Vikan


Vikan - 20.12.1998, Blaðsíða 49

Vikan - 20.12.1998, Blaðsíða 49
Spurningar má senda til „Hverju svarar læknirinn?" Vikan, Seljavegi 2,101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. Hverju svarar læknirinn? Sundkona í vanda Ágœti lœknir Vandamál mitt er það að ég er með á fótunum bletti, rauða upphleypta og þeim fylgir mikill kláði. Nú tek ég eftir því að þetta er við tánegl- urnar. Hvað er til ráða og af hverju kemur þetta. Ég vil undirstrika það að ég fer í sund á hverjum degi, en getur þetta eitthvað tengst því. Ég sinni líkama mínum mjög vel hvað varðar hreinlæti en þetta veldur mér miklu hugarangri og óþægindum. Geturðu hjálpað mér? Karoiína sundkona. Kœra sundkona Líklegast eru þetta sveppa- sýkingarblettir, sem ent vel þekktir hjá þeim sem stunda sund og íþróttir. Hið sígilda dœmi er hringur með rauðri, sýktri húð með Ijósari miðju. Þessu fylgir kláði og hreistur, jafnvel blœðir. Til að koma í veg fyrir þetta er mikilvœgt fyrir þig að nota þitt eigið handklœði, þurrka þér vel milli tánna og nota jafnvel talkúm. Gott er að skipta dag- lega um sokka og halda fótum þurrum og láta loftið leika um þá. Hœgt er að bera E- vítamínolíu á sýkta svœðið ef það er þurrt, einnig má nota tetrjáolíu og ýmis ráð í grasa- lœkningum sem hœgt er að fá í heilsubúðum. Sveppasýkingar svara líka vel sveppadrepandi lyfjum í formi áburðar, púðurs eða jafnvel lyfja, til inntöku, í erf- iðari tilvikum. Hættu samt ekki sttndinu, mundu bara að þurrka þér betar um fœt- urna og fara helst beint í sokka og skó eftir að hafa þurrkað þér. Þorsteinn VIKAN Þorsteinn lœknir Ég er 17 ára og nýfar- in að sofa hjá kærasta mínurn. Ég er í vafa hvaða getnaðarvarnir sé best að nota og þori ekki að tala um þessi mál við mömmu vegna feimni. Ég hef heyrt að það sé óhollt að taka pilluna en hef líka heyrt að það sé mismun- andi óhollt eftir tegund og styrkleika. Hvað ráðleggur þú mér að gera? Á ég að nota pilluna eða eitthvað annað? 17. Kœra 17 Veistu að mömmur vita heil- mikið um getnaðarvarnir og það er gott að leita til þeirra. Vœntanlega eruð þið að nota smokkinn núna og er það mjög gott. Smokkurinn ersýk- ingarvörn og getnaðarvörn ef hann er notaður rétt, þ.e. er notaður allan tímann en ekki bara rétt áður en kœrastinn heldur að hann sé að fá sáðlát. Mörgum finnst smokkurinn hins vegar trufla kynlífið og vill fólk sem verið hefur íföstu sambandi einhvern tíma finna öruggari getnaðarvarnir. Yfirleitt ákveða flestar konur að byrja á pillunni, hún er ein- föld í notkun og laus við alvarlegar aukaverkanir hjá ungum konum. Það eru margar gróusögur um pilluna og óholl- ustu hennar og eru þœr flestar marklausar. Fl- estum konum líður mjög vel á pill- unni, njóta kynlífs- ins betur, öruggar um að verða ekki óléttar og hafa þannig stjórn á getnaði. Þá megum við ekki gleyma því að ólétta getur verið erfið heilsunni og erfið- leikar sem fylgja ótíma- bærri þungun geta verið margir félagslegir sem efnahagslegir. Ef ein- hver vandamál koma upp á pillunni má alltaf finna einhverja aðra pillu í stað þeirrar sem vandan- um valda. Aðrar getnaðarvarnir eru til Seins og sprauta sem þú fœrð þá á 3 mánaða fresti og lykkjan sem er ekki æskilegt að nota á þínum aldri. Ég ráð- legg þér að fara á pilluna og vera á henni þar til og ef þér finnst þú vera tilbúin að verða ólétt. Vegni þér vel í lífinu. Þorsteinn ÞORSTEINN NJÁLSSON HELMILISLÆKNIR óeðlilega hraðan púls, ekki óalgengt um 100 í slökun og nálægt 200 eftir röska göngu. Getur þú frætt mig um það hvað hugsanlega valdi því að púlsinn er svona hraður. Er hraðinn e.t.v. á einhvern hátt einstaklingsbundinn eða gæti verið að fæðingargalli (inn- fallinn brjóstkassi) eigi þátt í þessum hraða púls. Fyrirfram bestu þakkir H. Oi hraður púls Ágœti lœknir Ég er rúmlega fertug kona og hef frá því að ég var rúm- lega þrítug tekið inn lyf vegna hækkaðs blóðþrýstings (lægri mörk). Ég reyki ekki, er hóf- söm í neyslu áfengra drykkja, drekk ekki kaffi, stunda reglulega líkamsrækt, borða fremur hollan mat og þjáist ekki af offitu. Ég læt mæla blóðþrýstinginn „reglulega", þ.e. þegar ég á erindi við lækni. Þrýstingnum virðist ég halda í góðu lagi með lyfjun- um en alltaf þegar hann er mældur er talað um að ég hafi KœraH Það er alveg rétt hjá þér að sumir eru bara með háan púls, eingöngu eðlilegur breytileiki meðal einstaklinga. En þannig dugar ekki að afgreiða hlutina nema að undangengnum rann- sóknum. Rétt er að leita læknis og fá gert hjartalínurit. Á hjartalínuriti má sjá truflanir í rafleiðni í hjartanu, aukaleiðsl- ur og aukaslög, allt sem getur valdið hröðum hjartslætti. Stundum er gert sólarhrings- hjartarit, s.k. Holtei; en þá gengur þú með hjartarita á þér í heilan sólarhring og tölva les síðan úr niðurstöðum undir eft- irliti lœknis. A Holter sjást hjartsláttartruflanir, sk. Takt- truflanir, mjög vel. Þá er rétt að fá teknar blóðprufur þar sem farið er yfir helstu atriði, svo sem blóðmagn, sölt í blóði og skjaldkirtilshormón. Blóðleysi getur orsakað hraðari púls, en það getur aukning á skjald- kirtilshormónum einnig. AI- menn skoðun er auðvitað nauðsynleg. Hvað ráðlagt erfer eftir því hvað kemur fram við rannsóknina, en ef allt þetta er eðlilegt lítum við svo á að þú sért með eðlilegan breytileika einstaklings á hjartsláttarhraða. kveðja Þorsteinn Netfang: vikan@frodi.is 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.