Vikan


Vikan - 14.12.1999, Blaðsíða 29

Vikan - 14.12.1999, Blaðsíða 29
ekki til greina af sinni hálfu í það minnsta ekki fyrr en okkar samband væri að fullu uppgert. Það var því stærsta áfall sem ég hef fengið á lífs- leiðinni þegar þessi „góði vinur" var fluttur inn á hana örskömmu síðar og öllum var augljóst að þetta nána samband var ekki nýhafið. Mín fyrstu viðbrögð voru að ryðjast inn á turtildúfurnar og hella úr skálum reiði minnar. Eg krafðist þess að fá að vita sannleikann í mál- inu og spurði hvað eftir ann- að hversu lengi sambandið hefði staðið. Konan mín neitaði alfarið að hafa hald- ið framhjá mér og hélt því statt og stöðugt fram að um líkamlegt samband hafi ekki verið að ræða fyrr en eftir að ég flutti út. Ég neitaði að trúa þessu og að lokum var það maðurinn sem gafst upp og játaði að sambandið hefði staðið í fimm mánuði áður en við skildum, en að þau hefðu strax fundið fyrir sterkum tilfinningum þegar þau kynntust fyrst þegar hann byrjaði að vinna á vinnustað hennar. Þau tíma- mót ber upp á nánast ná- kvæmlega sama dag og ég fór fyrst að finna fyrir skap- sveiflum og óánægju hjá konunni minni. Skammarræðurnar urðu kjarnyrtari eftir því sem áfengið sveif meira á Það kemur sjálfsagt fáum á óvart að ég fór frá þeim í miklu uppnámi þennan dag. Tilfinningarótið var mikið og ég vissi ekkert hvað til bragðs skyldi taka. Mér þótti það sárast af öllu að konan mín skyldi ekki vera manneskja til að segja mér sannleikann heldur spila með mig eins og leikbrúðu á streng mánuðum saman. Þetta var á föstudegi og þótt ég vissi að það væri það heimskulegasta sem ég gæti gert fór ég í ríkið og keypti mér vínflösku sem ég hafði með mér heim. Fram eftir kvöldi sat ég svo að sumbli og eftir því sem áfengisáhrif- in urðu sterkari því sjálf- sagðara þótti mér að fara til þeirra aftur og segja þeim tæpitungulaust álit mitt á undirferli þeirra og svikum. Ég samdi hverja ræðuna af annarri í huganum og alltaf urðu þær mergjaðri og kjarnyrtari. Að lokum var ég kominn með svo mikið snilldarverk að ég ákvað að þetta fengju þau að heyra. Ég lagði af stað upp úr mið- nætti. Þetta var kyrrt vetrar- kvöld í desember og nokkur stór snjókorn svifu til jarðar og bráðnuðu á götunni. Þeg- ar ég kom að húsinu þeirra var aðeins farið að brá af mér en ekki nóg. Ég hringdi dyrabjöllunni en enginn svaraði. Ég taldi víst að skötuhjúin vissu hver væri við dyrnar og var ákveðinn í að þeim skyldi ekki verða kápan úr því klæðinu að svara mér ekki. Ég var enn með lykil að útidyrahurð- inni svo ég opnaði og fór inn en aldrei þessu vant var millihurðin úr forstofunni inn í íbúðina læst. Ég bank- aði en líkt og áður var ekk- ert svar. Allt var hljótt í íbúðinni og það rann upp fyrir mér að þau hlytu að vera að heiman. Krakkarnir hefðu áreiðanlega vaknað og látið heyra í sér ef þau væru á staðnum. Helst datt mér í hug að þau hefðu farið í sumarbústað tengdafor- eldra minna fyrrverandi en þar höfðum við jafnan eytt mörgum helgum. Stal jólaskrautinu Reiðin kraumaði enn í mér og ég vildi ekki fara við svo búið. Ég fór því inn í geymsluherbergi sem var inn af forstofunni og greip þar með mér nokkra pappa- kassa. Ég rogaðist síðan með þá heim í kjallarahol- una mína en vanlíðan mín var mikil þegar ég opnaði þá daginn eftir og sá að ég hafði stolið öllu jólaskrauti sem til var á mínu gamla heimili. Jólin voru í nánd og ég vissi að þetta gæti ég ekki gert börnunum mínum svo ég skreið nokkrum dögum seinna skömmustulegur heim til minnar fyrrverandi og skilaði ránsfengnum. Þetta atvik, þótt vandræða- legt væri, varð þó upphafið af bata mínum. Ég gat ekki annað en hlegið að heimsku minni. Ég kynntist seinna góðri konu sem ég er ham- ingjusamlega giftur í dag en konan mín fyrrverandi er nýskilin við elskhugann eftir að hún uppgötvaði að hann hélt framhjá henni. Lesandl segir Steingerði Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvaö sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. I leiinilisfaii}*ið cn Vikan - ..l ilsri'Mislusa^a", Seljaie}>ur 2. 101 Kcykjavik, Netfaii};: iikau@rrmli.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.