Vikan


Vikan - 12.10.1999, Blaðsíða 19

Vikan - 12.10.1999, Blaðsíða 19
c) Móðir náttúra ræður því að mestu, ef það er mjög kalt úti hækkum við á ofninum. d) Rokið úti ræð- ur því eftir að maðurinn minn er búinn að opna gluggann upp á gátt. Við hvaða hljóð vaknar þú á morgn- ana? a) Fuglasöng. b) Annað hvort er það hljóð sem myndast við fimm bfla árekst- ur eða hroturnar í manninum mín- um. c) Hljóðið sem myndast þegar Morgunblaðið dettur inn um lúguna. d) Hljóðið í háværu vekjaraklukkunni hans sem hann stillir klukkutíma áður en við þurfum að vakna. Nefnið tvennt sem þið gerið i hjónarúminu (fyrir utan að sofa og æfa ykkur að búa til börn). a) Við tölum saman og lesum. b) Borðum og tölum í símann. C) Rífumst og þrætum. d) Horfum á sjónvarp og vídeó. í hvaða stellingum sofið þið? a) I örmum hvort annars. b) Við liggjum bæði á hlið við brún rúmsins og snúum bökum saman. c) Eg ligg í því litla plássi sem hann gefur mér eftir að hann breiðir úr sér. d) Þegar börnin eru komin upp í fer ég gjarnan til fóta en hann er kyrr á sínum stað með nóg pláss. Svaraðir þú a við öllum spurn- ingunum? Til hamingju. Þú ert örugglega sú manngerð sem býr um rúmið sitt á hverjum morgni eins og gert er á Hilton hóteli. Þú ert ein þeirra sem rífst örugglega aldrei við manninn sinn. Þú getur hætt að lesa núna. Hinar sem svöruðu öðrum liðum, haldið áfram með lesturinn. Sængin og hitastigið í herberginu. Það virðist ekki skipta neinu máli þótt fólk noti tvær sængur, upp koma vandamál. Konur eru með kalda fætur, alveg sama hversu góða sæng þær nota. Karlmenn verða að horfast í augu við þá staðreynd. Þeir sem gera það og eru svo elskulegir að hita tærnar á sinni heittelskuðu fá stóra stjörnu í kladdann. Hvað hitastigið í herberginu varð- ar þá er mjög gott ráð að fara bil beggja, t.d. með því að hafa opinn glugga en ofninn á eða loka gluggan- um og slökkva á ofninum. Hroturnar og hávaðinn Konur sem eiga erfitt með að sofna mega bara ekki eiga menn sem hrjóta. Mál- ið er ekkert flóknara en það. Vandinn er hins vegar sá að hroturnar aukast oft með aldrinum (og með kíló- unum). Ungi maðurinn sem þú valdir sem eiginmann á sínum tíma hraut ekki en í dag hrýtur hann svo um munar (í rauninni má flokka þetta á sama hátt og í öðrum viðskiptum „sem falinn galla"). Hvað er hægt að gera við hrotumanninn annað en að finna upp nýj- an hrotubana? Þú ert sjálf- sagt margoft búin að ýta við honum og biðja hann að leggjast á hliðina og það gengur ekki. Þú mátt samt ekki gefast upp á honum. Vertu dugleg að prófa að færa hann til og frá, láta hann liggja á maganum, á hliðinni eða koma upp kerfi þannig að þú getir sofnað á und- an honum. Nýlega kom á markað hér- lendis nýtt hrotulyf og því er um að gera að prófa það. Vekjaraklukkur geta líka valdið miklum deilum. Af hverju í ósköpun- um eru menn að stilla vekjaraklukk- una sína klukkustund áður en þeir þurfa að fara á fætur? Fyrir utan þá staðreynd að í fæstum tilfellum vakna þeir sjálfir, sem þýðir að þú vaknar, slekkur á klukkunni og pirrast í klukkustund á því að geta ekki sofnað aftur. I guðanna bænum stillið klukk- urnar á þann tíma sem þið ætlið sjálfir að vakna og treystið ykkur til að fara á fætur og slökkvið sjálfir! Rúmið er náttstaður Það er misjafnt hvað fólk tekur sér fyr- ir hendur í hjónarúminu. Er viðeigandi að bera mat og drykki inn í rúm eða fyllla það af pappírum? Sumir vilja lesa, aðrir horfa á sjónvarp og svo mætti lengi telja. Það er ágætt að setja sameiginlegar reglur um hvað má og hvað má ekki í hjónarúminu. Reglurnar þurfa að tryggja að fólk taki tillit hvort til ann- ars og að í rúminu sé friður til að sofa! Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.