Vikan


Vikan - 12.10.1999, Blaðsíða 54

Vikan - 12.10.1999, Blaðsíða 54
L ífsrex nslus am Erfðam fíölskyldunni Eg man fyrst eftir mér þegar ég, lít- il stúlka, fór til afa og ömmu í veislur. Amma mín var mjög skemmtileg kona og hafði mjög gaman af að hafa margt fólk í kringum sig. Hún notaði hvert tækifæri sem gafst til að bjóða heim gestum og hafði mikið við. Það skorti ekk- ert á heimili þeirra afa og ömmu, afi var læknir og þau hjónin höfðu komist vel í álnir. Amma var mikill dugnaðar- forkur, hún saumaði og prjón- aði, hún vann með afa og gerði sultur og tók slátur eins og ekk- ert væri alla ævina. Þau bjuggu í litlu, steyptu einbýlishúsi og ég man enn eftir því hvað mér fannst gólfteppið í borð- stofunni fínt. Þetta teppi var keypt í útlöndum og var geysilega þykkt og fallegt og seinna komst ég að því að það hafði auk þess verið rándýrt. Upp um alla veggi voru myndir og málverk, það voru þung, vönduð húsgögn í stofu og borðstofu og alltaf var lagt á matarborðið með silfur- hnífapörum og útsaumuðum smádúkum. Að sjálfsögðu hugs- aði ég ekki mikið urn það hversu vel þetta heimili var búið, en ég vissi auðvitað innst inni að amma og afi voru rík. Ég man vel eftir þessum veislum, þá borðuðu allir sam- an, ég og foreldrar mínir, systir mömmu og bróðir og fjölskyld- ur þeirra beggja. Við krakkarn- ir vorum góðir vinir og það var mikið hlegið og leikið hjá afa og ömmu. Ég man aldrei eftir að skugga hafi borið á vináttu þeirra systkinanna heldur. Mamma og systir hennar voru að vísu ekkert nánar, enda var mikill aldursmunur á þeim, en þær töluðust alltaf við í síma og spjölluðu mikið þegar þær hitt- ust. Bróðir þeirra var næstum jafngamall mömmu og þau voru miklu nær hvort öðru. Öll voru þessi systkini mjög vel haldin í einu og öllu. Pabbi minn var skipstjóri og hafði það nokkuð gott og mamma var heimavinnandi með okkur systkinin. Bróðir mömmu var læknir eins og afi og tvígiftur. Hann átti tvö börn af fyrra hjónabandi og þau komu alltaf til afa og ömmu líka. Seinni konan hans var miklu yngri en hann og starfaði sem kennari, þau voru mjög vel stödd og virt- ust njóta alls sem hægt var að hugsa sér þótt þau ynnu að vísu mjög mikið. Þau voru barnlaus. Systir mömmu, sem var yngri en hún, var hjúkrunarkona, gift heildsala og átti tvö börn. Hún var ein af þessum konum sem gat leyft sér allt sem hún vildi, hvenær sem var, því einhverra hluta vegna voru krakkarnir hennar mjög mikið hjá afa og ömmu, kannski var það vegna þess að hún hafði byrjað bú- skap heima hjá foreldrum sín- um og eignast bæði börnin þar. Afi minn dó á undan ömmu. Hann var orðinn fjörgamall og sofnaði bara eitt kvöldið og vaknaði ekki aftur. Afi var okk- ur öllum harmdauði, en andlát hans olli þó ekki neinu tilfinn- ingaróti. Amma bar sig vel, hún hélt áfram að vera jafn dugleg og alltaf vorum við jafn vel- komin til hennar. Veisluhöldunum fækkaði þó við dauða afa og fljótlega komst sú hefð á að við vorum alltaf boðin þangað í mat á páskadag, afmælisdag ömrnu og jóladag. Þannig liðu árin og allt gekk sinn vanagang þangað til átta árum síðar, þegar amma mín veiktist. Amma þurfti á talsvert mik- illi aðhlynningu að halda í veik- indum sínum og hún fékk hana. Það var ekki skortur á fagfólki til að annast hana, en tíma- skorturinn var meiri. Ég vissi vel að þau systkinin lögðu öll talsvert mikið á sig til að hjálpa henni og hjúkra þannig að hún gæti verið heima sem lengst. Mamma mín var heimavinnandi og sinnti ömmu langmest þennan tíma. Hún var nánast alla daga hjá ömmu, þvoði af henni, þreif heimilið og sinnti innkaupum. Ég var bara unglingur þegar þetta var, en ég geri mér samt fulla grein fyrir því að þótt mér hafi fund- ist mamma eyða öllum stundum í að sinna ömmu þá hljóta hin systkinin að hafa eytt miklu af sínum tíma til þess líka. Amma var lögð inn á sjúkra- hús um vor og nokkrum vikum síðar dó hún úr krabbameini. Hún var lögð til hinstu hvílu viku seinna og við allan undir- búning jarðarfararinnar og erfi- drykkjunnar unnu þau systkinin saman eins og eitt. Það var mik- ið grátið í jarðarförinni hennar ömmu og það var grátbólgin og bljúg fjölskylda sem fylgdi henni síðasta spölinn. Allir föðmuðust og kysstust og ég man enn hvað mér þótti vænt um allan þennan hóp fólks sem þarna var saman kominn í sorg sinni. En þessi væntumþykja og samheldni stóð ekki lengi. Fljótlega eftir jarðarför ömmu heyrði ég að mamma var að tala við systur sína í símann og mér fannst anda köldu frá henni. Þær voru greinilega að reyna að koma sér saman um að hittast í húsinu hennar ömmu. Mamma var komin í tungumálanám í Háskólanum og sagði systur sinni að hún hefði líka ýmislegt að gera þótt henni fyndist það kannski ekki. Ég hafði aldrei heyrt mömmu tala svona fyrr. Samtalið endaði með að mamma sagðist ætla að hitta hana þar næsta laugardag. Á laugardagskvöldið byrjaði svo ballið fyrir alvöru. Þau systkinin höfðu hist í húsinu og þar var byrjað að fara í gegnum hluti gömlu hjónanna og skipta þeim á milli sín því húsið átti að fara í sölu. Það var greinilegt að þeim hafði orðið illilega sundurorða því mamma kom heim, rjóð og heit, og settist strax að pabba sem var í landi og lýsti fundinum fyrir honum. Hún sagði að amma hefði verið búin að lofa sér silfurhnífapör- unum eftir sinn dag fyrir alla hjálpina meðan hún var veik, en systur hennar hefði fundist sjálfsagt að þær skiptu þeim á milli sín. Hún sagði líka að bróðir hennar hefði viljað fá stórt málverk sem málað hefði verið af húsinu endur fyrir löngu, en systirin hafði líka vilj- að fá það þar sem hún hefði verið eina manneskjan sem hefði búið þar á fullorðinsárum. Þetta voru ekki einu ásteyt- Af orðum mömmu mátti skilja að þeim systkinunum hefði ekki komið saman um hvernig ætti að ráðstafa einum einasta hiut úr búi gömlu hjónanna. 54 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.