Vikan - 04.01.2000, Page 30
Kynlíf á nýju árþúsundi
OKKIIR VAR LOFflÐ ÞVIAÐ
KYNUF 21. ALDARINNAR YRÐI...
Handritahöfundar vís-
indakvikmyndanna
töldu okkur trú um
að kynlíf framtíðar-
innar yrði leikur einn. Líkam-
legi þátturinn myndi heyra
sögunni til; einnig afkáralegar
stunurnar og krumpuð og
samanvöðluð rúmfötin. Þess í
stað kæmu snyrtilegar sam-
farir sem færu fram með
hugsanaflutningi og fjarskynj-
unum, framandi hugbúnaði
og fullnægingarpillum. Eftir
ástaleik gætum við slappað
af, malandi af vellíðan, án
þess að ein einasta krumpa
hefði myndast á silfurlituðum,
níðþröngum samfestingnum.
Því miður er þessi framtíð-
arspá ekki í sjónmáli, ekki
frekar en einkageimskutlan
og sumarbústaðurinn á Mars.
Gott og vel, við verðum að
sætta okkur við þá staðreynd
að enn er ekki búið að finna
upp fullnægingarpilluna. En
vísindamenn um allan heim
hafa verið iðnir við það að
rannsaka kynlíf kvenna.
Tökum sem dæmi fullnæg-
ingu kvenna. Guð veit að það
tók mannkynið nógu langan
tíma að uppgötva fyrirbærið.
Og menn voru ekki fyrr búnir
að því en þeir fóru að velta
því fyrir sér hvaða tilgangi
hún þjónaði.
Auðvitað höfum við konurn-
ar alltaf vitað það. Fullnæging
er einfaldlega til þess að
hjálpa okkur til að komast
brosandi í gegnum lífið. Guð
gaf okkur fullnæginguna sem
sárabætur fyrir barnsfæðing-
arnar. Fullnæging er eina
ástæða þess að við nennum
yfirhöfuð að standa í þessu.
En vísindamennirnir Robin
Baker og Mark Bellis eru á
allt annarri skoðun. Þeir hafa
nefnilega uppgötvað að full-
næging kvenna sé ekkert
annað en „uppsogun". Ekki
mjög rómantísk nafngift, eða
hvað? Þetta leiðindaorð nota
þeir til þess að upplýsa okkur
um það að fullnæging kvenna
sé einfaldlega ekkert annað
en aðferð líkamans til þess
að framkalla nógu sterkan
vöðvakrampa til þess að soga
sæðið upp í legið. Án þessar-
ar uppsogunar hefðu þessi
litlu kvikindi enga möguleika á
því að verða að börnum.
Þetta getur verið ein
ástæða þess að konur sem
stunda framhjáhald eiga
gjarnan á hættu að verða
ófrískar eftir elskhugann. Því
oftar sem þú færð fullnæg-
ingu því betri möguleika eiga
sæðisfrumurnar á því að hitta
í mark. Ef þú gamnar þér
utan heimavallar skaltu þess
vegna gæta þess vel og
vandlega að hafa getnaðar-
varnirnar á hreinu.
í tímaritinu New Scientist,
upplýsa þeir Baker og Bellis
einnig hvers vegna karlmenn
stunda sjálfsfróun (eins og
það hafi ekki alltaf verið á
hreinu.) Vísindin segja að
sæði sé til þess ætlað að við-
halda mannkyninu; það sé
alls ekki ætlast til þess að því
sé sprautað yfir síður klám-
blaðanna eða á bleiku bað-
herbergisflísarnar. Og hvers
vegna stunda karlmenn
sjálfsfróun? Þessir ágætu vís-
indamenn hafa komist að
þeirri niðurstöðu að sjálfsfró-
un sé karlmönnum nauðsyn-
leg til þess að viðhalda sæð-
isfrumunum. Ekki ólíkt því
þegar við þrífum ísskápinn og
hendum því sem komið er
fram yfir síðasta söludag.
Með sjálfsfróun er karlmaður-
inn sem sagt aðeins að sinna
skyldum sínum við náttúruna
og taka til hjá sér.
Við getum þegar þakkað
vísindunum fyrir að lauma Vi-
agra inn í líf okkar; litlu, bláu
pillunni sem með mikilli reisn
hefur endurreist margan nið-
urdreginn karlinn. En þrátt fyr-
ir fögur loforð um samsvar-
andi kynlífssprengju fyrir kon-
ur hefur ekkert gerst. En, eins
og kynlífsfræðingurinn Dr.
Martin Cole bendir á, þá er
þetta aðeins spurning um
tíma. „Eftir frábærar móttökur
Viagra leikur ekki nokkur vafi
á því að lyfjafyrirtækin eru
reiðubúin til þess að verja
stórum upphæðum til áfram-
haldandi rannsókna. Viagra
er aðeins fyrsta skrefið á leið
visindanna til þess að blanda
sér í lífefnafræði heilans í
þeim tilgangi að bæta kynlíf-
ið."
Dr. Cole spáir því að kyn-
ferðisleg örvun á nýrri öld
verði ekki einungis efnafræði-
leg. Hann gerir ráð fyrir því að
fljótlega komi að því að ásta-
leikurinn verði leikinn með að-
stoð tölvu; þannig tölvur komi
fljótlega á markaðinn. Hann
segir uppblásnu brúðurnar
brátt heyra sögunni til; í fram-
tíðinni þurfir þú aðeins að
eiga mús, hjálm og nokkra
víra sem tengdir eru á rétta
staði.
„Ég hef heyrt að kynlífs-
tölvur séu þegar til í Austur-
löndum nær", segir Dr. Cole.
„Það þarf ekki frjótt ímyndun-
arafl til þess að sjá fyrir sér
hvernig sjón- og skynfæri
örvast með útbúnaði sem
tengdur er kynfærunum. Það
eina sem þú þarft að gera er
að stinga tölvunni í samband
og gæta þess að borga raf-
magnsreikninginn á réttum
tíma."
Auðvitað er það talið
„pervertalegt" að fagna nýrri
öld með því að hafa samfarir
með aðstoð tölvu. En að hafa
samfarir í gegnum tölvuna er
allt annað mál.
Tony Horkins, dálkahöfund-
ur tímaritsins New Woman,
spáir því að vinsældir tölvu-
samfara eigi eftir að aukast.
„Þú ferð einfaldlega inn á
eina af spjallrásunum á Inter-
netinu og notar leyniorð til
þess að gæta nafnleyndar. Ef
þú færð áhuga á að kynnast
einhverjum aðila beturfarið
þið inn á einkarás. Ef þið náið
vel saman er ekki ólíklegt að
þið ákveðið að elskast í gegn-
um tölvuna. Það fer yfirleitt
fram þannig að þið lýsið um-
hverfinu, hvernig þið eruð
30