Vikan


Vikan - 08.02.2000, Side 26

Vikan - 08.02.2000, Side 26
Texti: Margrét V. Helgadóttir Mynd: Sigurjón Ragnar uðrún Agnes fékk syk- ursýki fyrir tíu árum. í fyrstu þurfti hún ein- ungis að taka inn töflur en fyrir um það bil ári síðan þurfti hún að byrja að sprauta sig fjórum sinnum á dag. Fyrst eftir sprautumeðferðina átti hún í miklum vanda með að finna rétta stjórnun á blóðsykrinum með insúlínsprautunum. Hún var sífellt að fá sykurfall, var oft dösuð og úthaldslítil. Guðrún Agnes fékk áhuga á golfi og fór á námskeið fyrir byrjendur, sem gekk mjög vel þar til hún fór að spila á vellinum. En þegar komið var að 3. til 4. holu fékk hún alltaf sykurfall og þegar 9 holur voru búnar var úthaldið lítið og þreytan farin að segja til sín eftir sykurfallið. A þessu tímabili kom starfsmaður frá Leppin Sport að kynna drykk sem enginn sykur var í og vaknaði þá áhugi hennar á hvort loksins væri kominn drykkur sem sykursjúkir gætu notað. Guðrún Agnes hafði alltaf verið á móti sambærilegum drykkjum vegna of mikils sykurmagns og annarra efna sem sykursjúkir verða að forðast en ákvað að slá til og prófa Leppin Sport því í drykknum er enginn sykur, rot- varnarefni eða koffein. Um leið og Guðrún fór að nota Leppin Sport fann hún mikinn mun á líðan sinni. „Ég var mjög efins um ágæti Leppin Sport til að byrja með en ákvað að gefa því eina viku. Ég fann strax mik- inn mun. Eftir vikuna gat ég farið að spila 18 holur án þess að finna fyrir yf- irþyrmandi þreytu eða þurfa að hvíla mig lengi á eftir. Ég er mjög meðvituð um líðan mína í dag vegna sykursýkinnar og fann því fljótt hversu vel mér leið. Ég fann fljót- lega hversu mikið magn af Leppin Sport ég þurfti að nota dags daglega og það besta er að blóðsykurinn hjá mér helst stöðugur núna. Ég þarf minna insúlín og ég hef betri stjórn á sykur- sýkinni, enda fæ ég ekki lengur sykur- föll sem geta verið hættuleg. Eftir að ég kynntist Leppin Sport, get ég sagt að mér séu allir vegir færir. Ég hef engar áhyggjur á meðan ég hef drykkinn með mér. Þegar fjölskyldan mín sá breytinguna á úthaldi mínu og orku, fór hún ásamt stórum hópi vina og kunningja að nota Leppin Sport. Það er varla hægt að lýsa því að hve miklu leyti líf okkar hefur breyst mikið til batnaðar. Okkur líður svo margfalt betur, ég hef úthald og orku og get haldið áfram að stunda áhugamálin mín þrátt fyrir að vera haldin þessum sjúkdómi.“ 26 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.