Vikan


Vikan - 08.02.2000, Page 30

Vikan - 08.02.2000, Page 30
Ertua ■ ■ ■ E.I III <M * + bommer i vmnunni? Við lendum öll í buí einhuern tíma á lífs- leiðinni að uerða okk- ur til skammar eða gera skyssu og uerða miður okkar yfir þuí. Stundum er hað suo aluarlegt að hað hvðir ekki að reyna að af- saka sig eða bæta fyr- ir brotið. Margir reyna samt að kióra yfir skömmina, sumum tekst bað, aðrir gera illt uerra. að er mannlegt að gera mistök. Samt vonumst við til þess að það komi aldrei fyrir okkur og reikn- um jafnvel með því þangað til að annað kemur í ljós. Verst er það þegar við gerum mistök í vinnunni því þar erum við meðal ókunn- ugra og á okkur hvílir ábyrgð sem við viljum standa undir. Það er skárra að mistakast heima þar eru vitnin hvorki keppinautar okkar né ókunnugir. Það getur samt verið nógu slæmt t.d. að hella fisksoð- inu í ógáti einmitt þegar þú átt von á gestum í þína víð- frægu fisiksúpu og gæðin byggjast algerlega á soðinu sem fór í vaskinn. Það er líka afspyrnu slæmt að gera heljarstórt lykkjufall á einu sokkabuxurnar sínar um leið og maður stígur upp í bílinn á leið í leikhús eða brúðkaupsveislu. En það er hægt að redda sér í svona tilfellum, það má hlaupa í næstu búð eða sjoppu og kaupa fiskikraft eða sokkabuxur og verða kannski aðeins of seinn. Það gæti jafnvel orðið efni í góða grínsögu seinna meir. Konur hræðast mistök Þegar maður gerir mistök í vinnunni verður málið miklu stærra alvarlegra og þá er ekki nóg að hrópa upp yfir sig eða hlaupa út í búð. Stundum er að vfsu hægt að redda einhverju og búa síð- an til fyndna sögu fyrir vinnufélagana sem öfunda þig af sjálfsörygginu, en oft- ast er svoleiðis lausn víðs fjarri. Það hefur sýnt sig að kon- ur taka það mjög nærri sér að gera mistök í vinnunni. Konur eru hræddar við dóm vinnufélaganna, við að missa traust yfirmanna og jafnvel við að missa vinn- una. Mistök kvenna í vinnu eru hlutfallslega mun færri en karla, en konur sem gera alvarleg rnistök eiga sér oft 30 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.