Vikan - 04.01.2000, Qupperneq 16
I
0BC
Nokkrir Islendingar
Hilmir Snær mun vekja
mikla athygli og hróður hans
berast víða. Hann verður
skínandi stjarna á þessu ári.
Hann hefur of mikið að gera,
það veður allt kolvitlaust hjá
honum en hann mun hafa
það af og koma vel út úr því.
Platan hennar Selmu fer
vel af stað, þetta er samt ekki
platan sem kemur henni á
kortið. Hún á eftir að verða
heiðurs aðnjótandi en það
verður samt ekki þessi plata
sem á eftir að gera hana
fræga. Þetta er ekki hennar
frægðartími, hún mun vera
upptekin af fjölskyldumálum á
næstunni, þau standa henni
nær.
íslenskar stúlkur munu
reyndar ná langt á árinu. Gus
Gus gerði skyssu að missa
stúlkuna frá sér og þeir verða
að finna aðra ef þeir ætla að
ná fyrri vinsældum
Nafn Hafdísar Huldar
kemur sterkt fram á þessu ári
og hún á mikla framtíð fyrir
sér.
Land og synir lofa góðu
en það verður skítamórall í
kringum Skítamóral og þeir
mega gæta sín á þessu ári.
Þess má að lokum geta að
margir frægir poppsöngvarar
koma hingað á þessu ári,-
flytja jafnvel hingað.
Mannréttindi
Samkynhneigðir í sókn
Hommar og lesbíur verða
mikið í fjölmiðlum á þessu ári
og málflutningur þeirra verður
sterkur. Þekkt persóna sem
ekki hefur afhjúpað kyn-
hneigð sína fyrr kemur fram á
sjónarsviðið og á eftir að
styrkja samtökin og málstað
þeirra mikið.
Mál vegna kynþáttafor-
dóma sem tengist stjórnmál-
um og breytingum á lögum
kemur fram á árinu. Þetta
mun a einhvern hátt tengjast
innflutningi á fólki til landsins
Tryggingamál
Tryggingamál verða ofar-
lega á baugi og það verður
talsverð bót á kjörum elli-
og örorkulífeyrisþega frá
því sem áður var. Það
verður ekki valtað yfir
þá á sama hátt og
verið hefur. Mann-
réttindabót þeirra
vekur fögnuð meðal þjóðar-
innar.
Tryggingastofnun verður í
fréttum vegna þess að yfir-
maður hennar, Karl Steinar
Guðnason, hefur hlaðið upp
verkefnum sem ekki hefur
verið gengið frá.
Tryggingafélögin lenda í
ýmsum leiðindamálum á ár-
inu og það verða átök á
þessu sviði á þessu ári. Fólk
virðist ósátt við skilmála og
bótagreiðslur almennt, en þó
er eins og eitt fé-
lag, Tryggingamið-
stöðin, taki ein-
hverja aðra stefnu
og rísi
uppúr j|
þessu.
Heilsufar
Sýkingar og óhefð-
bundnar lækningaað-
ferðir
Mikið verður um salmon-
ellusýkingar í ýmsum matvæl-
um hérlendis á árinu og virð-
ist varla mikið vera hægt að
sporna við þessari óheilla-
vænlegu þróun. Miklu fleiri
sýkjast en fréttist af og það
má segja að þar sjáist aðeins
toppurinn af ísjakanum.
Það verða miklar breytingar
á heilbrigðissviðinu á næsta
ári. Það mun losna um alls
konar höft, m.a. á innflutningi
til grasalækninga. Ýmsar
| náttúruafurðir sem munu
* hjálpa sjúklingum hér
verða fluttar inn.
Tannlæknar
styrkjast
Tannlæknar verða mjög
sýnilegir á árinu, það kann að
verða verðstríð milli þeirra og
breytingar á rekstri tann-
læknastofa verða miklar.
Tannlæknar munu fara að
gera fólki tilboð og þeir munu
auglýsa sig vel á næsta ári.
í
skólamálum
Það er ekki bjart yfir skóla-
málum hér, skólakerfið er í
molum og metnaður lítill hjá
yfirvöldum. Menntamál verða
mikið í umræðunni og fólk
mun í auknum mæli fara til út-
landa til að afla sér menntun-
ar. Skólamál verða í hreinasta
ólestri og hroðalegt ástand
sums staðar úti á landi; ríkis-
valdið sýnir engan metnað
fyrir hönd skólakerfisins þar.
Mennta-og
felagsmal
Ömurleq staða
16 Vikan