Vikan


Vikan - 07.01.1999, Side 28

Vikan - 07.01.1999, Side 28
Smásaga Höfundur: Kristín Jóna Þorsteinsdóttir EINNAR NÆTUR UMSLAG í Eg skrúfa fyrír vatnið, kveiki á M, ýti á Ijósrofann á veggnum Mynd af þér kemur upp í hugann og þó ég hristi ákaft höf- uðið eins og til að hrista myndina af þér burt, þá veit ég að það varir bara í smá stund því hvort sem ég vil eða vil ekki, þá koma myndirnar alltaf aftur upp í hugann. Ég sé fyrir mér andartök sem við áttum. Ég heyri okkur tala saman. Ég heyri hljóminn í röddunum okkar og mér finnst ég vera að ærast, ég vildi að ég gæti bara ýtt á rofa eins og er á útvarpinu og slökkt á röddun- um eða ýtt á takka og allar myndirnar hyrfu. Ég er eins og léleg sápu- ópera, eins og þessar sem eru alltaf í sjónvarpinu um fjögur- eða fimmleitið á daginn, þar sem söguþráðurinn og kjarn- inn er löngu búinn eða var aldrei ti! en þáttaröðin heldur samt áfram þunn, teygð og illa leikin. Ég geng inn í stofu og set uppáhaldsdiskinn minn á ég róast alltaf er ég heyri fallegu tónana frá fiðlunni. Barrock Beautys stendur jú alltaf fyrir sínu. Góður ilmurinn af freyði- baðinu fær mig til að hlakka til að fara ofan í baðið og slaka á. Heitt vatnið leikur um lík- ama minn og hvít froðan þyrl- ast upp í loftið er ég leggst ofan í baðið, fiðlurnar spila uppáhaldslagið mitt. Ég loka augunum og læt hug- ann reika, fiðlurnar hafa alltaf tekið mig í undursamlegt æv- intýri, þar sem allt er svo fal- legt. En í þetta sinnið snerist hugurinn um mig sjálfa þar sem um síðustu helgi, ég lá uppi í rúmi og grét, grét við þessa sömu tóna og heyrðust núna. Ég hugsaði um hvað mig langaði að elskast með þér við undirleik þessa lags en tæki- færið yrði aldrei, því ég er ást- fangin af forboðnum ávexti. Ég finn andlitið afmyndast af sorg, ég opna augun og seil- ast eftir spegli og horfi á speg- ilmynd mína. Spegilmynd sem eykur aðeins á sorg mína og söknuð. Ég sé aðeins skugga af spegilmynd minni. Ég finn heit tárin leka niður kinnarn- ar og heyri þau sem í fjarska detta ofan í baðvatnið og hverfa í froðuna, sameinast vatninu. Ég var þyrst og einmanna svo ég ákvað að fara og fá mér bjór og kannski smá fé- lagsskap í leiðinni. Ég dreif mig í sturtu og fór svo í galla- buxur, rifnar á hnjánum, hvít- an stuttermabol og galla- jakka, ég mála mig aldrei og þarf ekkert að gera við hárið á mér, ég er með „wash and go“ klippingu svo ég var tilbú- in á stuttum tíma. Leiðin lá niður á 22, þar gat ég setið og drukkið mitt öl og sagt hæ og kinkað kolli við aðra gesti staðarins. Það var orðið langt síðan ég hafði farið út og fengið mér bjór, a.m.k. nokkr- ar helgar. Ég var orðin svo þreytt á þessari rútínu, vinna alla vikuna, horfa á sjónvarp- ið um helgar og fara svo niður á 22 og svolgra í sig nokkrum bjórum og vona að ég mundi hitta einhverja og verða ást- fangin og lífið mitt mundi breytast og ég yrði fjölskyldu- manneskja sem ætti kærustu sem ég mundi leiða um götur borgarinnar. Og allir gætu séð að ég var manneskja sem ein- hver kaus að elska. Giftar konur virðast vera það eina sem ég gat náð mér í. Ef það er reynt við mig þá er það gift kona og ef ég sé einhverja álítlega þá er hún gift. Og þær lofa öllu fögru meðan þær