Vikan


Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 47

Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 47
sem þær voru afbrýðisamar út í fegurð hennar. Nei, það myndi ekkert koma fyrir Hermione, fullvissaði her- toginn sig um, en hann sjálf- ur kæmi til með að greiða þetta ævintýri háu verði. Hann fengi lífstíðardóm. Eftir að hafa fullvissað sig um að enginn sæi til hans yf- irgaf hann kirkjuna og gekk rösklega heim á leið. Hann velti því fyrir sér hvernig hann ætti að verja kvöldinu. Áður en allt þetta gerðist var hann búinn að ákveða að borða með Hermione og vera hjá henni síðustu nótt- ina áður en eiginmaður hennar kæmi aftur frá París. Hann velti því fyrir sér hvort hann ætti að fara í klúbbinn eða bjóða nokkrum vinum sínum í mat. En það var líklega ekki góð hugmynd. Þeir myndu eflaust furða sig á að hann væri ekki hjá Hermione. Hann hafði aldrei hugsað út í það áður en nú var hann þess fullviss að ritarinn væri ekki sá eini sem hefði fylgst með þeim. Fjandinn hafi það! hugs- aði hann með sér. Af hverju getur maður ekki fengið að hafa sitt einkalíf í friði? Hann rétti þjóninum hatt sinn og þjónninn sagði hon- um að móðir hans vildi tala við hann. Hertoginn vissi að hann myndi finna móður sína í stofunni þar sem hún var vön að fá sér te um þetta leyti dags. Hann gekk upp stigann og kom að henni, eins og hann hafði búist við, þar sem hún sat við glugg- ann og naut sólarinnar. Honum til mikils léttis var hún ein. Þarna kemur þú, minn kæri, sagði hún glaðlega. Nú ætla ég að gefa þér tebolla og svo ætla ég að segja þér áform mín fyrir kvöldið. Fyrir kvöldið? hváði hann. Þér hefur örugglega ekki dottið neitt betra í hug en að bjóða nokkrum vinum þín- um í mat, sagði hertogaynj- an. En ég hef annað í huga. Ég ætla að panta miða í Drury Lane leikhúsið. Það gæti farið svo að við misst- um af fyrsta þættinum af sýningunni, sem ég hef heyrt að sé mjög góð, en ég er viss um að það kemur ekki að sök. Það var stríðnisglampi í augum móður hans. Hertog- inn gerði sér fullkomlega grein fyrir því að hún ætlaði sér að sjá til þess að fólk tæki eftir honum þetta kvöldið. Marsden, eða hver sem hafði njósnað um þau, gæti ekki sett í skýrslu sína til hertogans af Wellington að hann hefði verið með Hermione þetta kvöldið. Því næst, hélt hertogaynj- an áfram, hef ég lofað því að við lítum við í móttöku í Aspley House. Þér finnst það eflaust ekki spennandi, en forsætisráðherrann verð- ur þar og auðvitað fleiri frammámenn. Hertoginn gat ekki varist hlátri. O, mamma, þú ert engri lík! sagði hann. Ég geri ráð fyrir því að ég eigi að vera þakklátur og feginn en eins og er langar mig mest til þess að slá einhvern utan undir, helst sjálfan mig, vegna þess að ég hef hagað mér eins og fífl! Hertogaynjan þaggaði niður í honum. Okkur verð- ur öllum á að gera mistök, drengur minn, sagði hún. Það mikilvægasta er að gæta þess að endurtaka þau ekki. ^«in Herzog °«y' Body 1% Wiu« Fniii Acidk (,*y' Corps 1% ''■AddcsdeFniits Karin Herzog útsölustaðir Fjarðarkaupsapótek Háaleitisapótek Hagkaup Kringlunni Hagkaup Smáratorgi Hagkaup Skeifunni Apótekið Smáratorgi Apótekið Iðufelli Apótekið Smiðjuvegi Apótekið Spönginni, Grafarvogi ApótekiðSuðurströnd, Seltj.nesi Apótekið Mosfellsbæ Apótekið Nýkaupi Kringlunni Lyf og heilsa, Glæsibæ Lyf og heilsa, Kringlunni Lyf og heilsa, Melhaga Lyf og heilsa, Mjóddinni Lyf og heilsa, Hraunbergi Árbæjarapótek Hafnarfjarðarapótek Rimaapótek, Grafarvogi Laugarnesapótek Garðsapótek Hringbrautarapótek Laugavegsapótek Snyrtihöllin Garðatorgi Heilsa og fegurð, Síðumúla 34 Heilsudrekinn, Armúla 17a Sól og sæla, Fjarðargötu Hfj. Fínar línur, Skúlagötu 10 World Class, Reykjavík Karin Herzog snyrtistofan býður upp á frábærar snyrtistofumeðferðir þar sem enn virkari efni frá Karin Herzog eru notuð. Upplýsingar og tímapantanir í síma 698-0799 Landsbyggðin: Hagkaup Akureyri Lyf og heilsa, Akureyri Apótekið Keflavík Lyfja Grindavík Akranessapótek Borgarnessapótek Apótek Ólafsvíkur Apótek Vestmannaeyja Lyf og heilsa, Hveragerði Lyf og heilsa, Þorlákshöfn Lyf og heilsa, Selfossi Apótek Blönduóss Sauðárkróksapótek Húsavíkurapótek Nesapótek, Neskaupstað Egilstaðaapótek Eskifjarðarapótek Hjá Eygló, Fáskrúðsfirði Kari n Herzog SWITZERLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.