Vikan


Vikan - 12.10.1999, Blaðsíða 22

Vikan - 12.10.1999, Blaðsíða 22
Enskt orðatiltæki hljómar eitthvað á þá leið að öli veröldin elski þann ástfangna. Það er nokkuð til í þessu því fólk sem er hamingju- samt smitar út frá sér gleði og ánægju hvar sem það fer. Sömuleíðis er það vel þekkt að al- mennt dregst fólk frek- ar að glaðlyndu fólki og kátu en hinum sem ganga um með fýlusvip á andlitinu. Hamingja þess og gleði dregur aðra að þeim eins og segull járn. Við þekkj- um það flest að þegar erfiðleikar berja að dyr- um í lífinu og við erum að sligast undan þunga hversdagslífsins að ákveðinn hluti vina- hópsins forðast að hafa samband. Við vitum svo sem sjálf að fólk sem varla getur talað um annað en eig- in vandamál og vanlíðan verður ákaflega þreytandi til lengdar og það er yfirleitt sama hversu vænt okkur þykir um það, á endanum brestur okkur þolinmæði til að hlusta á raunatölurnar. En hvað er hamingja? Flest- ir sálfræðingar sem hafa rannsakað og skrifað um efnið skilgreina hana sem al- menna vellíðunartilfinningu. Ekki sæluvímu heldur ein- faldlega ánægju með líf sitt og hæfileikann til að njóta þess. Svo virðist þó að fólk sé mismunandi innréttað að þessu leyti. Sumir eru fæddir með ákveðna gáfu sem gerir þeim kleift að finna til meiri vellíðunar og ánægju sama hvaða lífið leggur á þá. Þótt þeim líði illa um tíma og allt fari úr skorðum falla þeir fljótlega aftur inn í sitt venjulega þægilega mynstur. Aðrir eru einfaldlega þannig að komi eitthvað upp á fest- ast þeir í fari sjálfsvorkunn- ar og vanlíðunar og þurfa oft á hjálp að halda til að ná sér á strik á ný. Sálfræðingar segja að hamingja sé eitthvað sem menn geti tileinkað sér og með jákvæðara hugarfari geti fólk orðið ánægðara með lífið og glaðara. Með því að breyta hegðun þinni til samræmis við eftirfarandi ráðleggingar getur þú létt þér lífið umtalsvert. • Brostu. Um leið og þú opnar augun á morgnana brostu þá framan í þann heim sem blasir við þér. Þýskur sálfræðingur Fritz Strack sýndi fram á að ef menn héldu á blý- anti milli tannanna sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.