Vikan - 04.01.2000, Page 56
Hverju svarar lœknirinn ?
Þorsteinn Njálsson heiniilislæknir
Það er mun betri kostur að fara með góða
bók í rúmið en kaftibolla.
Kæri læknir.
Maðurinn minn sem er á
fertugsaldri á við svolítið
undarlegt vandamál að
stríða. Hann hann er yfir-
leitt rnjög hraustur og þetta
vandamál tengist engum
sjúkdómum, kvefi eða neinu
slíku. Hann svitnar mjög
mikið á nóttinni, stundum
svo mikið að sængin, kodd-
inn og lakið eru blaut af
svita. Hann svitnar ekki
svona á daginn, bara á nótt-
inni meðan hann sefur. Er
þetta merki um einhvers
konar veikindi eða kannski
bara fullkomlega eðlilegt?
Er eitthvað hægt að gera við
þessu?
HVM
Sæl HVM
Þegar breytingar verða
eins og þú nefnir mæli ég
alltaf með því að fólk leiti til
síns læknis og fari í skoðun
og blóðrannsókn. Þegar
jafnvægi líkamans raskast er
alltaf ástæða til að skoða
málið og fara yfir það.
Setjum sem svo að hann
væri búinn að fara í læknis-
skoðun og blóðrannsókn og
allt væri eðlilegt í þeirri
deildinni þá væri hægt að
skoða aðrar ástæður sem
þarna gætu legið að baki og
úrlausnir á þessum vanda.
Það er ekki óalgengt að
aðalástæða svona nætursvita
sé streita. Ekki ólíkt og hjá
börnunum. Þau detta og
meiða sig eða verða mjög
hrædd, sofna oft í kjölfar
þess og svitna þá, þ.e. þau
eru sem á floti. Með því að
taka á streitunni, vinda ofan
af henni og vinna úr henni
er hægt að draga úr þessum
einkennum. Skynsamlegt er
að draga úr koffeinneyslu,
t.d. kaffi- og gosdrykkjum.
Út af fyrir sig getur þessi
hæfileiki verið til góðs, því
þarna er verið að losa um
streitu, en það er hins vegar
ekki þægilegt að svitna
svona á nóttunni og
því rétt að bregðast
við með því að
minnka álagið og
leita leiða til að losa
um streituna á annan
hátt.
En byrjið á því að
fara í læknisskoðun
og blóðrannsókn.
Gangi ykkur vel,
Þorsteinn
Spurningar má
senda til „tíverju
svarar læknirinn?“
Vikan, Seljavegi 2,
101 Reykjavík.
Farið er með öll
bréf sem
trúnaðarmál og
þau birt undir
dulnefni.
Netfang: vikan@frodi.is
Sá sem ekki veit
og veit ekki að hann veit ekki,
hann er kjáni.
Forðastu hann.
Sá sem ekki veit
og veit að hann veit ekki,
hann er barn.
Kenndu honum
Sá sem veit
og veit ekki að hann veit,
hann er sofandi.
Vektu hann.
Sá sem veit
og veit að hann veit,
hann er vitur.
Fylgdu honum.
Höfundurókunnur
Þýðing: Jónína Leósdóttir
56 Vikan