Vikan


Vikan - 12.10.1999, Blaðsíða 2

Vikan - 12.10.1999, Blaðsíða 2
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson Brúðhjónin sa a stolunum I hennar igurveig Birgisdóttir er ein þeirra sem útskrifast hafa af hönnunarbraut Iðnskólans í Hafnarfirði á undanförnum árum. Hönnunarbrautin er orðin velþekkt fyrir frumleika, vand- virkni og sköpunarkraft nemendanna en það er ekki hvað síst því að þakka að nemendur halda árlega sýningu á verkum sínum í Hafnarborg. Sigurveig átti hugmyndina að nemendasýningun- um og var ein þeirra sem skipulögðu fyrstu sýninguna. A þeirri sýningu sýndi hún stóla og borð sem hún vann þann vetur og stólarnir henn- ar voru kosnir bestu hlutir sýn- ingarinnar af áhorfendum. Sigur- veig er þriggja barna móðir og hafði um árabil fyrst og fremst sinnt heimilinu þegar hún hóf nám í Iðnskólanum. Hvernig stóð á því að hún valdi hönnunarbraut- ina? „Ég hef alltaf haft mik- inn áhuga á hönnun og listum og langaði að læra eitthvað tengt því," segir Sigurveig. „Þegar ég var að alast upp og velja mér framtíðarstarf þótti það einfaldlega ekki jafn sjálfsagt og nú að menn veldu að fara í listnám. Flestir sem það gerðu höfðu styrkan stuðning sinna nánustu. Ég valdi því frekar hag- nýtara nám og lauk prófi í tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Næstu árin lét ég mér nægja að stunda ýmis konar sköpun aðallega fyrir sjálfa mig og til að prýða heimilið. Fyrir nokkrum árum fór ég svo á námskeið í glerlist hjá Jónasi Braga glerlistamanni og þá fann ég hversu mikið mig langaði að læra þetta. Hönnunar- brautin varð svo fyrir valinu eftir að mér hafði verið sagt að hún væri einstaklega góður undirbúningur undir frekara nám í listhönnun." Stólarnir hennar vöktu ekki bara athygli sýningargesta í Hafnarborg heldur varð Kerta- stjakar og mylla eftir Sigurveigu. Plöturnar í spilinu eru úr hrein- dýrshorni. vei sem bruo- hjónastólar við brúðkaup vin- konu hennar. vinkona hennar heill- uð af stólunum 'tágf* og bað um að fá þá lánaða sem brúð- hjónastóla í brúðkaupi sínu. „Hún sá strax að stólarnir myndu prýða kirkjuna vegna þess hve hvítir og fallegir þeir eru og bök þeirra minna á englavængi, " heldur Sigur- veig áfram. „Ég sá hins vegar strax að þeir væru ekta brúðhjónastólar af annarri ástæðu. Fyrir athöfnina stillti ég þeim þannig upp að vængirnir vís- uðu í sitt hvora áttina en eftir at- höfnina snerum við stólunum og nú féllu vængirnir hver inn í annan til að tákna sameiningu brúðhjón- anna." Sigurveig hefur að undanförnu stund- að nám í glugga- útstillingum við Iðnskólann í Hafnarfirði og lýkur því námi í vor. Hún hefur mestan áhuga á að starfa að einhvers konar listhönn- un í framtíð- inni og þessi hug- mynda- ríka lista- kona hef- ur líka alla burði til þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.