Vikan - 14.12.1999, Page 2
Allt frá bví að Hilmlr Snær Guðnason
steig fyrst á svlð hefur hann att jstif-
urlegum vinsældum að fagna. Nyut-
skrifaður úr Leiklistarskola Islands
sló hann í gegn i Hárinu, einni uin-
sælustu leíksyningu selnni tima.
Siðan hefjir hann unnið hvem leik-
sigurinn a fætur oðrum. Undanfarnar
vikur hefur Hilmir Snær reynt fyrir
sér á nýium vettvangi. _______________
Hann tok að sér hlutuerk
leiksljðra í Þióðleikhúsínul
ií
og situr einn úti í sal.
Velgengnin hefur fylgt Hilmi
Snæ í gegnum tíðina. Frá
því að hann lauk leiklistar-
námi hefur hann verið á
samningi hjá Þjóðleikhúsinu. Síðastlið-
inn vetur reyndi fyrst á leikstjórahæfi-
leikana þegar hann tók að sér leik-
stjórn Krákuhallarinnar hjá Nem-
endaleikhúsinu. Þessa dagana á Gullna
hliðið, leikrit Davíðs Stefánssonar, hug
hans allan. Gullna hliðið er jólasýning
Þjóðleikhússins í ár. Leikarahópurinn
samanstendur af tólf úrvalsleikurum,
reynslumiklum og nýútskrifuðum í
bland.
Nú hafa margir ungir leikarar reynt
fyrir sér sem leikstjórar. Er það draum-
ur allra leikara að taka að sér leik-
stjórn?
„Ég veit það nú ekki. Ég held að það
sé öllum leikurum hollt að
prófa það. Mig hafði alltaf
langað að reyna fyrir mér í
leikstjórn og svo var ég beð-
inn að taka þetta stykki að
mér."
Hvernig gengur þér að
stjórna hópnum?
„Það hefur gengið vel til
þessa. Reyndar er alltaf
skrýtið að vera hinum megin
við girðinguna. Ég er einn úti
í sal á meðan leikararnir eru
hópur á sviðinu."
Þótt Hilmir Snær vermi
leikstjórasætið í augnablikinu
ætlar hann sér ekki að sitja
þar lengi. „Ég held að ég bíði
með áframhaldandi leik-
stjórn. Þetta er orðið gott í
bili."
Að vanda hefur Hilmir
Snær mörg járn í eldinum.
Fyrir stuttu var kvikmyndin
Myrkrahöfðinginn frumsýnd,
þar sem hann leikur eitt aðal-
hlutverkanna. Hann hefur
leikið í mörgum kvikmyndum
og kvikmyndahúsagestir
munu sjá hann á hvíta tjald-
inu í 101 Reykjavík og
Englum alheimsins sem verða
frumsýndar á næstunni.
Langar þig ekki til að fara
út í kvikmyndaleikstjórn?
„Nei. Ég þekki allt of lítið
til slíkrar leikstjórnunar. Hún
heillar mig ekki á sama hátt."
Nú horfa margir til útlanda
í leit að nýjum atvinnutæki-
færum. Hefur þú reynt fyrir
þér erlendis?
„Nei. Ég hef verið svo lánsamur að
fá góð hlutverk og hef haft mikið að
gera á íslandi. Ég hef ekkert reynt að
komast í burtu. Ég myndi hins vegar
ekki hafna slíku tækifæri ef það byðist.
Það væri mjög gaman að fá eitt eða tvö
verkefni erlendis, bara til að prófa eitt-
hvað nýtt."
Sé Hilmir Snær jafnfær í nýja hlut-
verkinu og þeim fyrri ættu leikhúsgest-
ir ekki að verða fyrir vonbrigðum með
Gullna hliðið.
'j
2 Vikan