Vikan


Vikan - 14.12.1999, Page 31

Vikan - 14.12.1999, Page 31
Þegar blaðamaður Vik- unnar kemur inn í kennslu- stofuna hjá Steinunni eru nemendur að vinna leirinn á borðum og á rennibekkjum. Steinunn kennir að sjálf- sögðu líka rennslu, þ.e. að renna leir á bekk. Það er góður og skemmtilegur andi sem svífur yfir vötnum og nemendum líður greinilega vel þar sem þeir handleika leirinn. Það eru 8 til 12 manns í hverjum hópi og segir Steinunn að það sé góður fjöldi til að hægt sé að sinna öllum vel. Nemendurnir eru flestir á aldrinum 20 til 60 ára og á fullu í hinum ýmsu geirum atvinnulífsins. Langflestir nemendur eru konur en karlmenn eru í minnihluta. „Þetta fær vonandi meira jafnvægi í framtíðinni, því sköpunarþörfin er ekki kyn- bundin," segir hún. Stressið og vöðvabólg- an hverfur Hafdís Karlsdóttir, fjár- málastjóri hjá Hans Peder- sen, er á sínu fyrsta nám- skeiði í Leirkrúsinni. „Mér líkar afskaplega vel hérna. Ég hafði kynnst leir dálítið áður og fór á leirmótunar- Hrefna Stefánsdóttir og Willfried eru grafískir hönnuðir. Þeim finnst gott að fá útrás við leir- inn. Steinunn Helgadóttir kennir fólki að móta leir námskeið þegar ég var í Bandaríkjunum fyrir 14 árum. Leirinn hefur mjög afslappandi áhrif á mann. Stressið og vöðvabólgan hverfur alveg úr skrokknum þegar ég hnoða og móta leirinn. Það góða er líka að ef ég geri mistök þá get ég alltaf hnoðað leirinn upp og byrjað að nýju," segir hún ánægð. Þau Sólrún Guðbjörns- dóttir kennari, Erla Frið- riksdóttir, Hrefna Stefáns- dóttir og Willfried Bullerjahn, grafískir hönnuðir, hafa undan- farin þrjú ár unnið saman í leirmótun. Nú eru þau að læra að renna leir á rennibekk. „Þetta er al- veg yndislegt. Hér er mjög gott andrúms- loft og við Willfried Bullerjahn er injög einbetttur á svip þar sem hann vinnur með leir- inn á rennihekk. getum slakað vel á eftir vinnudaginn. Það er góð út- rás að komast í leirinn eftir langan vinnudag fyrir fram- milljón ára gamall. Steinunn lýsir leirnum af aðdáun. „Þessi leirtegund er stórbrotið efni. Þetta er an tölvur," segja þau Hrefna og Willfried sem vinna á ís- lensku auglýsingastofunni. Leirinn er stórbrotið efni Leirinn sem Steinunn flyt- ur inn er sænskur, grafinn upp á Skáni og er einn af fáum steinleirstegundum á heimsmarkaðnum sem er hreinn náttúruleir, þ.e.a.s. sem ekki er blandaður í stórum verksmiðjum. Talið er að hann sé 200 til 300 móðir jörð sem við sýnum sérstaka virðingu, Snerting- in við efnið er einstakt og gefur öllum sterka upplifun. Leirinn gefur okkur líka réttinn til að mistakast, því þegar ekki gengur allt sem skyldi geturðu alltaf mótað leirinn upp á nýtt, svo fram- arlega sem ekki er búið að brenna hann. Og ef illa fer í brennslunni þá áttu gott efni í mósaíkmynd," segir Stein- unn. Vikan 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.