Vikan


Vikan - 12.10.1999, Blaðsíða 28

Vikan - 12.10.1999, Blaðsíða 28
Éghef verið svipt framtiðandraumum minum Eg lá út af á skoð- unarbekknum í þægilega rökkv- uðu herbergi. Ekkert hljóð heyrðist en bæði ég og hjúkrun- arfræðingurinn sem renndi són- arskoðunartækinu eftir magan- um á mér störðum stíft á sjón- varpsskjáinn þar sem mynd af legi mínu birtist. Eg skildi mest lítið í þessum svörtu og hvítu rákum sem komu og fóru en engan hefði getað grunað hversu taugaspennt og hrædd ég var. Eg beið í ofvæni eftir úr- skurðinum sem kom að lokum. „Ég sé engin merki um hægri eggjastokk þinn en sá vinstri er til staðar og í honum er stórt æxli." Fyrir augum mér varð allt svart um stund. Það kom vissu- lega engum á óvart að í vinstri eggjastokknum var stórt æxli. Ég hafði örfáum mánuðum áður farið í aðgerð til að láta fjarlægja það. Ég vissi að það þýddi að nema þyrfti burt allan eggjastokkinn og sennilega ein- hvern hluta legsins líka. Það var áfall en huggun harmi gegn að ég átti að halda þeim hægri og mér hafði verið sagt að miklar líkur væru á að egg úr honum frjóvgaðist og ég ætti að geta gengið með barn þrátt fyrir að- gerðina. Nú var hins vegar komið í ljós að mistök höfðu átt sér stað og heilbrigði eggja- stokkurinn hafði verið numinn burt en hinn látinn vera. Þetta kom yfir okkur hjónin eins og þruma úr heiðskíru lofti og þýddi að margir af mínum framtíðardraumum myndu aldrei geta ræst. Ég og maður- inn minn áttum eina litla stúlku en höfðum ráðgert að eignast tvö börn til viðbótar. Við erum bæði miklar barnagælur og höfðum lengi undirbúið og lagt á ráðin fyrir fjölskylduna sem við ætluðum að eignast. Við vildum fara skynsamlegu leið- ina, ljúka námi, eignast húsnæði og koma okkur nokkuð vel fyr- ir áður en við færum að eignast börn. Þetta var einmitt það sem við gerðum. Við lukum bæði háskólanámi, komum okkur ágætlega fyrir í góðu raðhúsi og vorum bæði kornin í góðar stöður hvort í sfnu fagi þegar við ákváðum að eignast okkar fyrsta barn. Dóttir okkar fædd- ist skömmu síðar eftir erfiða meðgöngu og fæðingu þar sem mér var hjálpað síðasta spölinn með sogklukku. Við ákváðum að best væri að geyma frekari barneignir í 3-4 ár til að hjálpa mér að komast yfir áfallið. Mik- ið vildi ég að við hefðum einu sinni ekki farið skynsamlegu leiðina. Þegar ég fór í eftirskoðun eft- ir að dóttir mín fæddist þóttist læknirinn finna blöðru eða þykkildi í hægri eggjastokknum. Ég fór í ómskoðun og í ljós kom að lítil blaðra var á eggja- stokknum. Læknar voru þó al- mennt sammála um að hún væri góðkynja og ekki ástæða til að bregðast við. Blaðran myndi hugsanlega hverfa af sjálfu sér og því best að fylgjast náið með þróun mála næstu mánuði en ekki gera neitt vanhugsað. Ég var sammála þessu enda ung og hraust og varla á þeim buxun- um að neitt alvarlegt gæti verið að mér. Ég fór í skoðun með reglulegu millibili eftir þetta en þessi örlilla baun eða ber hvarf ekki. Dóttir mín var farin að vaxa úr grasi og var okkur foreldrun- um til mikillar ánægju. Mér gekk allt í haginn í starfi og við töldum okkur lukkunnar pamfíla. Maðurinn minn var farinn að ýja að því hvort mér þætti ekki komin tími til að huga að öðru barni þegar ég fór að finna fyrir verkjum í kviðar- holi. Mér fannst kviðurinn þan- inn og ég fann oft fyrir verkjum sem ég var sannfærð um að kæmu frá leginu. Ég fór því til læknis og hann varð var við stórt þykkildi í vinstra eggja- stokknum. Aftur var ég send í ómskoðun og nú kom í ljós að allstórt æxli hafði myndast í vinstri eggjastokki. Mér var sagt að eina ráðið væri skurðað- gerð þar sem gengið væri úr skugga um hvort æxlið væri ill- kynja eður ei. Sennilegt væri þó, miðað við stærð æxlisins og hversu hratt það hefði vaxið á stuttum tíma, að nema þyrfti brott eggjastokkinn, efsta hluta legsins og talsvert af vöðvavef þar í kring. Þetta voru hræðileg- ar fréttir. Við hjónin fórum heim og ræddum málin en vor- um bæði sammála um að best væri að ljúka þessu sem fyrst. Ég hafði verið hjá sama kven- sjúkdómalækni í mörg ár og hann sá um að panta fyrir mig aðgerðina og ganga frá öllum undirbúningi. Ég treysti þessum manni fullkomlega enda hafði hann alltaf reynst mér vel. Daginn sem aðgerðin var gerð vöknuðum við snemma. Ég man að það var sólskin og gott veður og mér þótti slæmt að geta ekki fengið mér morg- unverð með manninum mínum. Lyktin af ristuðu brauði var lokkandi en ég varð að vera fastandi. Hann keyrði mig upp á Kvennadeild og við kvödd- umst með kossi í dyrunum. Þeg- ar ég var vakin upp úr klukkan tvö þennan sama dag var mér sagt að aðgerðin hefði tekist með miklum ágætum og ég andaði léttar. Öll okkar vand- ræði voru að baki. Ég fór heim og um tíma gekk lífið sinn vanagang eða þar til ég fór að finna sömu verki og áður. Þetta kom mér alveg í opna skjöldu. Aðgerðin hafði að sögn lækna tekist afskaplega vel en ég var með alveg ná- kvæmlega sömu einkenni og fyrir hana. Ég fór og ræddi við minn lækni og hann skoðaði mig og kvað upp þann úrskurð að allt væri eðlilegt. Sennilega stöfuðu verkirnir af vefsálræn- um toga eða því að líkami minn hefði ekki alveg vanist að orsök verkjanna væri horfin. Þessu trúði ég einfaldlega ekki og ég fór til annars læknis. Sá skoðaði mig og kvaðst greinilega verða var við fyrir- ferð í kviðarholi og að hann Nú var hins vegar komið í Ijós að mistök höfðu átt sér stað og heilbrigði eggja- stokkurinn hafði verið numinn burt en hinn látinn vera. 28 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.