Vikan


Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 63

Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 63
BRITISH ACADEMY AWARD NOMINATIONS INCLUDING BEST PICTURE Mrin íki. Ciim: Biumu líl.CTIIlA Jl'l IIIU lAlllllM MiI.hh.uii J'il. ll(IIIUIIIK> Fiiutin/í your run bo n oirri rmce LiTTLE VOÍCE .... kvikmyndinni Little VOÍCe sem kom útá myndbandi nú í haust. Myndin hlaut mjög góða dóma hjá gagnrýnendum og hefur fengið margvíslegar viöurkenningar. Myndin fjallar um afarfeimna unga konu sem getur vart tjáð sig nema með þeirri aðferð að syngja eins og ýmsar þekktar söngkonur, t.d. Marilyn Monroe og Judy Gar- land. Hún býr með móður sinni sem hefur al- gjört vald yfir henni, vegna þess hve óframfær- in og feimin stúlkan er. Þegar móðirin kemur með enn einn kærastann inn á heimilið (Mich- ael Caine) fara hlutirnir að breytast. ... 75 ára afmæli Rauða Kross Islands sem haldið verður hátíðlegt í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 11. desember og hefst klukkan 10 að morgni. Afmælishátíðin mun standa yfir allan daginn og verða þar ýmsar uppá- komur. Meðal annars koma fram ýmsir tónlistar- menn og „tombólubörnin", sem hafa ötullega styrkt Rauða Krossinn, verða heiðruð fyrir starf sitt. Almenningur er hvattur til þess að líta inn í Ráðhúsið, þiggja veitingar og komast í jólaskap. Spá Vikunnar Hrúturinn 21. mars - 20. apríl í gær fórVenus inn í Sporðdreka- merkið og það yljar þér um hjartaræt- urnar. Þú lifnar allur við og verður ákafur og heitur í sambandi þínu við ástmögurinn. Tilfinningarnar efl- ast og sambandið dýpkar þótt þú sért ekkert endi- lega á leið upp að altarinu. Hins vegar getur þessi funi leitt af sér ferð til framandi lands þar sem sami hiti er í lofti, láði og legi. Nautið 21.apríl-21.maí Þú ert sérlega næmur þessa dagana og finnur þér fróun í því að skoða ofan í kjölinn á málum og fara ítarlega í saumana á þeim. Þessi „hnýsni" leiðirtil þess að þú dettur óvart ofan á vitneskju sem snertir þig. Málið snýst þá um hvernig þú bregst við þessari óvæntu vit- neskju og hvernig þú vinnur úr henni svo farsældin tróni efst. C'ÆsáJ Tuíhurinn 22. maí - 21. júní Neistarnir gneista undan hælum Venusar þegar hún tjúttar í Sporð- drekanum og kveikir í þér að gera skurk í sam- bandsmálum þínum. Þú ákveður að annað hvort sértu í þessu sambandi af heilum hug eða ekki, ekkert hálfkák. Hvora leiðina sem þú velur, þá krefst hún átaka og fórna. Krabbinn 22. júní - 23. júlí Þetta er og verður mánuður tilfinn- inga hjá Krabbanum. Þar á Venus sinn þátt en einnig eðlislegt næmi Krabbans fyrir því hlýja, Ijúfa og góða í tilverunni eins og jólum. Viö bætist þörf hans að gera sér glaðan dag og njóta lífsins. Desember verður því heitur, nánast glóandi en samt ættu jólin ekki að verða rauð. Ljónið 24. júlí - 23. ágúst Venus tekur Ljónið með sér í tangó á baki Sporðdrekans svo það iðar allt af heitum kenndum og roðagulum lit slær á feld þess þegar það fer í limbó. Þessi funadans kyndir vel undir kötlum Ljónsins, sem nýtur góðs af, bæði i viðskiptum og ástum. Meyjan W 24. ágúst - 23. september Góð boðskipti eru undirstaða góðrar viku. Vertu með þitt á hreinu og svar- aðu skilaboðum hvort sem þau eru símleiðis, á net- inu, í pósti eða á ísskápnum. Þá er einnig mikil- vægt að kunna listina að hlusta enda mun þér farn- ast vel alla vikuna og þú fiautar og syngur af vellíð- an. w Xmc Vogin 24. september - 23. október Vogin tekur toll af mánanum þessa viku sem skilar þér auknum krafti og elju til framkvæmda. Frá miðvikudegi og fram á sunnudagskvöld ertu hlaðinn orku svo þú ert sem hvítur stormsveipur í vinnunni og heima fyrir. Um níu leytið á sunnudagskvöld kemur Venus öilum að óvörum í heimsókn og hleður þig kynæsandi krafti. Sporðdrekinn 24. október - 22. nóvember Orkan sem umlykur þig í byrjun mán- aðarins er venju fremur sterk og hún virðist einbeita sér að sjálfinu og örygginu. Þessir góðu kraftar sem tunglið miðlar gefa þér færi á uppbyggingu eigin sjálfs þar sem kröftugur, sjálf- stæður, öruggur og jákvæður einstaklingur birtist undan skelplötunum. Bogamaðurinn 23. nóvember - 21. desember Þinn er mánuðurinn, mátturinn og dýrðin. Njóttu þess að vera til á þess- um viðburðarríku tímamótum og skoðaðu þá ólíku þætti í fari þínu sem gera þig einstakan. I þeirri skoðun finnur þú vel hversu ríkulega þú ert skreyttur hæfileikum til ásta og reynir nokkra þeirra með góðum árangri. Steingeitin 22. desember - 20. janúar Nú er rétti tíminn til að skoða heildar- myndina og sjá hvaða brotalamir á kerfinu má laga. Desember er einmitt rétti mánuð- urinn til að hreinsa allt skraut og óþarfa dinglum dangl af myndinni og komast að kjarnanum. Þar leynast nefnilega lausnirnar sem þú leitaðir í nóv- ember. Vatnsberinn 21.janúar- 19.febrúar Vatnsberinn er í vinahugleiðingum þrátt fyrir yfirbókaðan tíma og þefar eftir nýjum samböndum um leið og hann hringir í þá gömlu og fitjar upp á nýaldar stemmu. Þar sem Venus er einnig að þvælast um Vatnsberann gæti nuddið í vinina endað í ástarsambandi en þá eru góð ráð dýr, tíminn sem var svo naumur, þeysir nú á skeiði út í buskann. Fiskarnir 20. febrúar - 20. mars Athygiin beinist að starfsframa þínum og þér er í mun að vera vel til hafður, í gljáandi burstuðum skóm, stífpressuðum fötum og jafnvel með smá rauðleitan lokk í hárinu, þegar augun standa á þér. Þessu tengist ferð sem er í uppsiglingu en útkoma hennar ræðst af skipulagi þínu og árverkni. Amtsbókasafnið á Akureyri 03 59 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.