Vikan - 18.01.2000, Side 47
Eftir Barböru Cartland. Þórunn Stefánsdóttir þjddi.
og á morgun mun ég spyrj-
ast fyrir hvort einhvers stað-
ar sé að finna kot handa
þeim. Ég verð einnig að
finna vinnu handa mannin-
um.
Ég held að best sé að koma
þeim fyrir í nótt í bakher-
bergjunum í hesthúsinu þar
sem hestasveinar gestanna
eru vanir að sofa. Auðvitað!
Það er góð hugmynd, sagði
hertoginn. Meðan við bíðum
eftir fólkinu skaltu biðja
ráðskonuna um að finna til
mat handa þeim og mjólk
handa börnunum.
Douglas flýtti sér inn og
hertoginn sá að Yseulta
brosti. Þetta er ennþá eitt
ævintýrið, sagði hún blíð-
lega.
Hann brosti til hennar og
sagði: Við skulum fara og
líta á herbergin.
Þau fóru að hesthúsinu sem
var á bak við höllina. Yfir-
hestasveinninn flýtti sér á
móti hertoganum. Hertog-
inn sagði honum erindið og
hestasveinninn sýndi þeim
herbergin tvö sem stóðu
auð. Þar var einnig lítið eld-
hús með furuborði,
nokkrum stólum og litlum
kolaofni.
Flýttu þér að kveikja upp í
ofninum, skipaði hertoginn.
Skal gert, herra minn, svar-
aði yfirhestasveinninn.
Yseulta kom auga á stórt
rúm, þakið hestaábreiðum, í
einu horninu. Drengirnir
geta sofið þarna, sagði hún.
Já, auðvitað, sagði hertog-
inn. Við verðum líka að
finna til teppi.
Það eru teppi hérna í skápn-
um, herra minn, sagði yfir-
hestasveinninn.
Hann opnaði skáp og
Yseulta sá að hann var full-
ur af þykkum ullarteppum.
Henni létti við að vita að
konan og börnin yrðu ekki
svöng og köld þessa nóttina.
Svo sagði hún lágum rómi
við hertogann: Ég er viss um
að það er ljósmóðir í þorp-
inu sem getur aðstoðað við
fæðinguna.
Já, auðvitað, þú hefur rétt
fyrir þér, sagði hertoginn.
Hann gaf skipun um að láta
sækja ljósmóðurina og í því
sáu þau fjölskylduna koma
gangandi. Yseulta hafði á
tilfinningunni að þau hefðu
gengið hratt af hræðslu við
að hertoginn skipti um
skoðun eða gleymdi þeim.
Konan var rauð í kinnum.
Maðurinn hélt á yngri
drengnum sem var of þreytt-
ur og aðframkominn af
hungri til þess að geta geng-
ið. Hertoginn vísaði þeim á
herbergin sem biðu þeirra. í
því bili kom Douglas í fylgd
tveggja þjóna. Þeir héldu á
bökkum, fullum af mat, sem
þeir létu frá sér á borðið.
Drengirnir flýttu sér að
krækja sér í brauð og rifu
það í sig. Móðir þeirra ætl-
aði að fara að ávíta þá en
Yseulta sagði við hana:
Sestu niður og hvíldu þig.
Þú hlýtur að vera yfir þig
þreytt. Hertoginn er búinn
að senda eftir ljósmóðurinni
og hún hlýtur að koma fljót-
lega.
Tárin runnu niður kinnar
konunnar og hún þerraði
þau jafnóðum óhreinni
hendi. Yseulta gekk til her-
togans og sagði: Ég held að
það sé best að við förum og
leyfum þeim að vera í friði.
Þeim líður vel núna og þau
eru allt of þreytt til þess að
getað tjáð þakklæti sitt í
orðum.
Skv. síðustu fjölmiðlakönnun
Gaiiup er Vikan nú
3. mest selda
tímarit landsins.
Hafðu
samband við
auglýsinga-
stjorann okkar.
Ingunn B. Sigurjónsdóttir
Sími: 515-5628
GSM: 699-6282
Netfang: vikanaugl@frodi.is