Vikan


Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 60

Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 60
1 FELLUR FYRIR RRKKURUM Söngpían NlCOle AQPlelon, sem er í stúlknasveitinni All Saints, er búin aö finna sér nýjan ástarpung. Hún var trú- lofuð rokkskrímslinu Robbie Williams en gafst endanlega upp á fíflaganginum í honum fyrir hálfu ári. Nú er hún aö slá sér upp með öörum rokkara - Gavin Rossdale, söngvara Bush. Þau hafa sést víða sam- an aö undanförnu. Gavin var kærasti Gwen Stefani, söng- konu No Doubt, en heimildir herma að þau hafi hætt sam- an síðastliðið sumar. Nicole er sögð í skýjunum yfir þessu nýjasambandi en gamli unnustinn er ekki kátur. Robbie og Gavin lenti saman baksviðs eftir tónleika í New York og skiptust á fúkyrðum. Minnstu munaði að kapparnir lentu í slags- málum en nærstaddir náðu að skilja þá að. BJARQAÐI LÍFI MINU írska söngkonan Sinead 0 Connor er kasólétt og á von á sér í byrjun nýrrar aldar. Sinead var vígð til prests síðastliðið vor en það var gert með því skilyrði að hún þyrfti ekki að vera skírlíf. Sinead er kaþólsk en trúarhópur- inn sem hún tilheyrir er þó ekki viðurkenndur af kaþólsku kirkjunni. Það var sérvitringurinn og trúarleiðtoginn Michael Cox sem fékk hana til liðs við sig en Vatíkanið vill ekki fá konur í prestsembættin. „Ég veit ekki hvað á að kalla hann nema hvað hann er ekki kaþólikki," segir talsmaður kaþólsku kirkjunnar í Dublin. Sinead segist þó eiga Cox mikið að þakka. „Ef ég hefði ekki orðið prestur þá væri ég dauð núna. Þessi maður bjargaði sálu minni," segir Sinead sem kann vel við sig í nýju hlut- verki. „Ég er eins og hin heilaga þrenning. Ég er móðir, söngkona og prestur." Sinead átvö börn frá fyrri sambönd- um, soninn Jake sem er 11 ára og dótturina Roisin sem er 3 ára. Hún lenti í harðri forræðisdeilu við pabba hennar, blaðamanninn John Waters, sem sakaði Sinead um að vanrækja stúlk- una. Þrátt fyrir vandræðin ákvað Sinead að halda sig við blaðamennina og á nú von á barni með öðrum írskum blaðasnáp, Neil Michael. HVARF SPORLAUST Superman-beibið Teri Hatcher hefur nær horfið af sjónarsviðinu síðan hætt var að framleiða Superman-þætt- ina Lois & Clark fyrir tveimur árum. Hatcher hefur einbeitt sér að uppeldi dótturinnar, Emerson Rose, sem er nýorðin tveggja ára, auk þess sem hún hefur verið að leika í söng- leiknum Cabaret. Hún fékk þó ekki góða dóma hjá gagn- rýnendum. Nú er hún aftur komin á stjá í Hollywood í leit að bitastæðum hlutverkum. Ef það gengur ekki upp þá gæti hún kannski sótt um sem klappstýra hjá einhverju ruðn- ingsliðinu. Hún varásínum yngri árum klappstýra hjá San Francisco 49ers og þótti bara nokkuð góð. BJREYTTUR LIFSSTILL Kynbomban Killl Basinger var eitt sinn ein mesta gleði- gellan í Hollywood. Nú er hún að verða 46 ára og fjölskyldan er í fyrirrúmi. Hún ergift leik- aranum Alec Baldwin og þau eiga fjögurra ára dóttur. Alec er að undirbúa stjórnmálaferil og Kim hefur breytt alveg um stíl. Nú er hún orðin fín frú sem heldur veislur fyrir áhrifa- mikla menn og hjónin hafa meira að segja haldið veislu fyrir Clinton forseta. En Kim á ýmislegt óhreint í pokahorninu sem hún vill ekki rifja upp. Fyrirtíu árum féll hún fyrir popparanum Prince. Þau voru saman í dópinu og hún flutti inn í kastala hans í Minnea- polis. „Ég vissi strax að það var ekki allt með felldu," segir eldri bróðir leikkonunnar, Mick. „Hún var svo hugfangin að það var engu líkara en hún hefði verið heilaþvegin." Mick segir að Kim hafi verið óseðj- andi þegar karlmenn voru annars vegar. „Kim hafði alltaf verið mjög frjálslynd en tíma- bilið sem hún var með Prince var það allra skrítnasta. Hún fjarlægðist fjölskylduna og for- eldrar okkar höfðu miklar áhyggjur." Á endanum fór stóri bróðir til Minneapolis og náði Kim úr klóm popparans. Skömmu síðar kynntist hún Baldwin og breytti um lífsstíl. Gamla brýnið KÍrK DOUglas er að vera 83 ára og hann er enn að. Nýjasta mynd hans heitir Diamonds en þar leikur hann á móti Playboy-kanín- unni Jenny McCarthy og gam- anleikaranum DanAykroyd. Bandarískir siðgæðisverðir voru ekki hrifnir af innihaldi myndarinnar og ákváðu að banna hana börnum. Atriði þar sem Douglas, sonur hans (Aykroyd), og sonarsonur hans (Corbin Allred) heimsækja hóruhús fór fyrir brjóstiðá siðapostulunum þráttfyrirað engin nekt væri í myndinni. Kirk gamli var ekki sáttur við bannið og segir að þetta sé áhugaverð mynd fyrir alla ald- urshópa um samband þriggja kynslóða. „Það er engin ástæða til þess að banna barnabörnum mínum að sjá Diamonds," segir gamli mað- urinn. „Þetta er gamanmynd og í henni er hvorki ofbeldi né nekt." EKKERT . FRAMHJAHALD Breski Shakespeare aðdáand- inn Kenneth Branagh hefur ekki verið mjög ánægður með þá fjölmiðlaumfjöllun sem hann hefur fengið undanfarið. Eftir að hann hætti með Hel- enu Bonham Carter fékk hann á baukinn í blöðunum. Branagh var sagður svo miður sín að hann hafi þurft að heimsækja heilsuhæli í Arizona til að ná sér aftur á strik. Auk þess var fullyrt að ástæðan fyrir sambandsslitun- um væri ástarsamband hans og Aliciu Silverstone, sem fyrr á árinu lék með Branagh í söngleiknum Love's Labor's Lost. „Þetta var sameiginleg ákvörðun okkar og það var enginn þriðji aðili í spilinu," segir Branagh. Breska blaðið Daily Mail birti afsökunar- beiðni en blaðið hafði komið gróusögunum af stað. Branagh segir líka að ástæðan fyrir heimsókninni á heilsu- hælið hafi verið eymsli í hálsi. 6. des.: Janine Turner (1962), Tom Hulce (1953), JoBeth Williams (1948) 7. des.: Nicole Appleton (1974), C. Thomas Howell (1966), Ellen Burstyn (1932) 8. des.: Sinead O'Connor (1966), Teri Hatcher (1964), Kim Basinger (1953) 9. des.: Joe Lando (1961), Donny Osmond (1957), John Malkovich (1953), Beau Bridges (1941), Kirk Douglas (1916), 10. des.: Nia Peeples (1961), Kenneth Branagh (1960), Susan Dey (1952) 11. des.:Teri Garr (1949), Donna Mills (1942)12. des.: Bridget Hall (1977), Jennifer Connelly (1970), Madchen Amick (1970), Sheree J. Wilson (1958).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.