Vikan


Vikan - 21.09.1999, Qupperneq 17

Vikan - 21.09.1999, Qupperneq 17
mér á óvart. Ekki stóð á við- brögðum. Þegar ég kom heim um kvöldið var þessi elska búin að útvega okkur borð á matsölustað. Undir miðnættið komum við heim og þá beið mín rós á kodd- anum og konfektmoli. Eg varð yfir mig ánægð og trúði honum fyrir því að ég hefði tekið það upp hjá sjálfri mér að blása í glæð- urnar til að reyna að endur- nýja neistann í sambandinu en játaði jafnframt að ég væri að verða svolítið þreytt á að þurfa að vera frumleg á hverjum degi. Vinnan, heim- ilið, garðurinn og allt annað sæti á hakanum meðan ég berðist við að finna upp á einhverju til að halda hon- um við efnið. Hann hló bara að mér og spurði hvers vegna ég væri að elta ólar við þetta. Jú, hann hefði skemmt sé kon- unglega en eftir hverju væri ég að leita. Eg sagði honum að ég væri hrædd um að festast í vananum og að við hættum að koma hvert öðru á óvart. Hann sagði mér þá að ég hætti aldrei að koma sér á óvart. I hvert sinn sem við gerðum eitthvað saman fyndist honum hann fá tæki- færi til að sjá mig í nýju Ijósi. Sjálfsagt er ágætt að vera einhleypur og ástfanginn en þetta samtal sannfærði mig um að það er ekkert sem jafnast á við að vera giftur, fastur í viðjum vanans og rígbundinn sama makanum. Ég ræddi þetta sömuleiðis við vinkonurnar og þær voru sammála. Þær töldu mikil- vægt að festast ekki um of í einhverri rútínu en það væri hins vegar mjög verðmætt að hafa eitthvað ákveðið að hverfa að. Margar einhleyp- ar konur upplifa mikla spennu í samskiptum sínum við hitt kynið vegna þess að það er allt svo nýtt og ófyrir- séð. En það er ómetanlegt að hafa einhvern sér við hlið sem er þar hvort sem þér finnst þú sexí og sæt eða ert sárlasin, sveitt og með nef- rennsli. Vissan um að hann ætli sér að vera til staðar hvað sem kemur upp á er betri en nokkur spenna. Það þarf hins vegar ekki að þýða að krydd í tilveruna sé ekki nauðsynlegt og bráð- skemmtilegt. Þú veist bara að þú þarft ekki að nota of mikið af því. hjúkrunarkona táldrægi, hann er ekki sá allra frum- legasti sem maður hittir, og Sigga sagði mér að hún væri ekki í vandræðum með að vera hressileg og ákveðin hjúkrunarkona. Bæði hefðu þau hjónin haft mikla ánægju af þessu nýja til- brigði við læknisleiki. Kata vinkona átti í meiri erfiðleikum. Hún trúði því tæpast að henni tækist að blása nokkru lífi í glæður hjónabands síns. Eiginmað- ur hennar hefði séð hana fæða þrjú börn og hún hefði ekki þorað að kveikja ljósið í svefnherberginu síðan yngsti sonur þeirra fæddist. Ég benti henni á að flestir eiginmenn hefðu ekki betra langtíma minni en svo, að væru þeir beðnir að kaupa klósettpappír á leið heim úr vinnunni yrðu fjölskyldu- meðlimir að halda í sér það kvöldið eða notast við servíéttur. Hún laumaðist þó með hálfum huga inn í sturt- una til hans einn morguninn og sagði mér að sælubrosið á andlitinu á honum þegar hann fór í vinnuna þann morguninn benti til að ég hefði rétt fyrir mér með minnið. Nú fór boltinn að rúlla. Við þrjár vorum ekkert að liggja á því að það hefði haft ýmislegt skemmtilegt í för með sér að ákveða að rífa sig upp úr gamla hjólfarinu og breyta til og við værum langt frá því hættar að finna upp á nýjungum. Okkur tóku að berast sögur af upp- átækjum vinnufélaga, vin- kvenna og systra og hvergi skorti hugmyndaflugið. Ein fékk manninn sinn til við sig inn á kvennaklósetti á veitingastað, önnur batt sinn heittelskaða við hjóna- rúmið með silkislæðum (þau hlógu reyndar svo mikið að lítið varð úr aðgerðum) og sú þriðja hringdi dónasímtal í eiginmann sinn sem sló út allt sem boðið er upp á hjá rauða torginu. Það þarf ekki að taka fram að hún hitti betur á en ég, sú. Það verður hins vegar að viðurkennast að eftir nokkr- ar vikur fór að verða erfitt að láta sér detta eitthvað nýtt og skemmtilegt í hug. Ég sneri mér þá að mínum heittelskaða og krafðist þess að hann reyndi nú að finna upp á einhverju og koma Vikan 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.