Vikan


Vikan - 14.12.1999, Side 60

Vikan - 14.12.1999, Side 60
verður fimmtugur hinn 15. desember. Don er alltaf sami töffarinn og nú á hann von á sínu fjórða barni. Nýjasta eiginkona hans, Kelley Phleger, á von á sér í upphafi nýrrar aldar og það eru spennandi tímar framundan hjá þeim hjónum. Leikarinn var að opna STUTT GAMAN MÍIIa JOUOVÍCll leikur Jóhönnu af Örk í nýrri mynd sem kallast The Messenger. Það erfranski snillingur- inn Luc Besson sem leikstýrir mynd- inni en hann leikstýrði Millu líka ÍThe Fifth Element. Þau giftu sig eftir þá mynd en fengu síðan nóg af hjóna- sænginni eftir að hafa unnið aftur saman. Milla sótti um skilnað síðast- liðið vor og tók saman við leikarann Jeremy Davies (Saving Private Ryan). En hjónabandið á eftir að draga dilk á eftir sér. Upphaflega ætlaði Besson bara að fjármagna mynd um Jó- hönnu af Örk fyrir leikstýruna Kathryn Bigelow en þegar hún neit- aði að ráða Millu í aðalhlutverkið ákvað Besson að gera sína eigin mynd um franska píslarvottinn. Big- elow var ekki sátt og sakar Besson um að hafa stolið hugmyndum sín- um. Hún hefur höfðað mál gegn Bes- son en það verður ekki dómtekið fyrr en í ágúst á næsta ári. VERNDARIÁ VEFNUM Alyssa Miiano erorðin góðkunn- ingi íslenskra sjónvarpsáhorfenda. Hún vakti fyrst athygli sem litla stelp- an í þáttunum Who's the Boss? fyrir nokkrum árum og núna er hún áber- andi á skjánum, bæði í Melrose Place á Ríkissjónvarpinu og Charmed á Skjá 1. Undanfarin ár hefur Milano TÖFFARINN FIMMTUGUR Kvennabósinn Don Johnson einnig vakið athygli fyrir baráttu sína gegn nektarmyndum á netinu. Hún hefur farið í mál við fjöldan allan af vefsíðukörlum sem eru með nektar- myndir af henni á veraldarvefnum án þess að hafa til þess samþykki henn- ar. En hvaðan koma þessar myndir? Milano segir að flestar myndirnar hafi verið teknar árið 1992 og birst fyrst í tímaritinu Bikini, sem átti aldrei að fá myndirnar. „Ég sat ekki nakin fyrir hjá Bikini. Ég beraði á mér bossann fyrir listræna bók um frægt fólk og tattúin þeirra. Peningarnir sem fengust fyrir þetta áttu að renna til barnadeildar fyrir eyðnismituð börn. En bókin kom aldrei út og Ijós- myndarinn seldi Bikini myndirnar án þess að segja mér frá því." Milano fór í mál sem hún vann og hún ákvað að nota peningana til að koma upp vefsíðu sem aðstoðar netverja í að finna vefsíður með engu klámi. Slóð- in er www.safesearching.com stWIIdi Ungsnótin KOtÍO HOlOIOS leikur í hinum vinsælu unglingaþáttum Daw- son's Creek. Þar leikur hún hina sak- lausu Joey og stúlkan segir það eiga vel við því sjálf hafi hún hlotið mjög strangt uppeldi. Hún var í kaþólskum skóla og pabbi hennar var harður við alla stráka sem reyndu að vingast við hana. „Pabbi reyndi alltaf að hræða úr þeim llftóruna. Hann er mjög stór og ógnandi," segir Holmes. „Þess vegna var ég bara með góðum strák- um og kom alltaf snemma heim." Stúlkan segir að pabbinn hafi enn góðar gætur á henni og það sé að- eins ár síðan hún fékk fyrst að vera úti á kvöldin. Nú herma fregnir að hún sé farin að njóta frelsisins og sé byrjuð með leikaranum Chris Klein, sem lék kórstrákinn í American Pie. CRUISE LÁTINN BlÐA Kvikmyndaáhugamenn bi'ða spenntir eftir næstu mynd sem StCVOII Spielberg leikstýrir. Til stóð að hann myndi leikstýra Tom Cruise í mynd sem kallast Minority Report en nú hefur því verið frestað um óá- kveðinn tíma. í staðinn ætlar meist- arinn að gera mynd sem kallast Memoirs of a Geisha og reynt verður að hafa hana klára á næsta ári. Cru- ise var tilbúinn í slaginn og tökur áttu að hefjast í október en handritið þótti ekki nógu skothelt og því var ákveðið að slá henni á frest. Því hefur verið haldið fram meðal spekinga í kvik- myndabransanum að Spielberg muni aldrei þora að gera Memoirs of a Geisha því hann hafi aldrei áður leik- stýrt mynd sem er bara með konum í aðalhlutverki. Spielberg lætur slíkt hjal þó ekki hafa áhrif á sig. Hann er líka að undirbúa nýjar ævintýramynd- ir, bæði framhald um Indiana Jones og Jurassic Park. veitingastað á besta stað í San Francisco þar sem boðið er upp á ví- etnamska rétti, matreidda að frönsk- um hætti og í bandarískum stíl. Ví- etnam er ofarlega í huga töffarans en hann á eyju undan strönd NhaTrang þar sem hann á sér sumarbústað og ætlar að byggja paradís fyrir fræga og ríka fólkið. BERST P BÖRNIN BOb Guccione er sannkallaður klámkóngur. Hann er útgefandi karla- ritsins Penthouse og fleiri subbulegra rita. En blaðaútgáfan hefur sett strik í reikninginn í fjölskyldulífinu. Árið 1986 lenti hann í harðvítugri deilu við eista son sinn, Bob yngri, sem endaði með því að sonurinn hætti hjá Pent- house og fór að gefa út sitt eigið blað, Spin. Þeir hafa ekki talast við síðan. Næstur í röðinni var yngri son- urinn, Anthony. Hann var aðstoðarfor- stjóri fyrirtækisins en fyrir tveimur árum hætti hann eftir ósætti við föður sinn. Feðgarnir hafa átt í stöðugum erjum síðan og fyrr á árinu lét pabb- inn bera strákinn út úr íbúð sem hann á í SoHo hverfinu í NewYork. Bob sneri sér því til dóttur sinnar, Ninu, og hún hefur verið hægri hönd föður síns í blaðaútgáfunni undanfar- in tvö ár. En nú er komið eitthvert babb í bátinn og Nina er líka hætt hjá Penthouse. Bob gamli situr því einn eftir og á ekki fleiri erfingja sem gætu tekið við af honum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.