Vikan


Vikan - 21.09.1999, Page 56

Vikan - 21.09.1999, Page 56
 ■M^jKr#BFpswaw§B Frelsisþrá og eðli vogarinnar er göfugt eins og íslenskt landslag. sem getur allt eins tekið upp á því að skipta um kyn ef henni þóknast svo og taka upp samband við sína líka. Heimili, listir og menn- ing Vogin er höfðingi heim að sækja og veislur hennar eru lengi í minnum hafðar fyrir glæsileik og fágun. Húsnæði Vogarinnar er opið, rúm- gott, prýtt fallegum munum og þægilegum húsgögnum. Vogin er listunnandi og - kaupandi sem velur sér verk sem lýsa henni sjálfri og innri gerð. Andrúmsloft- ið á heimili Vogarinnar er óþvingað og þægilegt svo þeir sem sækja hana heim finnst þeir eins og heima. Ljóðið er það form menn- ingar sem margar Vogir elska umfram annað; að lesa fallegt og vel ort ljóð veitir Vogum þá fullnægju sem að- eins huglæg sýn veitir og margar Vogir föndra sjálfar við að semja. Foreldrar og börn Sem foreldrar eru Vogir ástríðufullir og elskandi for- eldrar sem vilja börnum sín- um allt hið besta, þar með að þau séu prúð og kurteis í framkomu. Þessum mark- miðum nær Vogin því hún fer mjúku leiðina ákveðnu í uppeldi og kann sitt fag. Hún klæðir börn sín snyrti- lega í falleg föt og druslu- gang þolir hún ekki. Upp- eldið er leiðandi en ekki valdboð og því líður flestum börnum vel að eiga Vog að foreldri. Barnið sem fæðist í Vogarmerkinu er lukkunar pamfíll, lendi það á miðju stangarinnar þar sem létt- leiki og alvara eru jöfn. Það barn gerir foreldra sína sæla og rígmontna því allt er í samræmi; herbergið, skól- inn, sælgætið, tölvan, tónlist- in og sjónvarpið. Ekkert nöldur og lítið nag. Ytri áhrif í sjálfu sér er ekki mikið meira um ytri áhrifin að segja en komið er fram nú þegar. Samt má árétta þann veikleika sem Adonis bar með sér í rann Vogarinnar og kemur fram þegar ákveða skal um erfiða hluti, þá má snúa Voginni í hvaða átt sem er og ef ein- hver nær því tangarhaldi á henni er Vogin í vondum málum. Annar veikleiki Vogarinnar er að einhver gengur hart að henni lætur hún undan og missir sjálf- stjórn. Þetta getur haft hinar verstu afleiðingar því Bakkus og félagar eru alltaf reiðubúnir að liðsinna og hjálpa til. Válynd veður fara einnig illa í Vogina sem og forheimskandi umræður eins og „há dú jú læk Æs- land?“ Sumar, haust og vetur 1999 Það sem eftir lifir árs munu Vogir berjast við að ná tökum á fjármálum sín- um og efnahag sem hingað til hefur verið veiki hlekkur- inn í annars gleðiríku lífi þeirra og oftlega skyggt á gleðistundirnar. Þá lítur út fyrir að eigingjarnar kröfur á veraldlega hluti þynnist út á komandi ári. Það krefst aga að ná og halda jafnvægi á vogarstönginni en takist það verða draum- sýnir að veruleika og hugmyndir ná lendingu til að blómstra. Þetta fær- ir Voginni aukið frelsi sem ýtir undir sjálfið og viljann. Þessi aukna meðvit- und skilar sér víða í lífi Vogarinnar. í ástarlífinu verður hún ábyrgari og ákveðnari svo slæ- leg sambönd leysast upp en hin sem hafa einhvern fastan grunn munu tekin alvarlega. Þekktar persónur fara að þvælast á vegi Vogarinnar, henni til furðu og ánægju. I vinnunni kemur í ljós hversu frábær stjórnandi Vogin er og samkvæmislífið nær nýj- um hæðum. Frá veturnótt- um og fram að stundinni stóru á gamlárskvöld er Vogin á stöðugri uppleið, fólk hrífst af henni fyrir geislandi framkomu, greind og hnyttin tilsvör sem Vogin má þó ígrunda áður en sögð eru svo þau verði ekki mis- skilin. Á heildina litið verð- ur leið hennar gulli slegin og nýrri öld mun Vogin mæta með „Broadway" brosi. Samantekt Ég hef hér að framan reynt að draga upp mynd af dæmigerðri Vog sem í reynd er þrjár persónur. Því hef ég haldið mig við kjarna henn- ar, vogarstöngina miðja, og unnið út frá því. Frávikin birtast í einstaklingunum sjálfum, þeim sem hallar niður og hinum sem rísa upp. Þar við bætist fæðing- arstaður, uppeldi, aðrar plánetur og önnur þau tákn og merkingar sem vegin eru og metin á Vogarskálinni. 56 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.