Vikan


Vikan - 14.12.1999, Síða 63

Vikan - 14.12.1999, Síða 63
 Vikan ri nji áskrífandi _ ÍíSás®3'** 5556 ' iSSíBS®-' Gjafaáskrift að Vikunni Frábært tilboð Stórkostleg jólagjöf handa ömmu, mömmu, systur eöa vinkonu. Hvað er skemmtilegra en aö gefa jólagjöf sem gleður fram á vor... og jafnvel enn lengur! Þú hringir í áskriftasíma Fróða: 515 5556 og tryggir einhverjum sem þér þykir vænt um áskrift að Vikunni fyrir tímabilið janúar - mars eða 13 tölublöð fyrir aðeins 4.460 krónur! Þú færð sent gjafabréf sem þú getur pakk- að inn og sent sjálf(ur), eða biður okkur að senda það beint til viðtakanda. Gefið gjöf sem gleður... lengi! Spá Vikunnar Hrúturinn 21.mars-20.apríl Nú hefur tunglið tekið föggur sínar og flutt sig inn á þig í tíunda húsið. Þetta umstang á karlinum veitir þér kjörið tækifæri til að nýta hann í húsverkin og ýmislegt snatt. Orkan sem hann færir þér er þannig samansett að þú get- ur, ef þú kærir þig um, flutt fjöll eða annað viðlíka og borið sigurorð í vandasamri keppni. Nautið 21. apríl - 21. maí Þú hefur haft margt á herðum þér að undanförnu en nú þarft þú að sinna þér einum. Taktu þér tíma til að vera einn og hugsa þinn gang í ró og næði. Góð bók gerir kraftaverk í hreinsun hugans frá ytri áreitum og getur veitt manni þann innri frið sem gerir manni kleift að fljóta í vitundinni, húsi Guðs. Tuíburinn 22. maí - 21. júní Mars í afstöðu við Úranus gerir þig oddhvassan og hættulegan í orðum. Þér fyrirgefst margt svo það er betra að rasa út en byrgja ólguna inni. [ vikunni hverfa svo áhrifin og þú kemur mörgum verulega á óvart með glæsilegu útspili, En eins og allir vita þá erTvíburinn maður þúsund andlita og snillingur að skipta um gervi. Krabbinn 22. júní - 23. júlí Nú er rétti tíminn til að víkka sjón- deildarhringinn og sækja sér ný og krefjandi úrlausnarefni. I jólabókaflóðinu leynist bók sem þú hefðir hingað til lagt til hliðar án þess að kíkja í hana, en nú sogar hún þig til sín og þú leggur hana ekki frá þér fyrr en að loknum lestri, sæll í sinni. Ljonið 24. júlí - 23. ágúst Það væri margt vitlausara en að kaupa vandaðan disk með góðum tenórsöngvara og færa elskunni, nú þegar vindar blása. Ómþýður söngur kyrrir hvern storm og þá má byggja á ný þá veggi ástarinnar sem kunna að hafa skekkst, gliðnað eða jafnvel brotnað. Meyjan 24. ágúst - 23. september Mars snýr upp á höndina á Úranus og gerir þig þar meö hranalegan og bylt- ingarsinnaðan í tali og háttum. Það er ólga í loftinu og þú gætir sagt og gert hluti sem þú myndir iðrast síðar. Snúðu því upp á þig um stund því tunglið sleppir brátt taki sínu og þú verður aftur gamli góði þú. Tí tMC. Vogin 24. september - 23. október Það verða tafir á framförum þessa viku. Þú lendir í biðröðum sem virðast endalausar, tíminn flögrar hjá eins og dúfa og þér finnst þú vera að missa af lestinni. Þessi hæga- gangur á pósthúsinu er ekki til að missa vitið út af, heldur má vel ýta við sofandi afgreiðslufólki og hressa það við með Tópas. Sporðdrekinn 24. október - 22. nóvember Ef þér finnst þú einn og yfirgefinn, þá er ástæðan Venus og Satúrnus en það slettist upp á vinskapinn hjá þeim og þau eru í fýlu. Það er því ekki við þig að sakast, svo þú getur óhindrað haldið þínu striki og rennt yfir bókatiðind- in til að finna réttu gjöfina fyrir hann, hana og þau. Líka til að setja í skóinn. Bogamaðurinn 23. nóvember - 21. desember Merkúr er mættur á svæðið og dreg- ur upp úr pússi sínu stórkostlegt tækifæri sem þér ætti að vera óhætt að grípa. Að taka áhættu er þér sem spennandi leikur og þann leik kannt þú manna best. Stjörnurnar brosa við þér í dag svo leikurinn virðist enda vel og verða gleðilegur sem jól. Steingeitin 22. desember - 20. janúar Það virðist komið að skuldadögum, allavega gefa stjörnurnar það í skyn að visst uppgjör sé í nánd innan fjölskyldunar. Þú hefur undirbúið þig vel og tekur af skarið, gerir hreint fyrir þínum dyrum og hreinsar andrúmsloft- ið. Nýir vendir sópa best þegar jóla og afmælisund- irbúningur tekur við og nýrri öld fylgja nýir siðir. Vatnsberinn 21.janúar-19. febrúar Eitthvað mikiö er á döfinni hjá Vatns- beranum nú þegar Merkúr dembir sér í heita pottinn hjá Bogamanninum. Það lítur út fyrir stórfagnað, jafnvel veislu aldarinnar? Allavega er eitthvað mikið í býgerð og ef svo er hjá þér, mundu þá að gleyma engum þegar þú sníður boðslistann. Fiskarnir 20. febrúar - 20. mars Það lítur út fyrir að ástarsamband þitt dansi á glóðum og þú þurfir frið og ró til að ná áttum og komast yfir brennheit kolin. Þeg- ar fast land er undir fótum er rétti tíminn til að gera upp hug sinn og þú verður hissa hvað allt fer vel þegar rök fylgja málum. Persónuleg spenna líður hjá en spenna jólanna tekur við. Amtsbókasafnið á Akureyri 03 591 179

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.