Vikan


Vikan - 21.09.1999, Síða 16

Vikan - 21.09.1999, Síða 16
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Þegar fólk hefur verið gift í nokkur ár fer vaninn smátt og smátt að læðast inn i sambandið og ást- arlífið verður ekki eins spennandi og áður. Ógiftvinkona mín heimsótti mig um daginn og sagði mér með Ijóma í augunum frá nýja kærastanum sínum. Hún strauk annars hugar af og til yfir likama sinn meðan hún talaði eins og minningin um hann vekti kenndir til að snerta sjálfa sig svo hún gæti tæplega stillt sig. Hún sýndi mér örlítinn roða á kjálkanum sem hún sagði tilkominn vegna þess að hann kyssti hana svo heitt og ástríðufullt að skeggrótin, þótt hann væri nýrakað- ur, skildi eftir áverka. Það var ekki alveg laust við að ég öfundaði hana þegar hún fór og ég velti því fyrir mér hvort ég gæti eitt- hvað gert til að nálgast það að finna til svipaðra tilfinn- inga og hún. Eg er ákaflega vel gift og er búin að vera í hjónabandi í bráðum tuttugu ár. Við erum ósköp ánægð með lífið en þessi spenna og yfirþyrmandi sjálfsánægja sem fylgir því að vera ástfanginn er ekki lengur til staðar. Ég fór því að velta fyrir mér hvort ein- hver leið væri til að vekja þessar tilfinningar upp að samband eins og hennar. Hún svaraði strax að það væri gleðin af því að upp- götva stöðugt eitthvað nýtt í fari hvors annars og vera alltaf að koma hinum aðil- anum á óvart. Eftir tuttugu ára hjónaband er svo sem ekki margt sem kemur á óvart lengur og stór spurn- ing hvort eitthvað sem mað- ur geri geti komið makanum nýju í hjónabandinu og halda þeim gangandi um tíma. Ég hringdi því í þessa vin- konu mína og spurði hana hvað hún héldi að væri ánægjulegast við ungt ástar- raunverulega í opna skjöldu. Það er hins vegar ástæðu- laust að láta smáatriðin vaxa sér í augum. Svo ég gerði nokkuð sem mér hafði aldrei dottið í hug áður og ég vissi að maðurinn minn myndi síst af öllu trúa mér til að gera. Ég tók símann upp og hringdi í hann í vinnuna og þóttist vera símadóni. Hann var heldur þurr á manninn og fúll og nánast skellti á mig. Ég varð fyrir sárum vonbrigðum þangað til hann hringdi aftur og tilkynnti mér að hann hefði verið með hátalarann á símanum og vinnufélagarnir fengið vægt sjokk þegar hás svefn- herbergisrödd mín barst yfir skrifstofuna. En fall er fararheill hugs- aði ég og daginn eftir fór ég í sítt pils og fleginn bol. Á leið út úr dyrunum í vinn- una tilkynnti ég honum að ég væri ekki í neinum undir- fötum og spurði hvort hann vildi vera samferða heim. Svarið var mér mjög að skapi og aldrei þessu vant þurfti maðurinn minn ekki að vinna yfirvinnu. Ég beitti ýmsum öðrum brögðum til að hressa við sambandið sem öll tókust með ágætum. Giftar vinkon- ur mínar tóku eftir að yfir- bragð mitt var með ánægju- legra móti og spurðu hverju það sætti. Ég sagði þeim allt um hernaðaráætlun mína og mælti með að þær tækju upp sömu siði. Vinkona mín sem við skulum kalla Siggu hringdi strax daginn eftir og sagði mér að hún hafi beðið manninn sinn að segja sér frá uppáhalds blautlega dagdraumi sínum. Hann sagði henni að hann væri oft í hlutverki sjúklings sem 16 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.