Vikan - 08.02.2000, Side 6
Ath: Vegna fjölda
fyrirspurna um völv-
una skal tekið fram
að Guðrún Hjörleifs-
dóttir er ekki völva
Vikunnar
Hjorleífsdottír starfar sem spamiðill hja
rannsóknarfélagi íslands. Hún er einnig bæjarfulltrúí
Framsóknarflokksins í Hafnarfirði, er hriggja barna
móðir og á eitt barnabarn. Skyggnigáfan hefur fylgt
henni frá barnsaldrí og ræddum við hinar ýmsu hliðar
sem fylgja hví að hafa slík næmi.
Það getur verið dá-
lítið erfitt þvi það
W W tekur ákveðið mörg
ár að læra að skilja
þessa gáfu. Ég byrjaði að vera
svona þegar ég var lítil, ég var
að leika mér við eitthvert fólk í
veggjum og blómálfa. Svo var
það á vissum stöðum í húsinu
sem ég gat ekki gengið og pabbi
varð t.d. að bera mig framhjá
konu sem ég sá alltaf. Það
sagði enginn neitt, þetta var
bara gert, og mamma virtist
skiija þetta. Þetta var bara eitt-
hvað svo eðlilegt þá þegar ég
var barn,“ segir Guðrún og hlær
skærum og smitandi hlátri.
Um tólf ára aldur fannst
henni þessi hæfileiki verða
minna áberandi og fara svolítið
frá sér. Sautján ára var Guðrún
oft að líta í bolla fyrir vinkonur
sínar og þá fór þessi hæfileiki
að styrkjast og opnast aftur.
Það var þó ekki fyrr en seinna
að hún gerði sér grein fyrir því
hvernig hún gæti nýtt skyggni-
hæfileikann til að hjálpa fólki.
Við tók annasamur tími þar
sem hún varð virkur þátttak-
andi í pólitík þá tuttugu og fjög-
urra ára og búsett á Siglufirði
þar sem hún er fædd og uppal-
in. „Þá fór ég að skrifa og ég
skildi ekkert af hverju ég skrif-
aði alltaf á vissum tíma á
morgnana eða kvöldin. Þá
skrifaði ég einhverjar háfleygar
ræður, í raun langt á undan
samtímanum, og fólkinu fannst
þetta svo furðulegt. Það héldu
margir að það væri skrifað fyrir
mig en svo var ekki,“ segir
Guðrún.
Skyggnigáfan
I kjölfarið tók við álagstími
þar sem börn og bú tóku allan
hennar tíma. Svo veiktist Guð-
rún og þurfti að gangast undir
uppskurð. Þá var hún nýbúin að
kynna sér hugleiðslu og notaði
hugleiðsluna til að hjálpa sér í
gegnum veikindin og stilla verki
í stað þess að nota lyf. Upp úr
því eða um 1988 fór hún aftur
að rækta meira næmi sitt, og
árið 1991 ákvað hún að fara til
Bretlands í andlegan skóla sem
heitir Arthur Findley.
„Þar fékk ég mjög góða