Vikan - 14.12.1999, Síða 26
Hrvllileg bíóferð
g var nítján ára og yfir mig ást-
fangin. Við höfðum svolítið gjó-
að augunum hvort á annað og
dansað saman nokkur kvöld þegar
hann hringdi og bauð mér í bíó með
sér. Á þeim árum var sú hjátrú viðloð-
andi meðal vinkvenna minna að ekki
mætti sýna karlmönnum of skýrt og
greinilega að maður hrifist af þeim því
veiðimannseðli þeirra þyldi það ekki.
Þeir áttu að ganga á eftir kvenmannin-
um með grasið í skónum í þó nokkurn
tíma til að áhugi þeirra næði að vakna
að fullu og slokknaði ekki aftur eins og
lélegur logi á skari. Af þessari ástæðu
var nauðsynlegt að sýna ákveðinn
kulda í framkomu og vera örlítið fjar-
læg og annars hugar þegar hann var
nálægt.
Eins og gefur að skilja var erfitt að
standast freistinguna að gæla við og
snerta sinn heittelskaða þegar maður
var búinn að bíða dögum saman eftir
að hann léti heyra frá sér. Ég var því
fljót að stinga upp á því að við færum á
hryllingsmynd sem sögur fóru af um
bæinn. Fólk kvað nötra af ótta og kon-
ur áttu til að kasta sér í fang hraustra
sveina til að verjast því að verða yfir-
kornnar af skelfingu. Ég hugsaði mér
því gott til glóðarinnar að njóta þess að
snerta kærastann án þess að hann gæti
með góðu móti lagt það þannig út að
ofurást mín á honum stjórnaði gerðum
mínum.
Myndin byrjaði vel, var bæði spenn-
andi og áhugaverð en eitthvað skorti á
hryllinginn. Atriði sem beinlínis vöktu
með manni ofsahræðslu voru ákaflega
fá. Loks kom þó að því að aðalkven-
hetjan sem leikin var af Elisabet
Taylor var á ferð um dimman, óhugn-
Stútungskall, með þykkt og mikið yfir-
varaskegg brosti flírulega til mín og vildi
bjóða upp á kók.
anlegan kjallara og áhorfendur vissu
að morðingi var staddur einhvers stað-
ar í næsta nágrenni við hana og gat
birst hvenær sem er var út úr rnyrkr-
inu. Spennan var nánast óbærileg og
nú sá ég mér leik á borði. Ég skellti
hönd á lærið á ástinni minni og kreisti
þéttingsfast.
Um leið og ég tók á manninum fann
ég að efnið í buxunum var gróft flauel
en elskan mín hafði klæðst gallabux-
um. Ég kippti því höndinni eldsnöggt
til baka en skaðinn var skeður. Ég leit
til hliðar og uppgötvaði að kærastinn
sat mér á hægri hönd en ég hafði gælt
við manninn sem sat vinstra megin við
mig. Ég gleymi aldrei vandræðagangin-
um í sjálfri mér þegar ljósin voru
kveikt í hlénu og stútungskall, með
þykkt og mikið yfirvaraskegg brosti
flírulega til mín og vildi bjóða upp á
kók. Þrátt fyrir að kærastinn skemmti
sér býsna vel yfir mistökum mínum hef-
ur hann reynst endingargóður og
ágætur, því við höfum verið
gift í bráðurn tuttugu ár.
Steina
Neyðarlegasta é
löT"
enna!
Senðli Okkur skemmtilega sögu úr
lífi þínu, hún má vera 1 vélrituð síða, í
léttum dúr og á að fjalla um eitthvert
minnisstætt atvik þar sem þú lentir í
vanda.
Við munum birta skemmtilegustu
sögurnar og þeir sem fá sögur sínar
birtar hljóta verðlaun sem eru ekki af
verri endanum; Sheaffer Prelude sjálf-
blekung.
Sheafferpennar eru gæðagripir
(eins og sjá má hér annars staðar á síð-
unni!) og Prelude línan er sú vin-
sælasta um þessar mundir. Prelude
sjálfblekungurinn er einmitt rétti
penninn fyrir nútímafólk,
hann er hannaður sem sjálf-
blekungur og hægt er að
draga upp í hann blek úr blek-
byttu, en einnig má nota blek-
fyllingu ef það hentar eigandan
unr betur. Á Preludepennanum
er stáloddur, húðaður með 23
karata gulli og hann er sérstaklega
hannaður til að falla vel í hendi.
Skrifaðu minninguna af neyðarieg-
asta atviki lífs þíns og sendu okkur
hana. Við birturn sögurnar undir dul-
nefni ef óskað er. Heimilisfang Vik-
unnar er:
Vikan, Seljavegi 2,121 Reykjavík.
Hver veit nema þú eignist merktan
Sheaffer penna!
smins
Aðsend saga=
Höfundurinn,
Steina, fær sendan
glæsilegan merktan
Sheaffer penna frá
Andvara.
ATH!: Munið að
láta fullt nafn og
símanúmer fylgja.
26 Vikan