Vikan - 21.09.1999, Side 28
Það er Jcynþáttahatur
á Islandi
íslendingar eru ekki frekar en aðrir guðs útvalda þjóð
Þú ert lítill, loðinn api
7 ára gamall sonur minn
kom heim úr skólanum með
tárin í stóru grænu augunum
sínum nú í haust og stundi
því vandræðalega upp að
bekkjarfélagi hans hefði
kallað hann lítinn, loðinn
apa. Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem barnið fær að
heyra eitthvað þessu líkt því
einn strákur í leikfimi ýtir
alltaf í hann í sturtunum og
segir:„Þú ert ekki svona
brúnn; þú ert bara skítugur
og þrífur þig aldrei."
Þessar aðfinnslur, þrátt
fyrir að þær komi af vörum
lítilla barna, særa drenginn
minn djúpu sári og ég sem
móðir fyllist máttlausri reiði
og vanmætti gagnvart for-
dómafullu samfélagi. Ég
hélt alltaf að íslendingar,
sem stæra sig af því að vera
vel upplýst og menntuð
þjóð, hefðu þroskaðri þjóð-
arsál til að bera en þetta.
Þegar ég var sjálf í námi við
háskóla í Bandaríkjunum
hélt ég nokkra fyrirlestra
um Island og íslenska menn-
ingu og var stolt af mínu
þjóðerni. Þar hélt ég því
fram í góðri trú að við vær-
um nútímaleg vestræn þjóð
sem bæri þroska til að um-
gangast náungann af virð-
ingu og kynþáttafordómar
fyrirfinndust ekki í okkar
litla landi. Ég vissi ekki bet-
ur þá.
Meðan á námi mínu stóð
kynntist ég manni af arab-
„Mér var tilkynnt
að það yrði fylgst
með okkur hjóna-
kornunum á þeim
forsendum að
kanna þyrfti hvort
þetta væri raun-
verulegt hjóna-
band eða hvort ég
hefði gifst þessum
útlendingi til þess
að hann fengi
landvistarleyfi á
paradisareyjunni
íslandi.“
ískum uppruna og tveimur
árum síðar gengum við í
hjónaband. Að námi loknu
fluttumst við til íslands. Ég
átti ekki von á öðru en eig-
inmanni mínum yrði vel tek-
ið og að hann myndi sam-
samast íslensku þjóðfélagi á
skömmum tíma. Raunin
varð þó önnur.
Nokkrum dögum eftir að
við fluttum hingað heim
hringdi þáverandi yfirmaður
útlendingaeftirlitsins í mig í
vinnuna og boðaði mig sam-
dægurs á sinn fund. Þar lenti
ég í yfirheyrslu sem tengdist
„innflutningi" mínum á
þessum manni og sannleiks-
gildi hjónabands míns dreg-
ið í efa. Mér var tilkynnt að
það yrði fylgst með okkur
hjónakornunum á þeim for-
sendum að kanna þyrfti
hvort þetta væri raunveru-
legt hjónaband eða hvort ég
hefði gifst „þessum útlend-
ingi“ til þess að hann fengi
landvistarleyfi á para-
dísareyjunni fslandi.
Spænski rannsóknarréttur-
inn endurfæddist í öllu sínu
veldi þarna á litlu skrifstof-
unni á Hverfisgötunni. Ég
verð að viðurkenna að ég
var smeyk og niðurlæging
mín var algjör. Ég sá fyrir
mér óeinkennisklædda lag-
anna verði liggjandi á gægj-
um á svefnherbergisglugg-
anum mínurn og fylgja okk-
ur í hverju skrefi. Þessi mað-
ur bað mig fyrir alla muni að
skilja að hann bæri einungis
hag minn fyrir brjósti. Það
væri því miður nokkuð al-
gengt að saklausar, íslenskar
stúlkur létu svona dökka
menn plata sig í hjónabönd
til að fá búseturétt á íslandi.
í dag hefur mér tekist að
fyrirgefa þessum manni að
hann skyldi ganga að því
vísu að ég væri greindar-
skert og með því móti getað
réttlætt forræðishyggjuna
fyrir sjálfum sér.
íslenskir karlmenn
með minnimáttar-
kennd?
Auðvitað var fullt af fólki
sem tók manninum mínum
mjög vel og var allt af vilja
gert til þess að honum liði
sem allra best á íslandi en
við urðum þó fyrir tölu-
verðu aðkasti, ýmist beint
eða óbeint. Mér er t.d. sér-
lega minnistætt þegar við
fórum í Kringluna eða í
Hagkaup til að versla í mat-
inn. Það var alltaf mjög
þrúgandi fyrir okkur bæði
þegar fólk starði ósvífið á
hann og sendi mér fyrirlitn-
ingaraugnaráð. Það var
þegjandi samkomulag hjá
okkur að drífa innkaupa-
ferðir af og við gáfum okkur
aldrei tíma til þess að versla
í rólegheitunum eins og
önnur hjón. Afgreiðslufólk
varð oft feimið gagnvart
honum og þá sérstaklega
28 Vikan