Vikan - 08.02.2000, Page 47
Eftir Barböru Cartland. Þórunn Stefánsdóttir þýddi.
fari snemma í háttinn, á
morgun eigum við langan
dag fyrir höndum. Karl-
mennirnir mótmæltu hlæj-
andi en hertogaynjan stóð
fast á sínu. Konurnar buðu
henni góða nótt og vinir
hennar, sem voru þreyttir
eftir langan dag við ána,
voru fegnir að komast í
rúmið.
Þegar allir voru farnir nema
hertoginn og Yseulta sagði
hertogaynjan: Ég hef nokk-
uð að segja ykkur og ég
vona að ykkur þyki það
góðar fréttir.
Yseulta leit kvíðin á hana.
Hertoginn var hræddur um
að fréttirnar kæmu sér illa
fyrir Yseultu og hann tók
utan um hana.
Hvað er það, mamma?
spurði hann.
Ég setti mig í samband við
Sir John Sinclair sem er, eins
og þú veist Kenyon, sjötti
barón og höfðingi Sinclair
ættarinnar í Caithnesshire.
Hertoginn hlustaði með at-
hygli og móðir hans hélt
áfram: Hann var glaður að
heyra að frænka hans ætlaði
að giftast syni mínum og
annað kvöld mun hann til-
kynna trúlofun ykkar á
dansleiknum.
Hefur hann ekkert á móti
því að gera það? spurði
Yseulta lágum rómi.
Honum fannst sér mikill
heiður gerður með því að
vera beðinn um það, full-
vissaði hertogaynjan hana
um, og hann veit ekkert, ég
endurtek, ekkert, um það
sem kom fyrir föður þinn,
frekar en aðrir á þessum
slóðum.
Yseulta tók um hönd her-
togans og hann þrýsti fingur
hennar. Það eina sem skiptir
Skota máli, sagði hertoga-
ynjan hæglátlega, er að afi
þinn, sem dó árið 1842, var
fimmti baróninn og var
kominn í beinan karlegg,
eins og allir af Sinclair ætt-
inni, af jarlinum af Cait-
hness. Hún þagði og hélt svo
áfram: Fólk ber mikla virð-
ingu fyrir Sir John og hann
er vinsæll maður. Hann
mun, þegar hann tilkynnir
trúlofun ykkar, skýra frá því
að þú sért dótturdóttir
fimmta barónsins og að afi
þinn í föðurætt hafi verið
annar markgreifi af Der-
roncorde.
Hún brosti til Yseultu. Ég sá
alls enga ástæðu til þess að
nefna frænda þinn á nafn í
trúlofunartilkynningunni
sem ég hef þegar sent til
dagblaðanna.
Yseulta horfði á hertogann
með tárvotum augum. Þarna
varstu sniðug mamma, sagði
hertoginn. Ég hefði átt að
vita að þú kæmist yfir síð-
ustu hindrunina með glæsi-
brag!
Hertogaynjan hló. Það er
ennþá ein hindrun sem þarf
að ryðja úr vegi fyrir næsta
laugardag, þegar brúðkaup-
ið fer fram. Við neyðumst til
þess að finna brúðarskart á
brúði þína. Hún brosti til
Yseultu og sagði: Ég er búin
að senda eftir nýjustu og
glæsilegustu kvöldkjólunum
frá Iverness. Þeir verða
sendir hingað með lest síð-
degis.
Hertoginn gekk til móður
sinnar og kyssti hana á kinn-
ina. Mamma, þú ert snilling-
ur!
Nei, hún er góða álfkonan
sem vantaði til þess að full-
komna ævintýrið, sagði
Yseulta. Tárin streymdu
niður kinnar hennar, en það
voru gleðitár og þegar her-
togaynjan hafði yfirgefið
þau þurrkaði hertoginn þau
í burtu.
Ekki gráta, sagði hann. Ef
þú heldur áfram að gráta þá
held ég að þú sért þegar
orðin leið á mér.
Hvernig getur þú sagt þetta?
sagði Yseulta og hló í gegn-
um tárin. Hvernig ætti ég
nokkurn tíma að geta orðið
leið á þér?
Ég vona að þú verðir þeirrar
skoðunar næstu sextíu árin
eða svo.
Hann kyssti hana og þau
gengu hönd í hönd að svefn-
herbergi Yseultu. Það var
kalt úti og búið að kveikja
upp í arninum. Kerti loguðu
í kertastjaka á náttborðinu.
Hann horfði lengi á hana og
sagði: Þú veist það, ástin
mín, að nú ert þú konan
mín. En ef þú vilt að við bíð-
um þar til við höfum verið
formlega vígð í kirkju verð-
ur þú að segja mér eins og
er.
Yseulta lagði hendurnar um
hálsinn á honum. Ég er þín,
hvíslaði hún, í einu og öllu.
Hann kyssti hana blíðlega
og fór fram. Yseulta af-
klæddi sig og dró glugga-
tjöldin frá. Stjörnurnar
skinu yfir haffletinum og
birta mánans skein í gegnum
öldurnar. Fyrr um daginn
hafði hún reynt að svipta sig
lífi. Nú var hún að byrja nýtt
líf. Líf, sem hún vissi að
helgaðist af ást og hamingju
sem hún hafði ekki þekkt
frá því að móðir hennar dó.
Þakka þér fyrir, góði guð,
hvíslaði hún út í myrkrið.
Henni fannst hún sjá pabba
sinn brosa til sín yfir stjörn-
urnar og segja að hún hafi
unnið kappreiðarnar, þrátt
fyrir að við ofurefli væri ver-
ið að etja.
Yseulta fór undir sængina
og hjartað barðist í brjósti
hennar meðan hún beið her-
togans. Hann kom í sama
mund og eldurinn blossaði
upp í arninum og lýsti upp
herbergið. Hún var feimin.
En þegar hann gekk hægt í
átt til hennar breiddi hún út
faðminn á móti honum.
Hann settist við hlið hennar.
Þú ert fullkomin, ástin mín,
sagði hann. Ég vil ekki gera
neitt sem er þér á móti
skapi. Þú verður að segja
mér eins og er ef þú þarft
lengri umhugsunartíma áður
en ég geri þig að eiginkonu
minni.
Ég þarf ekki að hugsa mig
um, sagði Yseulta. Hvernig
get ég annað en tekið ást-
inni opnum örmum þegar ég
veit að hún er gjöf frá guði?
Hertoginn brosti. Þú hefur
alltaf rétta svarið, sagði
hann, og ég er sama sinnis.
Hann lagðist við hlið hennar
og tók hana í faðminn.
Stutta stund lá hann hreyf-
ingarlaus og horfði á hana
meðan logarnir frá arninum
léku sér í ljósu hári hennar.