Vikan


Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 56

Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 56
Sárin gróa en örin hverfa ekki Ég var bara tíu ára begar ég var í vist hjá systur minni og mági. Hún var flutt að heim- an í annað bæjarfélag og bess vegna burftí ég að búa hjá beím. Ég var alla tíð mjög hænd að bessari elstu syst- ur minni og oft var bað sagt að við værum mjög líkar. Það bötti mér bara gaman. Ég fér allt með beim hjénum á meðan ég bjö hjá beim og oft férum við í ferðalög. Þetta sumar gerðist ýmislegt sem átti eftir að móta líf mitt seinna meir. Kvöld nokkurt þegar ég var að passa barn- ið þeirra kom hann heim á undan henni. Ég hafði lagt mig og sofnað. Ég vaknaði við að hann var að klæða mig úr buxunum en ég lá bara kyrr. Ég held að ég hafi fengið hálfgert taugaáfall því ég gerði ekki neitt og þorði ekkert að segja nema já þegar hann sagði að þetta yrði að vera leyndarmál bara á milli mín og hans. Hann lauk sér af og sagði: „Jæja, við skulum bara fara að sofa." Ég stóð á fætur með bux- urnar á hælunum en ég var mjög bráðþroska og var á blæðingum. Ég dreif mig inn á bað og þvoði mér og þreif mig eins vel og ég gat. Því næst skreið ég upp í rúmið mitt og grét mig í svefn. Morguninn eftir voru rúm- fötin öll orðin blóðug og ég öll útötuð í blóði. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að bregðast við þessum ósköp- um. Satt best að segja grét ég yfir því að ég þyrfti á ein- hvern hátt að útskýra allt þetta blóð og ég vissi ekki hvernig ég ætti að fara að því. Reyndi að útiloka minninguna Systir mín kom inn í her- bergið mitt til að vitja um mig því henni var farið að lengja eftir mér. Ég var vön að vakna snemma og koma fram um leið. Ég sagði henni grátandi að ég gæti ekki staðið upp því það blæddi svo mikið. Hún tók mig í fangið og leiddi mig inn á bað þar sem ég gat þvegið mér á meðan hún tók af rúminu og hreinsaði það. Þennan dag leið mér hræðilega gagnvart systur minni og skömm mín og samviskubit yfir að geta ekki talað við hana um það sem maðurinn hennar hafði gert var mikil. Daginn eftir var eins og ég hefði dregið tjald yfir atburði kvöldsins örlagaríka. Mér tókst að úti- loka minninguna og láta sem þetta hefði ekki gerst. En þar með er ekki öll sag- an sögð því ég var áfram í vist hjá þeim þetta sumar og tvö næstu. Hann hélt sinni iðju áfram með eilífu káfi og þukli á brjóstunum á mér og þegar hann mögulega gat var hann kominn með krumluna á líkama minn. Ég skil það ekki vel sjálf en alltaf fór ég aftur í barnapíu- starfið og hafði aldrei upp- burði til að segja frá eða neita að fara. Síðan var það haust eitt þegar ég var orðin átján ára gömul að ég fór á sveitaball í nágrenni við staðinn þar sem systir mín og mágur bjuggu. Ég drakk vín þetta kvöld og var það í eitt af fyrstu skiptum sem ég gerði það. Ég kom ofurölvi heim til stóru systur og skreið upp í sófann í stofunni þar sem hún hafði búið um mig og Morguninn eftir uoru rúmfötin öll orðin bléðug og ég öll út- ötuð í blöði. sofnaði út af. Ég rankaði við mér ofan á sænginni enn fullklædd og meira að segja í skónum. Mágur minn stóð við endann á sófanum kviknakinn og sagði: „Uss! Þú ert svo falleg og lík syst- ur þinni." Feimin og hrædd við karlmenn Ég rauk á fætur og svaraði honum loksins og spurði hvort hann vildi að ég öskr- aði. Hann læddist þá í burtu. Ég var ringluð og sorg- mædd. Mér þótti óskaplega vænt um systur mína og þetta átti sér stað meðan hún og börnin hans sváfu í næstu herbergjum. Daginn eftir lét ég sem ekkert hefði í skorist og fór heim aftur til foreldra okkar án þess að segja neitt. Eftir þetta fór ég að drekka. Ég flutti að heiman og fór að vinna í verslun í Reykjavík. Ég drakk öll kvöld vikunnar og hef gert það frá því að ég var átján ára til dagsins í dag. Ég er ákaflega feimin gagnvart líkama mínum og forðast yfirleitt öll samskipti við hitt kynið. Þegar ég var orðin tuttugu og fjögurra ára og búin að eignast mitt fyrsta barn trúði ég vinkonu minni fyrir þessu eftir langvarandi drykkju og dóp- neyslu. Ég var mjög grát- gjörn og var yfirleitt alltaf að bresta í grát á fylleríum. Vinkona mín knúði mig til að tala. Hún sagðist vera farin að þekkja mig það vel að hún vissi að eitthvað mikið væri að hjá mér. Hún krafðist þess að ég segði henni allt eins og væri og það varð til þess að ég sagði frá þessum hluta æsku minn- ar. Hún pantaði fyrir mig viðtal við konu hjá Stíga- mótum. Þetta var alltof erfitt fyrir mig að fara þang- að svo ég bað konuna að koma heim til mín og hitta mig þar. Það gerði hún allan tímann sem viðtölin stóðu yfir. Ég vildi líka hafa vin- konu mína hjá mér þegar viðtölin fóru fram og hún gaf leyfi fyrir því. Það kom að því að ráð- gjafinn taldi réttast að ég segði systur minni allt af 56 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.