Vikan - 14.12.1999, Page 23
ljósið^'landinu
Þessi einstæða bók hins landskunna
fréttamanns Ómars Ragnarssonar fjallar
um atburði er snerta þjóðina alla - um
örlög og upplifun fólks, sem á ferð um
óbyggðirnar norðan Vatnajökuls komst í
nána snertingu við þau tröllauknu öf I
sköpunar og eyðingar, lífs og dauða, sem
gera þetta svæði einstakt á jarðríki.
1 ■ r
w % V
I
Hér er sagt frá ferð þriggja japanskra
vísindamanna sem mættu örlögum
sínum í Rjúpnabrekkukvísl og sérstæðu
atviki er átti sér stað er Ómar fór með
aðstandendum mannanna til að kveðja
sálir þeirra. Þá er sagt frá erlendri
konu sem hélt ein síns liðs upp á
íslensk öræfi um hávetur til að sinna
köllun sem hún fékk. í bókinni er
einnig sagt frá skelfilegum atburði
sem varð við Bergvatnskvísl og
þeirri örvæntingu sem
bókarhöfundur upplifði er
eiginkona hans "týndist" á þeim
slóðum.
Omar Ragnarsson hefur einstaka tilfinningu fyrir landinu sínu, fólki og atburðum,
hvort sem hann upplifir þá sjálfur eða setur sig í spor annarra. Það hefur hann sýnt
í fýrri metsölubókum sínum, MANGA MEÐ SVARTAN VANGA, FÓLK OG
FIRNINDI OG MANNLÍFSSTIKLUR.