Vikan


Vikan - 18.01.2000, Side 44

Vikan - 18.01.2000, Side 44
f r a m h a I d s s ÁST í HÁLÖNDUNUM Yseulta gekk spennt eftir þröngum stígnum sem lá upp á heið- ina. Mamma hennar hafði svo oft sagt henni frá fegurð heiðanna; fjólubláu lynginu og birtunni sem hún sagði að aðeins væri hægt að upp- lifa í Skotlandi. Nú, þegar Yseulta sá þetta allt með eigin augum, var hún viss um að ekkert gæti verið yndislegra. Allir gestirnir höfðu verið kátir um morguninn. Að morgunverði loknum hafði hertogaynjan sagst ætla að taka því rólega en hvatti gesti sína til þess að gera það sem þá langaði til. Ég bið ykkur samt að hafa í huga að við höldum hvíldar- daginn heilagan í Skotlandi og við í okkar tjölskyldu gætum þess að haga okkur sómasamlega. Hún sagði þetta brosandi en Yseulta vissi að alvara fylgdi orðum hennar. Mamma hennar hafði sagt henni hversu sunnudagurinn var mikil- vægur Skotunum og í kirkj- unni hafði hún orðið vitni að því að fólkið var mjög trúað. Henni til mikillar gleði voru það aðeins hún og hertoginn sem höfðu hug á því að fara í göngutúr. Lafði Beryl flýtti sér að segja að hún þyrfti að skrifa bréf og hertogaynjan var viss um hver ætti að fá bréfið. Lafði Deborah leit á Hugo sem sagði: Ég lofaði að bjóða þér í bátsferð og þar sem það er gott í sjóinn í dag held ég að þú verðir ekki sjóveik. Ég verð aldrei sjóveik! sagði lafði Deborah hneyksluð en uppgötvaði svo að hann var, eins og venjulega, bara að stríða henni. Hinir gestirnir sögðust ætla að setjast út í garðinn og njóta sólarinnar og svo lögðu þau Yseulta og her- toginn af stað. Þau vissu ekki að hertogaynjan horfði áhyggjufull á eftir þeim. Heiðin lá að fótum þeirra um leið og þau gengu gegn- um hallarhliðið. Leiðin lá upp á við og ekkert rauf þögnina nema viðvörun- arkurr í rjúpu sem hóf sig til flugs og flaug á eftir þeim upp hæðina. Þegar þau höfðu gengið góðan spöl sagði hertoginn: Snúðu þér við - núna! Yseulta gerði eins og hann sagði og fyrir neðan þau blasti við höllin, garðarnir umhverfis hana og hafið svo langt sem augað eygði. Þetta var yndisleg sjón, ná- kvæmlega eins það sem hún hafði búist við. Hún settist í lyngið, bergnumin af fegurð náttúrunnar. Henni fannst hún ein í heiminum og hún hafði ekki hugmynd um að hertoginn stóð og virti hana fyrir sér. Um hvað ertu að hugsa? spurði hann. Ég var að hugsa urn að allt væri eins og ég hafði gert mér í hugarlund, bara millj- ón sinnum fallegra. Hann brosti. Svona líður mér alltaf þegar ég kem heim. Hvernig getur þú hugsað þér að fara héðan? spurði hún. Eftir stutta þögn svaraði hann: Ég nýt þess líka að vera í húsinu mínu í Ox- fordshire og auðvitað vil ég ekki missa af því að sjá hest- ana mína á hlaupabrautinni. Það skil ég vel, sagði Yseulta, en þú verð líka miklum tíma í Lundúnum. Hertoginn hugsaði með sér að best væri að sleppa því að segja henni ástæðu þess. Þess í stað sagði hann: Ég hef vissum skyldum að gegna við hirðina og það væri rangt að láta Englend- ingana gleyma Skotlandi! Við verðum að minna þá á að við höfum upp á margt að bjóða ef þeir vildu láta svo lítið að leita til okkar. Yseulta sneri sér að honum. Þú hefur rétt fyrir þér! Móð- ir mín sagði alltaf að Eng- lendingar skildu ekki hversu mikla þýðingu Skotland hef- ur fyrir umheiminn. Það er skrítið að þú skulir segja þetta, sagði hertoginn, því þannig hugsa ég sjálfur. Ég er bara ekki viss um hvernig best er að koma því á framfæri. Ég er viss um að þú getur gert heilmikið, ef þú vilt. Og vegna þess að þú ert sá sem þú ert er ég viss að þú næðir eyrum Englendinganna. Þetta er heilmikil áskorun! sagði hann. Hann sagði þetta í gríni en Yseulta sagði dreymandi röddu: Þetta er það sem ég gæti hugsað mér að gera. Skotland er svo fallegt land og það rná aldrei falla í gleymsku og ekki vera talið með. Eftir stutta stund héldu þau göngunni áfram. I dalverpi fyrir neðan þau kom Yseulta auga á beljandi á og hertoginn sagði að þar væru hann og vinir hans vanir að renna fyrir lax. Má ég koma með ykkur á rnorgun og fylgjast með veiðunum? spurði Yseulta. Hún var hrædd um honum þætti hún of uppáþrengjandi og flýtti sér að bæta við: Ég yrði kannski aðeins til óþæg- inda. Ég vil mjög gjarnan hafa þig með, sagði hertoginn og kannski gætir þú hugsað þér að reyna sjálf? Heldur þú að ég réði við það? Það er nú ekki svo erfitt. Hver veit nema þú verðir heppin og veiðir þinn fyrsta lax. Honum til undrunar svaraði hún engu og þagði stutta stund. Svo sagði hún: Ég mun aldrei gleyma því hvað þú ert búinn að vera góður við mig. Ég sagði þér að njóta dval- arinnar og gleyma fortíð- inni, sagði hertoginn. Mundu að þú átt framtíðina fyrir þér. Þrátt fyrir þessi orð vissi hann að framtíð Yseultu var ótrygg. í raun og veru átti hún aðeins um tvo mögu- 44 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.