Vikan - 21.09.1999, Page 45
Eftir Diane Guest. Þórunn Stejánsdóttir þýddi.
hneigði sig fyrir pabba sín-
um, eins og hann vildi að
hún gerði, en hann sneri sér
að dyrunum og leiddi inn
konu sem stóð fyrir utan.
Hún var klædd í fallegan
silkikjól og hárið á henni var
á litinn eins og sólin. Hún
opnaði munninn og Elise
heyrði rödd hennar eins og
vatnsnið úr fjarska. Komið
þið sæl, sagði hún. Ég hef
lengi hlakkað til að hitta
ykkur.
Börnin góð, sagði faðir-
inn. Þetta er Anna; nýja
mamma ykkar.
Elise var sem lömuð.
Hvernig gat pabbi sagt
þetta? Mamma hennar hafði
dökkt, hrokkið hár. Hvernig
hafði þessari ljóshærðu norn
tekist að telja pabba hennar
trú um að hún væri mamma
þeirra? Aftur helltist
myrkrið yfir hana. Hún
heyrði rödd Julians, en í
þetta sinn gat jafnvel hann
ekki bjargað henni.
Elise opnaði augun. Julian
var ennþá að spila en annars
var allt hljótt í húsinu. Hvað
var annars langt síðan Julian
kom og sótti hana á geð-
sjúkrahúsið? Voru það virki-
lega aðeins tveir mánuðir?
Hún hafði verið þar í ellefu
ár og allan tímann vissi hún
að hann myndi koma og
sækja hana ef hún hegðaði
sér vel. Það hafði hann alltaf
gert þegar hún var send í
burtu.
Og hún hafði haft rétt fyr-
ir sér. Hann kom, en í stað
þess að fara með hana heim
til New York fóru þau í hús
ömmu þeirra í Nantucket.
Hann sagði að hún ætti að
vera Francescu til aðstoðar
en hvernig gat hún það þeg-
ar hún vissi að Francesca
óskaði þess heitast af öllu að
MIUENNIUM
2000
I tilefni aldamótanna!
Mynd N0.76563 kr. 3720,- sendum í póstkröfu
The Crajt Collection Itd
Póstlisti kr. 400.-
Breskar útsaumsvörur
Útsaumsgarn og efni
Ýmis smávara
Bútasaumsefni
Bækur og snið
HAMRAB0RG 7
SIMI/FAX: 564-4131
hún yrði send aftur á geð-
sjúkrahúsið. Mágkona henn-
ar sagði það aldrei beint út
en Elise vissi að hún myndi
gera það einhvern tíma þeg-
ar Julian væri að heiman.
Þess vegna gaf hún
Francescu allar pillurnar
sínar. Francesca gat ekki
sent hana í burtu meðan
hún svaf.
Og svo var það Christian.
Hann var ljóshærður, eins og
allir þeir sem höfðu angrað
hana. Einu sinni hafði hún
reynt að klippa af honum
hárið í þeirri von að það
tæki frá honum orkuna. En
hann hafði sloppið frá
henni.
Bráðum, hugsaði Elise.
Bráðum færi eins fyrir
Christian eins og hinu barn-
inu með gyllta hárið. Barn-
inu hennar Önnu.
Elise var ellefu ára. Hún
var að sippa í ganginum en
stansaði allt í einu og horfði
skelfingu lostin inn í her-
bergið hans Julians. Þau
voru búin að eyðileggja það
og breyta því í barnaher-
bergi. Pabbi hennar og
stjúpa stóðu við gluggann og
Anna hélt á barninu með
gullhárið. Hérna getum við
haft vögguna, sagði hún.
Það er gott fyrir barnið að
vakna upp við morgunsól-
ina. Hún brosti en Elise vissi
hvað leyndist á bak við
brosið. Komdu inn, Elise,
sagði hún blíðlega. Finnst
þér ekki líka að barnið eigi
að sofa hérna?
Elise gekk til þeirra og
Anna sagði eitthvað fleira.
Elise greindi ekki orðin.
Ekki að þau skiptu máli,
hún þurfti ekkert á lygunum
í Önnu að halda. Hún
heyrði pabba sinn segja eitt-
hvað um að „það væri orðið
ómögulegt að ráða við
hana“ og hún velti því fyrir
sér um hvern þau væru að
tala. Svo heyrði hún óljóst
að Anna sagði eitthvað um
„þolinmæði“ og „að reyna
að skilja“ og „læknirinn
sagði“. Og svo heyrði hún
pabba sinn segja: Mér finnst
að við ættum að senda hana
til Oxnam.
Elise vissi hvað það var.
Það var fangelsið sem Anna
hafði einu sinni sent hana til.
Þar sem fangarnir voru pynt-
aðir með ísköldu vatni og
raflosti. Hún sneri sér við og
flýtti sér í burtu. Það liðu
margir dagar áður en hún
komst aftur til sjálfrar sín.
Það var aðeins í stutta stund,
en nógu langa til þess að hún
gat hent barninu hennar
Önnu með gullhárið niður
stigann og drepið það ...
Kaiser sat í garðinum í
síðdegissólinni og gerði við
net bróður síns. Hann
reyndi að hugsa um Toby, en
fann að hann átti erfitt með
að einbeita sér að konunni
sinni fyrrverandi. Tónlistin
sem hljómaði frá húsi ná-
granna truflaði hann. Hann
fann að það var ekki bara
Julian Ferrare sjálfur sem
hann þoldi ekki, tónlistin
hans fór líka í taugarnar á
honum. Skömmu áður hafði
hann heyrt Christian spila
sama lagið aftur og aftur.
Hann hafði orðið svo reiður
að það munaði litlu að hann
bankaði upp á til þess að
stöðva þá martröð.
Dyrnar fyrir aftan hann
opnuðust. Það er síminn til