Vikan - 04.01.2000, Síða 14
jg&MKÍg:
“'"ZÖÖU
Suðurnes eru á uppleið og
þar er mikil ónýtt orka.
Annað gildir um Vestfirði,
þaðan verður mikill fólksflótti
og ekki veitir af hjálp þar til að
gera lífið bærilegra því ekki
verður hægt að treysta á fisk-
vinnsluna þar lengur.
Gott atvinnuástand
Það flytja þó ekki allir til
Reykjavíkur, sem betur fer.
Fólksstraumur mun einnig
liggja til Suðurnesja, Akra-
ness og Borgarness.
Það verður bjart yfir Borg-
arnesi og mikill uppgangur
þar og það sama má segja
um Akranes. Atvinnuástand
mun einnig verða gott í
Hveragerði og á Selfossi og
þrátt fyrir jarðskjálfta þar mun
fólki þar líða vel.
Akureyri þarf á einhverjum
nýjungum að halda, þar ríkja
mikil stífni og afturhald og
vantar ferska vinda.
Húsnæðisskortur
Húsnæðisskortur mun
verða áberandi á Suður- og
Suðvesturlandi, en því valda
meðal annars fólksflutningar
til þessara staða. Hátt verð
verður áfram á húsnæði á
þessum stöðum. Félagslega
kerfið gengur illa og þar eru
ekki öll kurl komin til grafar.
Það er mikil fátækt meðal
skjólstæðinga þess og margir
þeirra eru í miklum fjárhags-
legum erfiðleikum. Ástandið í
þessum málum mun verða
talsvert í fréttum á næsta ári.
Efnahagsmál
Verðbólga
Verðbólga eykst gífurlega á
árinu og gæti farið allt upp í
7% sem er harla mikið. Mat-
væli munu hækka í verði en
það má meðal annars rekja til
einokunar í verlsun.
Einhver lífeyrissjóður mun
komast í fréttir vegna óráðsíu
og í kringum það verður mikið
hneyksli.
Sala á opinberum
eignum
mun selja mikið á árinu.
Margt af því verður þó
kannski aðeins undirbúið á
þessu ári en endanlega geng-
ið frá kaupunum seinna.
Mér sýnist ríkisfjölmiðill
verða seldur á árinu, trúlega
verður það Rás 2 þótt ég geti
ekki fullyrt það nú.
Sérkennilegt hlutafélag
verður sett á laggirnar á
þessu ári og það verður ein-
göngu ríkt fólk sem að því
stendur. Þetta fyrirtæki verður
byggt á svikum og prettum
sem tengjast erlendum fjár-
festum.
Svik og prettir
Ég vil vara fólk eindregið
við alls kyns gylliboðum á
þessu ári, það verður mikið
um svikatilboð sem berast ís-
lendingum frá erlendum fyrir-
tækjum. íslendingar eru ríkir
og fljótir að stökkva til þegar
auðfengnir peningar eru í
boði og reynt verður að slá
ryki í augu fólks með alls kon-
ar nýjum tækifærum sem ekki
er fótur fyrir.
Almennt verður efnahagur
landsins nokkuð góður á
þessu ári, en gengið verður
samt fallvalt í peningamálum
því hinir fátæku verða fátæk-
ari og þeir ríku ríkari þrátt fyrir
góðærið.
Stjómmál
Huldukona í
formannssæti
Margrét Frímannsdóttir
mun ákveða sjálf að það sé
Samfylkingunni fyrir bestu að
hún verði ekki formaður
hennar. Margrét er þó ekki
farin út úr stjórnmálum. Önn-
ur kona mun
koma þar inn sem
formaður Sam-
fylkingarinnar,
huldukona sem
enn er ekki komin
fram á sjónarsviðið þegar
þetta er ritað. Það verður ekki
Ingibjörg Sólrún, eins og
margir hafa gert skóna fram
að þessu. Það mun verða
stormasamt í kringum Ingi-
björgu Sólrúnu á næsta ári,
en það bítur ekkert á hana.
Hún stendur sterk sem fyrr.
Vinstri grænir upp,
Framsókn niður
Vinstri grænir eru á uppleið
og straumurinn liggur þang-
að, bæði úr Framsókn og
VINSTRIHREYFINGIN
grænt framboð
Samfylkingu. Það er ekki
vegna Steingríms sem fólk
sækir þangað, eins og stund-
um heyrist sagt, heldur er
hreyfingin einfaldlega komin
Sölu á opinberum eignum
verður haldið
áfram og
Reykja-
víkur-
borg
til að vera og verður sterkt afl
á næstu árum.
Ég sé ekki betur en að nýr
grasrótarflokkur sé í uppsigl-
ingu, fræinu verður sáð á
þessu ári, en fáni hans á eftir
að standa lengi.
Mikið verður um að vera í
pólitík og það munu verða
átök vegna Framsóknarflokks
innan ríkisstjórnarinnar. Þar
mun verða klofningur sem
leiðir af stefnu í virkjunarmál-
um og það má mikið vera ef
einhverjir þingmenn Fram-
sóknarflokksins fara ekki af
þingi vegna þessa máls. Finni
Ingólfssyni mun takast með
heppni að sigla í gengum það
sem á honum brýtur, en hann
mun verða gagnrýndur heift-
arlega fyrir klúður og það ekki
bara í nánustu framtíð. Það
brotnar mikið undan Fram-
sókn á þessu ári; það koma
upp einhver hneykslismál í
flokknum og það virðist vera
mikill klofningur þar í aðsigi.
Virkjunarmál valda
sundrungu
Virkjunarmálin verða barin í
gegn þrátt fyrir mikla and-
stöðu, það mun ekki ganga
þrautalaust fyrir sig og mikill
slagur er í uppsiglingu vegna
þeirra. Líklegt er að Norsk
Hydro dragi sig út úr fram-
kvæmdinni. Það er ekki víst
að til þess komi þó á þessu
ári, en þeir munu hóta því og
Fljótsdalsvirkjun mun í raun
kaffæra stjórnina og kljúfa
hana. íslendingar eiga eftir að
fara illa út úr þessu máli öllu
og síðar verður litið á þetta
sem mesta skandal aldarinn-
ar.
14 Vikan