Vikan


Vikan - 14.12.1999, Side 13

Vikan - 14.12.1999, Side 13
Lóa á vinniisloliinni. Hún hel'ur aiiallega fengist við aft sérsaiuua fatnaft frá því luin lióf stiirf sem leftur- og skinnfatatæknir. alltaf að sauma það sama. Pað sést líka á nokkrum verkum Lóu sem eru sjáan- leg á vinnustofunni, tvær töskur, önnur hliðartaska og hin bakpoki, tvær húfur, annars vegar skyggnishúfa og hins vegar veiðihúfa. Sem viðurkenning fyrir vandað og áhugavert starf var Lóu, ásamt leirlistakon- unni Koggu og Astu Sýr- us- dóttur eiganda Purity Herbs, boðið að taka þátt í handverkssýningu í Færeyj- um í sumar. Sýningin var haldin af Iðnþróunarfélagi Færeyja og Heimilisiðnaðar- félaginu sem óskuðu eftir nærveru Lóu, Koggu og Ástu á sýningunni. Það er óhætt að segja að þær hafi fengið frábær viðbrögð, því margir lögðu leið sína í bás- inn til þeirra, eða einn tíundi færeysku þjóðarinnar að ætla megi. Vörur þeirra fóru víða eftir það þar sem ferða- menn voru duglegir að líta handverkið augum og kaupa fallega hluti. Næsta verkefni Lóu er að sauma leðurpils. Það skal vera svart og hún tekur fram nokkrar gerðir af svörtu leðri. Hún velur rétta leðrið í pilsið, lítur á málin og byrjar að sníða. Þá saum- ar hún taupils (prufu) eftir sniðinu sem eigandinn þarf að máta áður en lagt er í efni náttúrunnar, leðrið sjálft. Lætur draumana rætast Leður- og skinnfatatækni á hug og hjarta Lóu. Hún hefur komið sér upp góðri vinnustofu í bílskúrnum heima hjá sér og við úti- dyrnar hangir skilti, sem minnir þá sem fram hjá fara, að þarna rekur Lóa leð- ursmiðjuna sína. Leðurlykt- in streymir á móti manni þegar komið er inn á vinnu- stofuna og flíkur hanga uppi ásamt hönskum, inniskóm, töskum, húfum og ýmsu öðru sem Lóa er að vinna að. Frá því að hún hóf störf sem leður- og skinnfata- tæknir hefur hún aðallega verið að sérsauma fyrir ein- staklinga og lítið unnið að því að koma sér upp lager. Fólk á öllum aldri kemur til hennar með óskir og Lóa lætur þær rætast. Lóa lærði leður- og skinnfatatækni í Malung í Svíþjóð. Hún dreif sig út með fjölskylduna 1994 til að láta verða af því að mennta sig í faginu enda hafði hún lengi haft áhuga á saumaskap og töluvert verið í því að sauma fyrir vini og vandamenn. En sá sauma- skapur heillaði hana ekki eins mikið og að vinna með náttúruleg hráefni og eftir eins árs nám í leðurdeild Vesturdalarnas Gymnasium skola, eina skólanum sem kenndi leðursaum á þessum tíma, var hún búin að læra leður- og skinnsaum, sníða- gerð í tölvu, teiknun og ým- islegt fleira. Langstærsti hluti námsins fór þó í að gera ákveðin skylduverk- efni og sauma fyrir fyrirtæki en einnig var lagt upp úr því að nemendur saumuðu fyrir sjálfa sig. Lóa hafði því mikið að gera þetta ár enda var hún komin til Svíþjóð- ar til að læra eins og hún segir sjálf. Engar tuær flíkur verða eins Lóa er önnum kafin á vinnustofunni í Álfa- byggðinni. Hún er að sníða og sauma húfur úr vínrauðu leðri. Það er óhætt að trúa orð- um Lóu þegar hún talar um hvað sé heillandi við að sauma úr þessum hráefnum. „Engar tvær flíkur verða eins," segir hún og á þá líka við fjöl- breytnina sem fylgir starfinu, að vera ekki Brot af verkuni Lóu |iar sem fjölbrejli leikinn er einkennandi. Hiin lauk ný- lega vift að sainna anorakinn, en liann er úr selskinni og liskrofti. Vikan 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.