Vikan


Vikan - 12.10.1999, Blaðsíða 46

Vikan - 12.10.1999, Blaðsíða 46
Framhaldssaga lokið. Hann sagði að þú ætt- ir að drífa þig af stað, sagði frú Minstrell. Það er spáð stormi seinna í vikunni. Kaiser vissi að hann átti ekki annarrra kosta völ. Francesca treysti honum ekki og hann varð að fara án hennar. Hún stóð í dyrunum og horfði á hann. Þú ert að fara, sagði hún. Hann kinkaði kolli. Hvenær? Snemma í fyrramálið. Getur þú ekki beðið svolítið lengur? Hún var föl. Það er spáð slæmu veðri. Hún kinkaði kolli. Jæja þá. Hann lagði höndina undir hökuna á henni og neyddi hana til þess að horfa á sig. Francesca, sagði hann lágum rómi. Ég veit að þú vilt fara frá manninum þínum og ég veit að hann vill ekki leyfa þér það. Hann hótar því að ljóstra upp um eitthvað. Þetta er ekkert annað en kúgun. Hún starði á hann með hræðslu í augnaráðinu. Hvernig veist þú þetta? Ég heyrði til ykkar daginn sem ég hjálpaði krökkunum með máfinn. Heyrðu þau til okkar? Augu hennar voru full af tárum. Nei, sagði hann hiklaust. Þau heyrðu ekkert. Hún faldi andlitið í höndum sér. Guð minn góður, hvísl- aði hún. Ætlar þessari martröð aldrei að ljúka? Henni lýkur ef þú vilt leyfa mér að hjálpa þér. En hvers vegna? sagði hún örvæntingarfull. Hvers vegna ættir þú að flækja þér í þetta? Vegna þess að ég elska þig, sagði hann lágum rómi. Um leið og hann sagði þetta vissi hann að það var satt. Hann elskaði hana. Skilyrðislaust. Hún starði undrandi á hann. Hvernig getur þú elskað mig? Ég á ekki skilið að vera elskuð. Ég hef aldrei hitt nokkra konu sem verðskuldar það jafnmikið og þú, sagði hann ákveðinn. Mig langar til þess að hjálpa þér. Þú verð- ur að leyfa mér að hjálpa þér. Ég skal bíða eftir Hildy. Síðan fer ég með ykkur á einhvern öruggan stað. Hún brosti til hans og andlit hennar ljómaði. Ég hef ekk- ert að gefa, sagði hún. En ég mun aldrei gleyma þessari stundu. Hann fékk kökk í hálsinn. Hvernig hefur þú hugsað þér að koma börnunum héðan án þess að Julian uppgötvi það, spurði hann. Hún tók hönd hans og kyssti hana. Ég veit það ekki, hvíslaði hún, en mér dettur örugglega eitthvað í hug! Elise gat lesið öll orðin. Hún átti sjaldan í erfiðleikum með að lesa svo framarlega sem hún mundi eftir að taka lyfin sín. Ef hún gleymdi því lifnuðu orðin við og urðu að alls kyns hlutum og skýjum sem leystust upp og hurfu út í buskann. Christian sat við hliðina á henni. Hann hafði sagt henni að þetta væri uppá- haldssagan hans. Hún lauk við bókina og lokaði henni, ekki vegna þess að hún vissi að sögunni væri lokið heldur vegna þess að orðin á blað- síðunni voru ekki fleiri. Christian stóð á fætur. Þakka þér fyrir að lesa fyrir mig Elise, sagði hann. Nú verð ég að fara að sofa. Góða nótt, sagði hún. Góða nótt. Hann hikaði og kyssti svo Elise á kinnina, henni til mikillar skelfingar. Þakka þér líka fyrir að vera svona góð við mig, sagði hann og flýtti sér út. En Elise tók ekki eftir því. Hana sveið í kinnina þar sem varir hans höfðu snert hana og suðið í höfðinu á henni varð að ærandi há- vaða. Hún reyndi að ein- beita sér. Hún var búin að standa sig vel. Hún hafði verið ein með Christian, haldið í höndina á honum og lesið fyrir hann. Það var nauðsynlegt að öðlast traust hans. Hún stóð upp gekk að skrif- borðinu og leit á dagatalið. Hún hafði merkt við daginn sem von var á Julian til baka. Nú voru bara tveir dagar þangað til. Þetta yrði að gerast á morgun. Árla næsta morgun stóð Kaiser við gluggann og horfði yfir í garð Ferrare- hússins. Hann sá útidyrnar opnast og Christian koma út með Elise. Hann setti í brýrnar og virti þau fyrir sér ganga niður gamla strand- veginn. Hvað í ósköpum ..? tautaði hann. Það er best að athuga hvað hér er á seyði. Francesca opnaði dyrnar áður en hann bankaði. Komdu inn, hvíslaði hún. Ég er búin að hugsa og hugsa og ég held að ég sé búin að komast að niðurstöðu. Svo fölnaði hún upp. Þú hefur vonandi ekki skipt urn skoð- un? Nei. Hvert voru Christian og Elise að fara? Hún leit undrandi á hann. Christian? Hann er ekki vaknaður. Víst er hann vaknaður, sagði Kaiser. Ég sá hann fara út með Elise. Það getur ekki verið. Christ- ian! hrópaði hún. Elise! Enginn svaraði. Hún hljóp að dyrunum, reif þær upp og kallaði. Ekkert svar. Ég ætti ekki að vera hrædd, sagði hún. Elise myndi aldrei gera Christian mein. Hún horfði á Kaiser. Hvers vegna er ég þá svona hrædd? Hann greip um hönd hennar og þau hlupu í sömu átt og Elise og Christan höfðu horfið. Sjáðu! Christian hélt á lítilli skel í höndinni og Elise kinkaði kolli þó hún sæi varla hvað þetta var. Hún hélt hendinni í vasanum og þuklaði á beittum hnífnum. Hún sá hann nema staðar og og taka upp aðra skel. Sjáðu hvað þessi er falleg! hrópaði hann. Hún horfði á litlu höndina og greip utan um hnífinn. Christian beygði sig niður til þess að setja skelina í fötu. Nú, hugsaði hún og í höfði hennar hljómuðu gamal- kunnar raddir sem hrópuðu til hennar háum rómi: Núna! Gerðu það núna! Hún gekk nær litla strákn- um. Allt í einu leit hann upp eins og hún hefði kallað til hans. Hann leit á hana stór- um augum og hún reyndi að flýta sér áður en jörðin opn- aðist undir fótum hennar. Það var of seint. Hún hafði ekki einu sinni orku til þess að taka hnífinn úr vasanum. Um leið og hún datt sá hún Francescu kom hlaupandi í áttina til þeirra yfir sandhól- ana. 46 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.