Vikan


Vikan - 14.12.1999, Síða 45

Vikan - 14.12.1999, Síða 45
við eina vinkvenna sinna og í því kom hertoginn auga á unga konu, sérkennilega út- lits. Hún var svartklædd og hann sá að klæði hennar voru bæði gatslitin og gam- aldags. Hann hugsaði með sér að hún hlyti að vera þjónustustúlka og fyrir ein- hver mistök hefði henni ekki verið vísað á aftasta vagninn. Svo uppgötvaði hann að konan, sem nálgað- ist hægt og varlega, hafði fallegt ljóst hár. Það skein eins og geislabaugur yfir höfði hennar og stakk í stúf við ljóta, svarta hattinn sem hún hafði á höfðinu. Hann sá glampann í stórum aug- unum. Hún gekk að vagnin- um og hann sá hana stansa og segja eitthvað við Dou- glas, einkaþjón sinn. Hann velti fyrir sér hver þarna væri á ferðinni. Hann kom auga á þjón standa að baki svartklæddu konunni. Þjónninn hélt á ferðatösku. Einkennisbúningur hans gaf til kynna að hann væri í þjónustu háttsettrar fjöl- skyldu. Hertoginn dró þá ályktun að þetta hlyti að vera Sarah Corde. En hvers vegna var hún í sorgarklæð- um? Móðir hans hafði sagt hana ómissandi gest á dans- leikjum og í veislum Lund- únaborgar. Douglas kom inn í vagn- inn og sagði við húsbónda sinn lágri röddu. Ungfrú Yseulta Corde óskar þess að fá að tala við herrann. Svart- klædda konan stóð fyrir aft- an hann og hertoginn sá að hún var kornung. Óttinn skein úr gráum augum hennar. Hann mundi ekki til þess að hafa nokkru sinni séð svo hræðslulegt andlit. Hann leit til hennar og hún gekk að honum. Hún talaði svo lágri röddu að hann átti erfitt með að heyra hvað hún sagði: Mér hefur verið falið að afhenda herranum þetta bréf, í eigin persónu. Hann sá að hönd hennar skalf þegar hún rétti honum bréfið. Hann sá líka að hanskarnir hennar voru slitnir og búið var að stoppa í þá. Honum fannst þetta allt hið undarlegasta mál en tók við bréfinu og sagði: Eg geri ráð fyrir því að þú sért komin til þess að segja mér að lafði Sarah geti ekki komið með okkur til Skotlands. Hún varð enn hræðslulegri og sagði skjálf- andi röddu: Viljið þér ekki vera svo góður að lesa bréf- ið? Hertoginn opnaði bréfið og las: Eg veit allt um aumkunar- verða tilraun yðar til þess að losna úr klípunni sem þér komuð yður sjálfur í. Ég get ekki hugsað mér að dóttir mín lúti svo lágt að taka þátt í þessum skrípaleik sem þér hafið sett á svið. í hennar stað sendi ég dóttur Johns sáluga, bróður míns. Hann var ekkert annað en auð- virðilegur og ótíndur glæpa- maður og af þeim sökum finnst mér dóttir hans tilval- ið konuefni fyrir yður. Derroncorde Hertoginn fann hvernig reiðin blossaði upp í honum. Hann starði á bréfið og fannst ótrúlegt að einhver sýndi honum slíka fyrirlitn- Vikan 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.