Vikan


Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 40

Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 40
Það er orðið svolítið langt síðan þessi saga gerðist því ég var rétt að verða 15 ára. Við vinkonurnar fengum að fara í fyrsta skipti á bindindis- hátíð um verslunarmannahelgi. Við vorum ofsalega spenntar, við fengum að fara með systur minni sem var fjórum árum eldri og vinkonu hennar. Systir mín átti að bera ábyrgð á okkur yngri stelpunum, en við fengum þó að vera í sér tjaldi, ef tjald skyldi kalla, því þetta var gam- alt og hálfmyglað tjald og öruggiega frá því í stríð inu ef marka mátti út- litið. Við komumst heilu og höldnu á leiðarenda og það gekk sæmilega að tjalda þótt við fyndum reyndar hvergi sléttan flöt undir tjald- ið og það væri söðulbakað eins og göm- ul hryssa. Um kvöldið var svo farið á ball og við skemmtum okkur eins og herforingjar. Ég hafði að sjálf- sögðu ekki mikla reynslu í að umgangast hitt kynið á þessurn tíma, en ég hafði svo sannarlega áhuga og þarna á ballinu hitti ég strák sem var álíka spenntur að kanna lendur ástarinnar. Við höfðum auðvitað aldrei sést fyrr, hann var ósköp venjulegur unglingur, jafngamall mér, og greinilega ekkert reyndari í ástamálum. Við dönsuðum saman á trépallinum og þegar komu róleg lög myndaðist hann við að taka utan- um mig. Snertingin varð ekki mjög náin vegna ullar- peysanna og annars útilegu- búnaðar sem aðskildi okk- ur, en við vorum samt orðin rosa- lega skot- in um það leyti sem ballið var á enda. Pað var ekkert undarlegt þótt við hrifumst hvort af öðru því við áttum eitt sameiginlegt- við vorum bæði með spangir á tönnunum - ég var með klemm- ur á öllum framtönnum, en hann á tönnunum í efri gómi. Astin var orðin svo heit að ég laumaðist í burtu frá danspall- inum með honurn án þess að systir mín sæi og ég var alveg tilbúin að kynnast þessum glæsilega herramanni svolítið betur í einhverri lautinni. Við fundum okkur svolítið rjóður milli tveggja birkihríslna þar sem enginn gat komið okkur á óvart því við sáum alltaf þá fáu sem áttu leið hjá áður en þeir komu auga á okkur. Og þarna blossaði ástin upp og varð að stóru báli, og fyrr en varði var hún komin á það hátt stig að varir okkar mættust í heitum kossi. Sælustraumur fór um mig og mér fannst ég vera prinsessa í örmurn draumaprinsins og ég vonaði að þessi draumur tæki aldrei enda. Og mér varð að ósk minni. Að minnsta kosti Neyðarlegasta SendU OkkUr skemmtilega sögu úr lífi þínu, hún má vera 1 vélrituð síða, í léttum dúr og á að fjalla urn eitthvert minnisstætt atvik þar sem þú lentir í vanda. Við munum birta skemmtilegustu sögurnar og þeir sem fá sögur sínar birtar hljóta verðlaun sem eru ekki af verri endanum; Sheaffer Prelude sjáli'- blekung. Sheafferpennar eru gæðagripir (eins og sjá má hér annars staðar á síð- unni!) og Prelude línan er sú vin- sælasta um þessar mundir. Prelude sjálfblekungurinn er einmitt rétti penninn fyrir nútímafólk, hann er hannaður sem sjálf- blekungur og hægt er að draga upp í hann blek úr blek byttu, en einnig má nota blek- fyllingu ef það hentar eigandan um betur. Á Preludepennanum er stáloddur, húðaður með 23 karata gulli og hann er sérstaklega hannaður til að falla vel í hendi. Skrifaðu minninguna af neyðarieg asta atviki lífs þíns og sendu okkur hana. Við birtum sögurnar undir dul- nefni ef óskað er. Heimilisfang Vik- unnar er: Vikan, Seljavegi 2,121 Reykjavík. Hver veit nerna þú eignist merktan Sheaffer penna! S fannst mér það eftir á. En því miður snérist draum- urinn upp í martröð áður en ég loksins vaknaði af honum. Já, hvar var ég ... Jú, við kysstumst heitt og innilega og ég lagðist þéttar í fangið á hon- um. Allt í einu fann ég að ég var föst! Ég reyndi að sleppa vörum hans en það kom ekki að neinu gagni. Tannspangir okkar voru fastar saman! Við frusum bæði í þeirri stellingu sem við vorum og ástarbríminn rann af okkur á sekúndubroti. Nú upphófust sérkennilegar varfærnislegar æfingar sem rniðuðu allar að því að losa okkur. Við undum okkur og snérum og ég er viss um að þeir sem framhjá fóru hafa aldrei á ævinni séð æsilegri kossasenu á víðavangi. Við vorum staðin upp og farin að fikra okkur í áttina að sjúkratjaldinu þegar málið leystist á farsælan hátt og án teljandi tjóns af beggja hálfu. Það þarf vart að segja frá því að þessi ástarsena varð ekki lengri og ég lét þetta kelerí nægja þessa helgina. Dulnefni: Sigga flösend saga: I vioju Höfundurinn, Sigga, fær sendan glæsilegan merktan Sheaffer penna frá Andvara. ATH!: Munið að láta fullt nafn og símanúmer fylgja. 40 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.