Vikan


Vikan - 04.01.2000, Side 44

Vikan - 04.01.2000, Side 44
Ferðin til Skotlands var eins þægileg og hægt var að hugsa sér. Lestin stansaði á hliðarspori snemma kvölds til þess að vel færi um farþegana um nóttina. Þau snæddu morg- unverð í rólegheitum og síð- an var lagt aftur af stað.Yseulta sat við glugg- ann og horfði hugfangin á síbreytilegt landslagið. Þeg- ar lestin ók í gegnum Perthshire virti hún fyrir sér há fjöllin og djúp fljótin. Hún gat ekki ímyndað sér að meiri fegurð gæti verið að finna á jarðríki. Síðla dags kontu þau að lítilli lestarstöð sem var við landareign hertogans. Samt sem áður biðu þeirra vagnar til þess að aka þeim að höll- inni eftir löngum trjágöng- unum. Við enda ganganna var höllin; glæsileg bygging, skreytt háum turnum. A hæsta turninum blakti fáni hertogans. Yseulta hafði séð glitta í höllina úr fjarlægð og séð að hún stóð við árbakka. Hún var byggð úr gráum múrsteini og leit út eins og teikning í ævintýrabók. Það var auðvelt að lesa hrifninguna úr andliti henn- ar þegar þau óku eftir trjá- göngunum. Hún sat í vagn- inum á milli þeirra Beryl og Deborah. Hertoginn, Hugo og Anthony sátu á móti IHALONDUNUM þeim. Hertoginn leit á hana og sagði brosandi: Segðu mér nú hvað þér finnst um höllina mína. Satt að segja er ég hrædd um að hún sé óraunveruleg og hverfi fyrir augunum á mér áður en ég fæ tækifæri til þess að skoða mig um innandyra! sagði Yseulta áköf. Hertoginn hló, Beryl sagði ekki orð, en Deborah sagð- ist vera hjartanlega sam- mála. Lafði Beryl hafði varla sagt eitt einasta orð meðan á ferðinni stóð. Yesuelta hafði það á tilfinn- ingunni að hana hryllti við hertoganum. Hún vissi auð- vitað ekki að hertogaynjan hafði einnig tekið eftir þessu og talað um það við þjón- ustustúlku sína: Mér þætti gaman að vita hvað gengur að lafði Beryl. Ég vona að hún sé ekki að verða veik. Hertogaynjan varð hissa þegar Janet, þjónustustúlk- an svaraði: Vandamálið er, frú mín, að lafði Beryl hafði engan áhuga á að fara til Skotlands og hún er dauð- hrædd um að henni hafi ver- ið boðið þangað með það í huga að hún færi þaðan aldrei aftur. Hertogaynjan leit undrandi á hana og Janet hélt áfram: Ég talaði við þjónustustúlku hennar og hún sagði mér að það hefði orðið mikið uppistand þegar lafði Beryl heyrði að herrann hefði boðið henni til Skotlands. Hvers vegna í ósköpun- um? spurði hertogaynjan. Því á ég bágt með að trúa. Lafði Beryl er ástfangin, frú mín, og hún vonast til þess að giftast ástinni sinni í haust. Guð minn góður! sagði hertogaynjan. Það vissi ég ekki. Af hverju afþakkaði hún ekki boðið? Hún vildi það gjarnan en faðir hennar varð yfir sig hrifinn af tilhugsuninni um að dóttir hans yrði hertoga- ynja einn góðan veðurdag. Eftir stutta þögn sagði hertogaynjan: Þú átt við að hertoginn af Charnwood hafi getið sér til um ástæð- una fyrir heimboðinu? Auðvitað, frú mín, svaraði Janet. Þjónustufólkið veit að herrann verður að gifta sig til þess að forðast hneyksli. Hertogaynjan hafði fyrir löngu áttað sig á því að þjónustufólk aðalsfólksins varð yfirleitt fyrst til þess að fá fréttirnar. Janet var ófor- betranleg kjaftakerling og það var ekki margt sem fór framhjá henni. Hertogaynjan spurði einskis frekar en andvarpaði þegar hún áttaði sig á að nú kæmi engin önnur til greina en lafði Deborah. Hún vissi að Deborah var falleg stúlka sem gæti sómt sér vel við hlið hertogans. A hinn bóg- inn vissi hún að hann var vandlátur og þekktur fyrir að umgangast aðeins glæsi- konur. Hún var hrædd um að hann gæti aldrei sætt sig við kjánalegt fliss lafði Deborah. Ég var kjáni að forvitnast ekki um hvort hjarta lafði Beryl tilheyrði öðrum manni áður en ég bauð henni til hallarinnar, hugsaði hún ergileg. Satt að segja hafði henni ekki dottið í hug að ástin hefði þegar orðið á vegi ungu stúlkn- anna, þær voru svo ungar. Hún hafði verið alveg viss um að engin þeirra gæti staðist töfra hertogans. En nú var lítið sem hún gat gert í málinu. Gestirnir sátu í hestvagn- inum og óku í gegnum trjá- göngin. Höllin var umgirt trjágróðri og í gegnum hann sá Yseulta glampa á hafið. Fyrir aftan höllina teygði heiðin sig til himins og Yseulta fannst heiðin full- kominn bakgrunnur hallar- innar, sem var fallegasta bygging sem hún hafði aug- um litið. Þegar þau nálguðust höll- ina heyrðu þau í sekkjapípu- leikurum hertogans sem stóðu fyrir utan til þess að bjóða þau velkomin. Þetta var í fyrsta sinn sem Yseulta heyrði í sekkjapípum. Lafði Deborah stakk fingrunum í eyrun, lafði Beryl lét sem hún ekki heyrði, en Yseulta fann hvernig tónlistin snerti sál hennar. Sekkjapípur! hvíslaði hún. Hertoginn heyrði til henn- ar og hallaði sér að henni. Tónlistin er til þess að bjóða okkur velkomin. Ég sé eftir að hafa ekki gefið mér tíma til þess að klæðast Skota- búningnum. Ég bíð þess spennt að sjá þig klæðast honum, sagði Yseulta. Hertoginn vissi að hún var ekki að reyna að slá honum 44 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.