Vikan


Vikan - 12.10.1999, Blaðsíða 4

Vikan - 12.10.1999, Blaðsíða 4
og önnur fegurð las óhugnanlega grein í amerísku blaði um dag- I '■ . inn. Hún var um unglingstúlkur og lýtalœkning- ar. Þessi grein var m.a. byggð á könnunum sem m j gerðar höfðu verið í bandarískum framhaldsskól- ...,,*Æ um í nokkrum borgum og viðtölum við stúlkur sem annað hvort biðu eftir slíkum aðgerðum eða höfðu þegar farið í þœr. Þarna koma m.a. fram að hvorki meira né minna en nœrri 30% allra stúlkna í Hollywood, átján ára og yngri, höfðu farið í ein- hvers konar fegrunaraðgerðir. Þessar aðgerðir voru að vísu mjög misjafnlega alvarlegar, allt frá því að laga litstœð eyru eða rétta bogið nefupp ífitusog á maga, rassi og lœrum og sílikónaðgerðir á brjóstum og vörum. Hlutfallið var að vísu lœgra í öðrum borgum, en eflitið var til þess hversu hátt prósentuhlutfall stúlkna á þessum aldri vildifara í slíkar aðgerðir hefðu þœrfé til þess var mun- urinn sáralítill. Meira en helmingur stúlknanna svaraði að þœr myndu fara í slíkar aðgerðir hefðu þœr tœkifœri til þess! Persónulega finnst mér þetta vœgast sagt dapurlegar fréttir. Hugsið ykkur allar þessar heil- brigðu, hraustu og vel sköpuðu, ungu konur sem ganga um hundóánœgðar með sjálfar sig og tilbúnar að leggja ístórar (jafnvel hættulegar) og dýrar aðgerðir til að breyta útliti sínu til að þóknast einhverju eða einhverjum. Hvern- ig skyldi útkoman hafa orðið ef konurnar í könnuninni hefðu verið komnar yfir fertugt og ýmis einkenni aukins þroska og hœkkandi aldurs farin að sjást? Hefðu tölurnar orðið enn hœrri þá, eða skyldi þroski kvennanna hafa opnað augu einhverra þeirra fyrir því að fegurð er ekki eingöngu það sem sést utaná fólki? Ég veit það ekki. En hitt veit ég, að þessi könnun og viðhorf stúlknanna er til marks um skelfilega firringu; harðnandi sam- keppni í lífinu, fordóma og skelfilega rangt mat áfólki og lífs- gœðum. Ein stúlknanna sagðist t.d. hafa orðið að fara í brjóstastœkkun vegna þess að hún vœri ekki mikill námsmaður. Hana langaði að reyna fyrir sér á fasteignasölumarkaði og hún þóttist vissi um að komast ekki langt með einkunnirnar einar í farteskinu. Önnur viðurkenndi að hafafarið í fitusog og augnstœkkun til að eiga meiri möguleika á að ná í "vel stœðan" eiginmann. Móðir einnar stúlkunnar var fyrrverandi Ijósmyndafyrirsœta hjá stórum verð- lista og hafði gefið dóttur sinni nefminnkun og varaþykkingu í fermingargjöf til að auka möguleika hennar á þessum markaði. Mér var brugðið eftir þennan lestur. Hvað er verið að gera ung- um konum? Hvers vegna hefur heimsmyndþeirra verið skekkt svo að þœr eygja enga möguleika í lífinu nema þœr falli inn í til- búna fegurðarímynd? Vonandi tekst okkur að halda firringunni frá íslenskum stúlkum, vonandi geta þœrfengið að lifa lífi sínu sáttar við líkama sinn og sál. Sem beturfer er smekkur fólks ekki einhlýtur og þarfekki að leita lengra en í grein á bls. 10 til að sjá það. Við erum sem betur fer ekki allar eins og á bls. 24 er hœgt að gera ofurlitla könnun á því hvaða líkamsgerð hver kona hefur. En það er ekki eina efnið í Vikunni sem fœrir okkur heim kvenna, því hún er bókstaflega full afefni sem ekki bara konur á öllum aldri, heldur einnig karlar, hafa bœði gagn og gaman afað lesa. Og því segi ég enn og aftur: Njóttu Vikunnar! Jóhanna Harðardóttir Steingerður Hrund Margrét V. Ingunn B. Anna B. Guðmundur Steinars- Hauksdóttir Helgadóttir Sigurjóns- Þorsteins- Ragnar dóttir blaðamaður blaðamaður dóttir dóttir Steingrímsson blaéamaður auglýsinga- auglýsinga- Grafískur stjóri stjóri hönnuður Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Útgefandi Fróði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðal- ritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjórafulltrúi Jóhanna Harðardóttir Simi: 515 5582 Vikan@frodi.is Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Margrét V. Helgadóttir Auglýsingastjórar Kristín Guðmunds- dóttir og Anna B. Þorsteinsdóttir Vikanaugl@frodi.is Grafískur hönnuður Guðmundur Ragnar Stein- grímsson Verð í lausasölu Kr. 459,-. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti Kr. 344,-. Pr eintak . Ef greitt er með giróseðli Kr. 389,-. Pr. eintak. Litgreining og myndvinnsla Fróði Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Áskriftarsími: 515 5555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.