Vikan


Vikan - 12.10.1999, Blaðsíða 12

Vikan - 12.10.1999, Blaðsíða 12
þá framferði sitt? „Það verður aldrei eitt ákveðið svar við því," segir Andrés. „Eitt af mörgum svörum er að ofbeldi er oft tengt áfengi eða vímuefna- notkun. Menn hafa tengt þetta við að hafa sjálfir alist upp við ofbeldi. Síðan er þetta oft talin birtingarmynd feðraveldisins, þ.e. valdatog- streita kynjanna. Við kaup- um enga þessara skýringa al- veg. Við teljum að þetta sé fyrst og síðast skortur á hæfni til að bregðast við ákveðnum kringumstæðum. " „Vissulega er það rétt að áfengi styttir oft þetta ferli. Það virkar þannig á tauga- kerfið að það losar um þess- ar venjulegu hömlur sem við höfum á okkur dags dag- lega," útskýrir Einar Gylfi. „Við teljum að það sé frekar þannig að menn sem hafa tilhneigingu til að taka svona á málunum geri það gjarnan undir áhrifum áfengis. Við vitum að menn hafa farið í meðferð og hætt að drekka en það hefur ekki endilega stöðvað ofbeldið. Sannarlega er það líka rétt að hluti þeirra sem beita of- beldi hafa verið beittir of- beldi í bernsku en 90% af þeim sem hafa verið beittir ofbeldi í æsku beita því ekki sjálfir. Nú og þetta með feðraveldið, vafalaust er það mikilvæg pólitísk skýring á því hvers vegna ofbeldi karla er svo alvarlegt en hins vegar finnst okkur það eiginlega ekki nothæft sem meðferðartæki. Hvernig á að segja við karlmann: „Þú beitir ofbeldi af því að þú ert þú." Þannig að okkur þykir vænlegra að taka á þessu með sálfræðilegum aðferðum og segja við ein- staklinginn: „Þú beitir of- beldi, þú ert ábyrgur fyrir þinni hegðun og þú getur breytt henni." Þessir menn hafa margreynt að hætta Vitið þið eitthvað um ár- angur meðferðarinnar sem þið veitið? Hversu varanleg- ur er bati þessara manna? „Samkvæmt þeim rann- sóknum sem við höfum að- gang að, aðallega frá Noregi en einnig frá Svíþjóð, þá virðist þetta skila 60-80% árangri," segir Andrés. „Þessar tölur eru miðaðar við þá sem ganga alla leið, ljúka meðferðinni. Okkar reynsla er auðvitað ekki marktæk hún er of stutt. Við miðum helst við hversu mik- ið hefur dregið úr ofbeldinu meðan á meðferð stendur. " „Stærsta spurningin er auðvitað sú hversu lengi endist þetta," Einar Gylfi. „Þess vegna er lögð svo mikil áhersla á að einstak- lingsbundið sé hversu lengi meðferðin varir og hvernig hún er. Við bjóðum í raun tvíþætta meðferð. Annars vegar hópmeðferð og hins vegar einstaklingsviðtöl." Stundum er á það bent að menn sem beita ofbeldi í einu sambandi þurfi ekki endilega að gera það í öðru. Þekkið þið slíkt og er það þá dæmi um að stundum og stundum ekki skapist þessar aðstæður sem þið töluðuð um að stuðluðu að því að of- beldi sé beitt? „Við þekkjum vissulega dæmi um hvort tveggja," Stærsta spurningin er auðvitað sú hversu lengi endist þetta. svarar Andrés. „En það þýðir ekki að það sé eitt- hvað í sambandinu sem verði til þess að ofbeldi sé beitt. Ofbeldisferli þessara manna er mismunandi langt. Sumir koma eftir eitt eða tvö tilvik meðan aðrir hafa áralanga sögu. Við höfum mjög opið aðgengi að með- stuðningur við að takast á við vandann. ferðinni, eina skilyrðið er að skilgreina sjálfan sig sem of- beldismann og vilja taka á því. Við viljum leggja áherslu á hversu gott okkur þykir frumkvæði þessara aðila sem standa að þessu með- ferðartilboði (þ.e. heilbrigð- is- og tryggingamálaráðu- neyti, félagsmálaráðuneyti, Karlanefnd Jafnréttisráðs og Rauði Kross íslands).'1 Það er einnig tæpast ann- að hægt en að dást að frum- kvæði þessara manna sem ákveða að fara í meðferð til að reyna að breyta lífi sínu. Einar Gylfi og Andrés taka undir það að það sé vissu- lega full ástæða til að taka ofan fyrir þeim sem ákveða að taka ábyrgð á lífi sínu því eins og þeir benda á gera það ekki allir. En ef ekki kæmi til þetta meðferðartil- boð sem er tveggja ára til- raunaverkefni ættu þessir menn mun erfiðara með að gera eitthvað í sínum mál- um. „Þessir menn hafa margoft lofað sjálfum sér að hætta ofbeldinu, nú býðst þeim stuðningur við að takast á við vandann, " segir Einar Gylfi. Og það verða að vera lokaorð þeirra fé- laga um þessa áhugaverðu leið til að takast á við of- beldi í samfélaginu og von- andi draga úr því. íí 12 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.