellistyrk og sumir einhverja tekjutryggingu, fólk með smánarlaun sem enginn getur lifað af. Þetta er gott og hjarta- hlýtt fólk sem hefur í raun ekki bolmagn til að standa undir jóla- gjafakaupunum, en hefur ekki brjóst í sér til að hætta að gefa barnabörnunum sínum gjafir. Hvenær á að hætta? Hver eru tak- mörkin? Satt best að segja er erfitt að setja einhver takmörk og kannski er það annarra en gamla fólksins að taka af skarið og setja reglur. í sumum fjölskyldum eru þessar reglur fyrir hendi og það er mjög gott. í nokkrum fjölskyldum, sem ég þekki, eru börnum aldrei gefnar gjafir eftir að þau fermast, hvorki jóla- né afmælisgjafir. Að sjálfsögðu sætta sig allir við þetta fyrirkomulag og finnst það eðlilegt. Hún tengdamóðir mín, sú skynsama og elskulega kona, gaf strákunum ekki gjafir eftir að þeir voru orðnir tólf ára gamlir og þeim þykir ekki minna vænt um hana fyrir því. Þeir bera ómælda virðingu fyrir henni og skilja mætavel að hún hefur um nóg að hugsa samt og ég er viss um að sama má segja um öll hin barna- börnin. Jólin eru hátíð okkar allra og gjafirnar mega aldrei verða aðalat- riðið, ekki einu sinni fyrir börnin. Afar og ömmur eiga ekki að þurfa að kaupa ást barnabarnanna dýrum dómurn. Ástin er föl í skiptum fyrir ástúð og umhyggju og aðeins þannig ást er einlæg. Líka á jólunum. 46 Margir lenda í vandræðum með að fá pöruna á svínasteikinni stökka og brúna. en það er samt skilyrði fyrir því að steikin heppnist vel. Galdurinn við pöruna er sá að það verður að byrja á að sjóða hana í ofnskúffunni áður en eig- inleg steiking kjötsins hefst. Skerið mjóar rákir í pöruna, hellið síðan vatni í steikarskúff- una og leggið steikina á hvolf í vatnið með pöruna niður. Vatnið má salta örlítið og það þarf að vera nógu mikið til að sem mest af pörunni sé ofan í vatninu. Kryddið þann hluta steikarinnar sem stendur upp úr vatninu. Suðan er látin koma upp á vatninu og paran soðin í a.m.k. 20 mínútur við 180 gráðu hita. Þá er steikinni snúið við og par- an söltuð og krydduð eftir smekk. Steikið sfðan áfram á venjulegan hátt. Gljái á hambargarhrygglnn sem alrtrei hregst Fallega gljáður hamborgar- hryggur er ekki bara glæsilegur á jólaborðinu heldur einnig mjög bragðgóður. Til eru margar uppskriftir að gljáa, en þær eiga flestar sameig- inlegt að vera erfiðar viðureignar og til þess fallnar að mistakast. Hér er ein, sem aldrei klikkar, og þessi gljái er ekki bara falleg- ur, heldur líka bragðgóður. 1 bolli sykur 2 msk. tómatmauk 1/2 bolli sætt sinnep Sykurinn er bræddur á pönnu. Tómatmauk og sinnep er hitað og því hrært varlega saman við sykurinn á pönnunni. Borið á steikina og hún gljáð í u.þ.b. 10 mínútur við miðlungs- hita. Þennan gljáa má geyma í lok- uðum umbúðum í kæli og það er því tilvalið að laga hann snemma og eiga tilbúinn um jól- in og áramótin. Að pússa fypir jólin Margir telja það eitt leiðinlegasta verkið fyrir jólin að pússa silfur- og kop- arhluti. Fram til þessa hefur þetta verið hið mesta púl og auk þess sóðalegt svo mönnum þykir nóg urn. Með nýjum hrein- gerningavörum á markaðnum hefur þetta skánað til muna og það er óþarfi að kvíða þessu verki. Meðal þeirra kraftaverka- meðala sem okkur bjóðast eru Enjo vörurnar, en frá því fyrirtæki kemur sér- stakur grænn klútur og skrúbbkrem sem sameiginlega gera þetta verk létt og löður- mannlegt. I alvöru! Bákaplasl á matpeiösluliækupnap Matreiðslubækur vilja verða svolítið sjúskaðar með tíman- um. Á þær koma gjarna fitu- blettir og blaðsíður, sem geyma uppáhaldsuppskriftirnar, verða ekki síst fyrir barðinu á þeim. Besta ráðið til að láta mat- reiðslubækurnar endast vel er að setja bókaplast utan unt þær áður en skaðinn er skeður. Meðan verið er að nota mat- reiðslubókina er sniðugt að stinga henni ofan í poka úr plasti, þá helst hún opin á rétt- um stað og engin hætta er á að hún óhreinkist. Ef bókin er stærri en svo að hún komist ofan í poka má breiða yfir hana plast- filmu meðan hún er í notkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.