Vikan


Vikan - 20.12.1998, Page 50

Vikan - 20.12.1998, Page 50
A eína fallegustu kirkju landsins Þad eru ekki margir sem eiga kirkju. Hvaó þá eina fallegustu kirkju á landinu. Aðalsteina Magnúsdóttir er þó svo heppin, en hún á Grundarkirkju i Eyjafirði. Aöalsteina Magnúsdóttir á Grund. Hún er eigandi Grundarkirkju ásamt eiginmanni sínum, syni og tengdadóttur. Tignarleg! Grundarkirkja er falleg og tignarleg þar sem hún stendur frammi í Eyjafirði. Hún er sveitinni mikil prýði. Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson „Faðir minn byggði kirkjuna árið 1905 og mér þykir óskap- lega vænt um hana. Þar af leiðandi reynum við eigend- urnir fjórir, ég, eiginmaður minn Gísli Björnsson, sonur okkar Bjarni og tengdadótt- irin Hildur að hugsa eins vel um hana og við getum,“ svar- ar Aðalsteina þegar hún er annað gamalt hús,“ segir hún. „Kirkjan þarfnast viðhalds og það að hugsa um hana tekur mikinn tíma.“ Faðir minn á heiðurinn af kirkjunni Gjarnan er talað um Grund- arkirkju sem eina fallegustu kirkju landsins. Hún hefur sveitakirkju að vera er hún mjög stór en hún tekur 300 manns í sæti. Kirkjunni hefur alltaf verið vel viðhaldið og er upphaflega málningin ennþá á veggjum ásamt upphafleg- um skreytingum. Þar sem kirkjan er mikið notuð inn- þornar hún, sem kallar á smá- vægilegar lagfæringar að sögn Aðalsteinu, en um þær lagfær- ingar sér alfarið eini og sami málarinn, Snorri Guðvarðar- son, en faðir hans sá áður um sama verk. Það eru því töluverð útgjöld bundin því að eiga kirkju en kirkjugjöldin, sem allir þurfa að borga, renna að helmingi til kirkjunnar og helmingi til kirkjugarðins og söngsins. Síðustu ár hefur komið styrk- ur úr Húsfriðunarsjóði og munar þar um minna, því ef þessa styrks nyti ekki við væri ekki unnt að halda kikjunni jafn vel við og gert er. Þar sem Grund er kirkjujörð var það hálfgerð kvöð á eig- anda jarðarinnar á sínum tíma að viðhalda þar kirkju að sögn Aðalsteinu. Faðir henn- ar tók á það ráð að reisa nýja kirkju í stað þeirrar gömlu sem var illa farin og ferðaðisl hann um Danmörku og Eng- land í leit að fallegum kirkj- um. Er hugmyndin að Grund- arkirkju eins og við þekkjum hana, komin frá honum. Það var síðan Ásmundur Bjarna- son sem byggði kirkjuna og málari að nafni Múller sem málaði hana og skreytti. Það er óhætt að segja að faðir Að- alsteinu hafi verið stórtækur að byggja kirkju fyrir 300 manns á þessum árum sér- staklega með tilliti til þess að hún var reist á einu og hálfu ári. Baggi sem fylgir pví að eiga fallega kirkju En því fylgir einnig tölu- verður baggi að eiga kirkju að sögn Aðalsteinu. Á sumrin er mikið um að ferðamenn komi til að skoða Grundarkirkju. Þar sem kirkjan er ekki opin á neinum ákveðnum tíma, hef- ur það gerst að fólk verður reitt yfir því að komast ekki inn í kirkjuna þegar því hent- spurð að því hvernig sé að sérstakt útlit bæði að innan og eiga kirkju. „Annars er það utan, er máluð í fallegum lit- með kirkjuna eins og hvert um og skreytt listilega vel. Af 50

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.