Vikan


Vikan - 08.02.2000, Side 7

Vikan - 08.02.2000, Side 7
fræðslu og kennslu um hvernig ég gæti náð betri tökum á orku minni,“ segir Guðrún. Þannig gat hún lært að stýra skyggni- gáfu sinni betur og vernda sjálfa sig. Margir hafa heyrt um að fólk sem er skyggnt sjái ekki mun- inn á lifandi fólki og því sem er látið. Guðrún lenti einu sinni í slíkri lífsreynslu. „Eg var stödd í vinnunni og það kemur kona inn, ég sný mér að annarri konu sem er inni í herberginu og fer að tala við hana. Þá tek ég eftir að hún svarar mér ekki og að ég var þá að tala við ranga konu. Hin konan sem var lif- andi var farin að líta í allar áttir því ég snéri mér algjörlega í aðra átt. Þetta var mamma hennar sem hafði látist ung og hún var nákvæmlega eins og stelpan. Ég greindi ekki mun- inn á þeim og var að tala við látnu konuna,“ sagði Guðrún. Þessi reynsla er þó sérstök og yfirleitt greinir Guðrún mun á látnum og lifandi. Skyggnigáfa Guðrúnar kemur yfirleitt með skynjun, heyrn og hröðum myndbirtingum, „ég sé þetta með þriðja auganu," segir Guðrún. Henni finnst styrkur sinn sem miðils liggja í að skynja tilfinn- ingaástand fólks og einnig skynjar hún hvert heilsufarsá- stand fólks er. „Það virðist vera að þegar ég vinn þá sé einhvers- konar heilun í gangi án þess að ég geti gert mér grein fyrir því hvernig hún virkar. En fólk sem kemur aftur segir við mig að það verði fyrir einhverju og sé með tærari hugsun þegar það fer út,“ segir Guðrún. Það tekur á að hafa hæfileika til að sjá inn í framtíðina en Guðrún leggur samt áherslu á mikilvægi þess að takast á við jarðvistina því til þess séum við hingað komin. Hún telur mikilvægt fyrir fólk sem er mjög næmt að greina á milli hvenær það er að taka við erfiðri orku frá öðru fólki og hvenær það er að taka við áhrif- um úr umhverfinu. „Það tók mig langan tíma að greina að pirringur sem ég sat uppi með var ekki minn pirringur heldur var hann truflun frá þeirri orku sem ég lenti inni í,“ segir Guð- rún. Þess vegna notar hún hug- leiðslu til að kyrra hugann eftir vinnudaginn. „Ég verð að passa mig á að verða ekki of stressuð því þá minnkar sambandið og ég verð ekki nógu tær og það getur skaðað mig,“ segir hún. Það kemur fyrir að Guðrún tapar orku í kringum fólk sem er mjög dapurt og hefur orðið fyrir mikilli sorg og nálægt fólki sem hefur ekki mikla lífslöng- un. „Svo aftur með fólki sem er í eiturlyfjum þá lendi ég oft í mjög erfiðu flæði, þá er bara eins og ég ætli að kasta upp. Þetta fólk er oft mjög illa tengt við sjálft sig,“ segir Guðrún. Þegar Guðrún vinnur sem miðill tengir hún sig við almætt- ið en svo er hún með þrjá sterka leiðbeinendur. Þegar hún fer í vinnu á morgnana og teng- ir sig er sem hún fari upp í vagn og svo aftur til baka þegar degi líkur. „Það er eins og ég fari úr mér einhvern veginn, þetta er svona mín leið til að slappa af og láta flæðið ganga,“ segir Guðrún. Spámiðlun Guðrún stundar spámiðlun sem felur það í sér að skoða með fólki atburði líðandi stund- ar og hvað það er í fortíðinni sem hefur áhrif á líf þess í dag. Einnig horfir hún með fólki fram í tímann og lítur á mikil- væg atvik. Oft kemur fólk sem er ráðvillt og þarf að skýra hugsunina eða einfald- lega að fá nýja von um bjartari framtíð. „Við erum að vinna með næmi og það er að láta ganga og jafnvel að heila fólk eða gefa ákveðna sýn eða ábendingu með vissa hluti. En við get- um ekki leyst úr vandamálum sem við segjum fólki frá. Við erum ekki eins og sálfræðingar eða geð- læknar það er ann- ars konar með- ferð,“ segir Guðrún. En mikil- vægast að Guðrúnar mati er að fólk taki ábyrgð á eigin lífi. „Eins og ég upplifi það þá lifum við í þrívídd, við lifum í fortíð, nútíð og framtíð. Svo ég get leikið mér að því að rúlla þarna inn á sviðið, og ástæðan fyrir því að ég fer svona aftur í tím- ann með fólk er sú að þetta er svona svolítið eins og óbein dá- leiðsla. Ég fer aftur í atvik sem geta haft áhrif, sum gleðileg, önnur erfið. I erfiðum málum þá getur það hjálpað sálinni að losna við þennan þunga,“ segir Guðrún. Tímasetningar í spádóm- um eru oft mjög erfið- ar, þó svo að oft sé hægt að tímasetja at- burði mjög ná- kvæmlega. Stundum koma atvikin fram á öðrum tíma en áætlað var. Guð- rúnu finnst líka mjög misjafnt að spá fyrir fólki eftir því hvernig það er sjálft statt. „Jógar vilja meina að eftir því sem maður vinnur meira í sér eða nær tökum á sér and- lega því meira sækir maður í svipaða orku og maður er sjálf- ur með,“ segir Guðrún. Trú á gott og íllt Margir hræðast drauga og það sem augað ekki sér. Þeir telja andatrú og störf miðla vera af hinu illa og tala um svart og hvítt í þessum efnum. En fólk er misjafnt í öllum stéttum mannlífsins og á það ef- laust einnig við um miðla. Nornir hafa oft verið kenndar við svartagaldur og illa anda en Guðrún telur að þarna hafi oft verið um að ræða fólk sem hafði vfðtæka þekkingu og hafi stundað lækningar. Þetta fólk varð svo fyrir ofsóknum yfir- valda vegna þekkingar sinnar. „Þetta orð „norn“ er misskilið. Norn er bara orð um andlegt fólk og ég held að þetta hafi líka skapast vegna valdabar- áttu. Þarna voru nokkrar konur og menn sem þróuðu hæfileika sína og svo voru aðrir sem Vikan 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.