Vikan


Vikan - 12.10.1999, Blaðsíða 30

Vikan - 12.10.1999, Blaðsíða 30
Texti: Vala Ósk Bergsveinsdóttir Allir foreldrar sín eiga Þó svo að foreldrar elski öll börnin sín jafnmikið eru líkur á að þeir sam- sami sig meira því barni sem er á sama stað í systkinaröðinni og þeir sjálfir. Það hefur áhrif á foreldrið hvort það er frumburður foreldra sinna, miðju- eða yngsta barnið í fjölskyldunni. Sem dæmi má nefna að sért þú „litla barnið" í fjölskyldunni nærðu að öllum líkindum bestum tengslum við yngsta barnið þitt en þú getur vissulega notað reynsl- una úr eigin bernsku til þess að hjálpa öllum börnunum þínum jafnt. Ef þú ert... ...frumburðurinn Nýbakaðir foreldrar búast líklegast við að fyrsta barnið sé farið að spretta úr spori á eins árs afmælisdeginum. Miklar líkur eru á að börn þessara foreldra beri sömu væntingar í brjósti til eigin barns. Ef þú hefur verið vön/van- ur að passa yngri systkini þín áttu auðveldara með að vera við stjórnvölinn. Þú sérð kannski elsta barnið þitt fyrir þér sem foringja en gefðu öllum börnunum tækifæri til að spreyta sig á foringjahlutverkinu. Leyfðu þeim að skiptast á um að ákveða hvert skuli fara í sunnudagsbíltúrnum. Spurðu þau öll álits og eyddu tíma með hverju og einu þeirra án nærveru hinna. Reyndu að forðast að ráða of mikið yfir börnunum - reyndu að standast freist- inguna að búa aftur um rúmið þeirra þegar þau eru nýbúin að því. Sálfræðingur- inn Kevin Leman, höfundur bókarinnar The New Birth Order Book, segir: „Gættu þess að vera ekki sú/sá sem vill alltaf bæta um betur." Svo lengi sem börnin leggja sig fram, þá skiptir ekki öllu máli þótt verkið sé ekki full- komlega af hendi leyst. ...miðbarnið Miðbörnin lærðu að semja um alla hluti þegar þau voru að alast upp og eru líklega í eðli sínu mjög opnar mann- eskjur. Miðbörnin í systkina- röðinni finna alltaf leið til að láta taka eftir sér. Þau skara til dæmis fram úr á tónlistarsviðinu þó svo að þau séu úr fjölskyldu íþróttaáhugafólks. Sem foreldri reynir þú að draga fram samskiptahæfi- leikana í börnunum og þú ert skilningsrík/ur þegar börnin þurfa á athygli að halda. Samt sem áður geta „miðjubörn" stundum orðið of eftirlát sem foreldrar. Samkvæmt sálfræðingnum Peter Sheras hrósa foreldrar sem sjálfir eru „miðjubörn" börnum sínum of mikið fyrir að sjá muninn á réttu og röngu. Það er í fínu lagi að spyrja börnin hvað þeim finnist þegar þau hafa brotið af sér en það ert þú sem verður að ákveða hvað skuli gera í málinu. ...litla barnið „Þeir sem eru yngstir í systkinahópi verða yfirleitt skemmtilegir og frjálslyndir foreldrar," segir Kevin Lem- an sálfræðingur. Þeir setjast á gólfið og leika sér með börnunum sínum og eru bestu vinir þeirra. Þeir eru líka skilningsríkir við þá sem minna mega sín - þegar yngsta barnið verður fyrir vonbrigðum vegna þess að það getur ekki hjólað án hjálpardekkja eins og eldri krakkarnir þá bendir for- eldrið á að málið snúist um aldur en ekki hæfileika. Hafi foreldrum þínum reynst erfitt að sleppa af þér takinu gætir þú átt í vand- ræðum með að hvetja börn- in þín til að verða sjálfstæð. „Láttu þau eyða tíma í burtu frá þér," segir doktor Sheras. „Leyfðu þeim að leika sér heima hjá vinum sínum. Láttu þau taka ábyrgð, jafnvel þótt það sé ekki nema á því að leggja á borðið. Það verður til þess að þeim veitist auðveldara að taka stjórnina seinna í líf- inu." ...einbirni Einbirni er yfirleitt vant að vera mikið með fullorðnu fólki svo því líður oft betur en vinum þess með fullorðn- um. Barnið lærir einnig að setja markið hátt vegna þess að það var miðpunktur væntinga foreldranna. Mörg einbirni hlakka til að eignast sjálf fleiri en eitt barn en þau eiga erfitt með að skilja hvers vegna systk- ini rífast, einmitt þegar reikna hefði mátt með að þau væru þakklát fyrir leik- félaga. í stað þess að segja við barnið þitt: „Eg var ekki svo heppin að eiga systkin" skaltu reyna að nýta þér reynsluna sem þú hefur öðl- ast við að þurfa að taka þátt 30 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.