Vikan


Vikan - 14.12.1999, Side 15

Vikan - 14.12.1999, Side 15
Dansinn dnnar við undirleik tiðlunnar oj> sírópið góða stendur á borðinu. Ein af styttuni Josiali en kveikjan að jieiin eru bernskuniiiiningar lians Boston til St. John's. Tunn- unum var síðan dreift um landið og líkt og nærri má geta gat hver fjölskylda lítið valið þann fatnað sem hún fékk í sinn hlut. Sennilega hefur það ekki hvað síst orðið til þess að leggja grunninn að útliti jannera þótt siðurinn hafi verið við lýði mun lengur en nemur upphafi góðgerða Boston- kvenna. í för með „jannerum" eða „mummerum" eru ævinlega hljóðfæraleikarar. Einhver sem getur þanið harmoník- una af lyst eða kann að bregða fiðlu undir vang- ann. „Jannerar" eru nefni- lega mættir í þín hús til að dansa. Þeir koma með rommflöskuna sína og þá gildir auðvitað ekkert annað en innlent romm en það heitir Screech og undir hendinni hafa þeir gjarn- an brauðhleif til að brjóta af og stinga upp í sig. Gestgjafinn er hins vegar skyldugur til að taka á móti þeim með smákökum og sírópi og bæta á þá örlitlu rommi. Josiah heitir leirkera- smiður sem rekur ásamt konu sinni leirkeraverk- stæði við Black Creek rétt fyrir utan St. John's á Ný- fundnalandi. Josiah býr til styttur af „mummers" eða „janners" og með hverri og einni fylgir svohljóð- andi frásögn hans: „Þegar ég var barn á lítilli eyju rétt utan við strönd Ný- fundnalands voru jólin upp- áhaldstíminn á árinu. Ég gleymi aldrei kvöldunum þegar við fórum „janney- ing". Fyrst urðum við að hlaupa upp á háaloft og stinga höfðinu á kaf ofan í fatatunnuna frá Boston. Gamall hattur með fjöður, alltof stór frakki sem vantaði á nokkrar tölur og dúk- ur eða gamalt hand- klæði til að henda yfir höfuðið var af- rakstur leitarinnar og þá var maður tilbúinn að halda af stað. Við laum- uðumst upp og niður bakstíga og eftir dimmum húsagörðum. Við notfærð- um okkur að sjálfsögðu göt á girðingum í flýtinum að komast milli húsa áður en Purity sírópið og gómsætu heimabökuðu kökurnar yrðu búnar. A leiðinni blandaði maður sér í hóp hinna eldri sem voru í sömu erindagjörðum og venjulega var með þeim í för harm- oníkuleikari eða einhver sem var liðtækur á fiðlu. Sumir hverjir voru með flösku af Nýfundnalands- romminu Screech sem var vandlega komið fyrir á kafi ofan í stórum vasa á yfir- höfninni. Ó! Hvað við skemmtum okkur við dans og söng í stóru hlýju eldhús- unum sem voru yfirfull af börnum, konum og mönn- um. Ég gleymi ekki þeim dögum." Hér á íslandi var áður fyrr einnig stiginn dans á jóla- nótt og þá áttu það til að blanda sér í hóp mennskra manna, álfar og aðrir sem ekki hafði endilega verið boðið. Kannski er venja Núfíanna þaðan upprunnin og þess vegna dyljist menn undir höfuðklæðinu að þeir vilji láta ímyndunarafli hinna eftir að geta í hvort verið sé að dansa við mennskan mann eða álf. sjálfs f'rá því hann tók þátt í gamninu. Ronunflaskan cr undir annarri hcndinni cn harmoníkan undir hinni. Vikan 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.