Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 30
skjóðunni
á mynd á forsíðu tímarits og
hugsaði með sér: „Þetta
gengur ekki. Ég verð að líta
vel út til að fólk taki mark á
mér." Love valdi ódýrasta
lýtalækninn sem hún fann.
Lýtalæknirinn var þekktur
fyrir að bæta útlit klám-
stjarna og nektardans-
meyja.
Nýtt nef - betri
brjóst
„Lýtaaðgerðin var það
besta sem hafði komið fyrir
mig" segir Love. „Að henni
lokinni varð líf mitt betra. í
hvert skipti sem ég var inn-
an um fólkfann ég að ég
var öruggari með mig og
fólktók mér betur. Allt í einu
var fólkfarið að hlustaá
mig og taka meira mark á
mér. Svona erþetta bara."
Love hefur farið í fleiri
lýtaaðgerðir. Hún lét laga
nefið meira og fór í brjósta-
stækkun eftir að hún eign-
aðist dóttur sína. „Brjóstin á
mér voru eins og pokar."
Love hefur ákveðnar
skoðanir á lýtaaðgerðum
eins og öllu öðru í lífinu.
„Það fólk sem leyfir sér
að fara í lýtaagerðir liggur
undirásökunum almenn-
ings. Fólk ásakar það fyrir
að breyta sjálfu sér, jafnvel
að afneita uppruna sínum.
Þú ert að svíkja, þú svíkur
þinn eigin uppruna með því
að fara í lýtaaðgerð. Fólk
segir óhikað við mig: Þú
fæddist ekki með svona fal-
legt nef! Auðvitað er það
gott mál ef fólk þarf ekki að
fara í slíkar aðgerðir en ef
fólki líður betur við það, þá
er það hið besta mál."
Þau Love og Cobain
eignuðust eina dóttur,
Frances, sem er 7 ára göm-
ul. Hún þykir sláandi líkföð-
ur sínum í útliti og móður-
innar til mikillar gleði erfði
hún nef föður síns. Þær
mæðgur er miklar vinkonur.
Kurt Cobain batt enda á
líf sitt þann 5. apríl 1994.
Courtney Love gekk í gegn-
um hræðilegt tímabil eftir
dauða eiginmanns síns.
Hún var ásökuð um að hafa
átt þátt í því að hann stytti
sér aldur, hún átti að hafa
ráðið morðingja til verksins
og dauði Cobain var hennar
leið á braut frægðarinnar.
Love fékk að heyra þetta
allt og meira til. Hún var
lengi að jafna sig. Dauði
hans var eitt af því fáa sem
hún hafði enga stjórn á í lífi
sínu. í dag reynir hún eftir
bestu getu að finna jafn-
vægi á milli tónlistar og
leiklistar. Hún vill helst geta
sinnt báðum listgreinunum.
Stöðnuð rokk-
stiörnuímynd
Love reynist erfitt að
losna undan rokkstjörnuí-
myndinni sem hefur alltaf
loðað við hana. Rokkaðdá-
endur vilja gjarnan yfirfæra
ímynd Cobain á hana.
Margir urðu gapandi hissa
þegar Love birtist á ósk-
arsverðlaunahátíðinni árið
1997 ÍVersace kjól með
slétt, slegiö ár.
„Það gilda engarfast-
mótaðar reglur um útlit
rokksöngkonu" segir Love,
„ Ég á alltaf að líta út og
haga mér eins og Kurt
Cobain, sem náði því ekki
að verða þroskaður maður
svo við vitum ekki hvernig
hann hefði orðið sem slíkur,
ekki satt? Fólk vissi ekki
hvernig hann var, þið hafið
ekki hugmynd um það. Við
vitum ekki hvernig líf hans
hefði orðið ef hann hefði
hætt í ruglinu og verið edrú
og laus við eiturlyfin." Love
er greinilega búin að fá
meira en nóg af saman-
Courtney Love fellur
ekki ínn í barbídúkku
stílinn í Hollywood.
Þrátt fyrir að að hata
reynt fyrir sér í tónlist
og leiklist í nokkur ár
varð nafn hennar ekki
bekkt fyrr en hún giftst
Kurt Cobain, söngvara
rökkhljómsveitarinnar
Nírvana. Lff hennar tók
kúvendingu árið 1994
hennar stytti sér aldur.
Ein og særð hóf hún
nýtt líf ásamt tveggja
ára dóttur sinni.
kærir hún sig alls ekki um
vera álitin puntudúkka.
hennar eru:
„Ég er ekki kona, ég er afl
náttúrunnar".
Uppreisnarseggurinn
fæddist þann 9. júlí 1964 í
San Francisco í Banda-
ríkjunum. Foreldrar hennar
eru þau Hank Harrison, rit-
höfundur og Linda Carroll,
sálfræðingur. Æskuárunum
eyddi hún í hippakommún-
um með foreldrum sínum
og flakkaði um heiminn,
stundaði meðal annars nám
í skólum í Evrópu og á Nýja
Sjálandi. Það er óhætt að
fullyrða að hún hafi fengið
frjálslegt uppeldi. Sagan
segir að 9 ára gömul hafi
Love horft á óskarsverð-
launaafhendinguna í sjón-
varp-
inu og
þarsá hún
Tatum O'Neal,
sem þá var tíu
ára, taka á móti verð-
launum. Næsta dag pakkaði
Love niður í tösku og lagði
af stað til Hollywood. Hún
var búin að gera upp hug
sinn varðandi framtíðina.
„Heimurinn sem við
búum í gerir þá kröfu að all-
ir þurfi að verða frægir.
Frægðin er sveipuð dýrðar-
Ijóma. Fólk er tilbúið að
leggja mikið á sig í von um
að verða frægt."
Courtney Love þekkir af
eigin raun hversu erfið
þrautarganga frægðarinnar
getur verið. „Ég hef alltaf
haft þá trú að ég geti allt ef
mig langar til þess. Ef mig
langar til að verða forseti þá
get ég orðið forseti."
Love hefur lifað skraut-
legu lífi, fullu af ævintýrum
og ófyrirsjáanlegum atburð-
um endaerhún kona sem
nýtur líðandi stundar. Love á
sér stóra drauma. Nýlega
gaf hljómsveit hennar út
plötu sem Love vonar að
seljist vel. Að sjálfsögðu vill
hún líka vinna til tónlistar-
verðlauna. Love hefur alltaf
verið dugleg að setja sér
markmið.
Þegar hún var að taka sín
fyrstu spor á framabrautinni
þurfti hún að taka margar
ákvarðanir. Ein þeirra
tengdist útlitinu.
„Ég var með stórt nef,
rétt eins og bræður mínir.
Vinir mínir sögðu að ég
skyldi láta laga á mér nefið
en ég sagði þá: Þegiði! Ég
ætla að verða fræg vegna
hæfileika minna. Ég ætlaði
ekki að breyta útliti mínu."
Þegar hjómsveitin var að
stíga fram á sjónarsviðið
árið 1990, sá Love sjálfa sig
Samantekt: Margrét V. Helgadóttir