Vikan


Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 28

Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 28
Fortfð mín skapar vandræði Smá sumarskot á sólarströnd getur haft alvarlegar afleíðingar. Ég er ekki stolt af Huí að hafa gifst út- lendingi eftir stutt kynni og skílið við hann hremur árum seinna. llfleð honum eignaðist ég hins vegar tvö yndisleg börn sem ég er bakklát fyrir að eiga í dag. Núverandi tengdaforeldrar mínir geta hins vegar ekki samhykkt mig vegna fortíðar minnar. Eg var einungis átján ára þegar ég fór með vinkonu minni til að vinna á sólarströnd yfir sumar- mánuðina. Við vorum báðar í menntaskóla og fannst kjörið að fara utan til að kynnast landinu öðruvísi en sitjandi á sundlaugarbakk- anum. Ég kynntist þarlend- um manni og varð mjög ást- fangin. Ég fór ekki heim til íslands um haustið heldur fluttist inn á heimili unnusta míns. Vinkona mín var ekki alls kostar sátt við ákvörðun mína, hún reyndi að vara mig við því mynstri sem ég var að hoppa inn í en ég vildi ekki hlusta á hana. Það er óhætt að líkja lífi mínu við rússíbana á þessu tíma- bili, allt gerðist mjög hratt með tilheyrandi sveiflu. Ég varð fljótlega ófrísk og gekk með tvíbura. Unnust- inn var kaþólskur og því urðum við að gifta okkur þrátt fyrir að hvorugt okkar væri tilbúið til þess. Brúð- kaupið var fámennt og ég held að fáar brúðir hafi ver- ið jafn efins um ákvörðun sína og ég þennan ágæta dag. Ég eignaðist heilbrigð börn, strák og stelpu og við tóku ágætir dagar. Þegar við, ungu hjónin, kynntumst bet- ur kom í ljós að við áttum ekki sérlega vel saman. I rauninni vorum við bullandi óhamingjusöm þótt ég segði öllum heima frá því hversu frábært lífið væri í útlandinu og að ég væri að rifna úr hamingju. Ég hlýt að vera góð leikkona því yfirleitt kom ég grátandi úr síman- um eftir að vera búin að tala til íslands. Ég hugsaði oft sæl með ráðahaginn. í dag skil ég ekkert í þeim að hafa ekki reynt að koma vitinu fyrir mig en það er ekki víst að ég hefði hlustað á aðvör- unarorð þeirra á þessum tíma. Maðurinn minn drakk mikið, hann var týndur ann- an hvern dag og við bjugg- um í hræðilegri íbúð sem gat varla talist íbúðarhæf. Eftir tveggja ára baráttu ákvað ég að binda endi á þetta bull sem kallaðist hjónaband. Ég ætlaði heim til íslands með börnin með mér. Ég ræddi alvarlega við manninn minn og sagði hon- um hvernig mér liði. Hann „ Maðurinn minn drakk mikið, hann var týndur annan hvern dag og við bjuggum i hræðilegri íbúð sem getur varla talist íbúðarhæf. Eftir tveggja ára baráttu ákvað ég að binda endi á þetta bull sem kallaðist hjónaband." WKMtKKÉ■■■■ 28 Vikan með mér að ég hlyti að vera biluð að eignast börn á er- lendri grund, langt frá mínu fólki, á meðan vinkonur mínar voru að hefja sitt há- skólanám. En það er svo auðvelt að vera vitur eftir á. í huga mínum kalla ég þetta tímabil martröðina mína. Ég man að ég lá oft uppi í rúmi á kvöldin og hugsaði með mér að það væru einungis rúmlega tvö ár frá því ég var laus og lið- ug, ung stúlka á íslandi. For- eldrar mínir skiptu sér lílið af mér öðruvísi en að hafa reglulega samband og þau komu í heimsókn þegar ég gifti mig. Þau virtust vera al- ....—.— var mér sammála að mörgu leyti, sjálfur saknaði hann frelsisins en vildi helst ekki missa okkur. Hann viður- kenndi jafnframt að hafa haldið framhjá mér á rneðan ég var ófrísk. Eftir þá játn- ingu var ég fljót að pakka niður og ganga frá mínum málum í landinu. Einstæð og einmana Tveimur mánuðum síðar var ég flult til Islands, rúm- lega tvítug, fráskilin, einstæð móðir með tvö börn. For- eldrar mínir tóku mér opn- um örmum og ég bjó heima hjá þeim til að byrja með. Mér leið ömurlega, sjálfs- myndin var í rúst og ég upp- lifði mig eins og fanga í eig- in fangelsi. Foreldrar mínir létu mig bera ábyrgð á börn- unum mínum en voru öll af vilja gerð til að hjálpa mér. Smám saman breyttist líðan mín og líf mitt. Ég fékk góða vinnu og flutti í litla leiguíbúð skammt frá for- eldrum mínum. Mér sveið samt sárt að sjá vinkonur mínar frjálsar og engum háðar. Mér fannst ég hafa glatað unglingsárunum en á móti kom að ég þroskaðist hratt á stuttum tíma. Þegar við vinkonurnar hittumst var ég ósofin vegna barna- gráts og veikinda en þær vegna þátttöku í skemmt- analífinu. Vinkona mín sem fór upphaflega með mér út var akkerið mitt. Hún var alltaf tilbúin að passa fyrir mig, dró mig með sér í bíó eða gerði eitthvað skemmti- legt með mér. Eitt kvöldið dró hún frænda sinn með sér í heimsókn til mín. Þetta var myndarlegur ungur maður sem ég kunni strax mjög vel við. Smám saman fjölgaði heimsóknum frændans og vinkona mín var sífellt að stinga upp á því að við fær- um eitthvað tvö saman. Ástarsamband var það síðasta sem ég gat hugsað mér á þessurn tíma en það var áður en ég hitti þennan fallega frænda. Mér fannst ég eiga nóg með að halda utan um daglegt líf. Engu að síður féll ég fyrir frændanum og við byrjuðum að vera saman. Hann gjörþekkti að-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.