hafa not fyrir mann, eru alltaf að bíða eftir rétta augnablik- inu til að skilja við manninn sinn svo við getum hafið okk- ar líf. -Ég get það ekki svona rétt fyrir jólin, afmælið hans, af- mæli krakkana, páskana, mamma hans er veik eða við skulum bíða aðeins og sjá hvort sambandið hjá okkur gangi upp áður en ég fer að skilja við manninn minn. Ég elska þig og ef þú trúir því og ef þú treystir mér, þá verðuru að reyna að vera þolinmóð, þetta tekur allt sinn tíma. Og ég alltaf jafn græn fyrir öllum þessum fögru orðum og svo þegar þær eru búnar að gera upp hug sinn um að vera áfram giftar og mér bara fleygt út í kuldann, því það reynist þeim orðið svo erfitt að deila sér á marga aðila. Svo þyrfta þær nú líka að sofa hjá ektamakanum svo hann fari ekki að gruna eitlhvað, ég yrði nú bara að skilja það og svo gerði ég of miklar kröfur, þær voru í hjónabandi og hefðu skyldum að gegna þar. Ég hefði engan rétt að ætlast til einhvers af þeim. Auk þess að það gæti einhver þekkt hana ef þær færu í bíó eða á kaffihús og þú ert nú svolítið lessuleg, sögðu þær. Heimurinn minn fer að hrynja hægt og rólega fyrir framan mig og höfnunartil- finningin heltekur mig, þá hugsa ég alltaf það sama. Hve vitlaus ég hafi verið og héðan í frá ætli ég að láta giftar kon- ur eiga sig. Ég ákveð að taka því rólega í nokkra helgar og vera sjálfri mér nóg. Hin sanna ást finnur mann að lokum, maður á ekki að þurfa að leita hennar. En verður maður ekki þá að prufa allt sem vekur athygli manns, því hvenær og hvernig veit maður hvort um sé að ræða hina sönnu ást. Ég hafði aðeins setið í smá stund þegar þú komst aðvíf- andi. Þú komst fljótlega auga á mig og ætli ég hafi ekki bor- ið það með mér að vera ein- manna og þar af leiðandi auð- velt fórnarlamb fyrir þig. -Hæ ég heiti Dóra, má ég bjóða þér í glas? -Nei ég er með fullt glas, en þakka þér fyrir. -Ég heiti Dóra og ég veit að þú heitir Kata -Umm. -Ert þú ekkert forvitin að vita hvernig ég veit hvað þú heitir? -Nei. Ég var ekki í stuði fyrir þína tegund. Einhverja húsfrú að leita sér að ævintýri, einnar nætur stundargamni, mig langaði að verða ástfangin, finna mér konu og fara að búa. Gefa fullt af ást og fá fullt af ást, deila ást og öllu lífi mínu með annarri konu sem gerði það sama fyrir mig. Við myndum verða tvær í heimin- um, okkur kæmi ekkert við. Við myndum verða sambland af Rómeó og Júlíu og Yoko og Lennon. -Viltu vera ein? Nei ég vildi ekki vera ein, ég var búin að fá nóg af því lífi en þú ert ekki að bjóða mér upp á lífspakka, bara einnar nætur umslag. -Já takk. -Alveg viss að þú viljir ekki eitthvað að drekka? -Já takk, alveg viss, takk samt fyrir. Og nú áttir þú að fara. En þú sast þarna við hliðina á mér og pantaðir þér í glas. Ég lét sem ég sæi þig ekki. Ég veit hvað þú ert, það stendur skrifað í hegðun þinni, þú ert gift og þér hund- leiðist og langar í smá ævin- týri, langar í eitthvað nýtt, eitthvað sem þú hefur aldrei prufað. Þú hefur eflaust hald- ið oft framhjá manninum þín- um en ert orðin leið á körlum og langar að prufa konu. Eins og þig vanti nýtt tómstundar- gaman. Og ég er það. Þú ert sjóuð í þessu, en þú ert óþoli- 28

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.