Vikan - 18.04.2000, Blaðsíða 28
ðvæntir endurfundir
Ég kynntist Sigrúnu begar ég
uar 17 ára. Við vorum iaffnöldr-
ur, en ástæðan ffyrir Hví að við
kynntumst var sú að hún tðr að
vera með yngri bróður mínum.
Sigrún varð strax góð vinkona
mín og við urðum mjög nánar.
ið áttum mörg
sameiginleg
áhugamál, eitt af
þeim var söngur-
inn. Við sungum báðar í kór
á þessum tíma og seinna meir
sungum við í sama kórnum.
Okkur þótti mjög vænt hvor
um aðra og við eyddum öllum
stundum saman nema þegar
hún var ein með bróður mín-
um. Oft fór ég þó með þeim í
bíó þar sem við vorum öll
með bíódellu og tvisvar ferð-
uðumst við þrjú saman hér
innanlands.
Sambandþeirra entistekki
lengi, þau hættu að vera sam-
an þegar við vinkonurnar
vorum nítján ára eða eftir tæp
tvö ár. Þrátt fyrir það héldum
við Sigrún okkar vináttu, hún
minnkaði ekkert þó Sigrún
hætti fyrst um sinn að koma
eins mikið heim til okkar og
áður var. Vinátta okkar
dýpkaði frekar en hitt, því eft-
ir þetta fór Sigrún að tala
meira um sjálfa sig við mig.
Þegar við vorum tvítugar
kynntist ég tilvonandi eigin-
manni mínum og skömmu
síðar ákvað Sigrún að fara í
nám til Kaupmannahafnar
einn vetur þannig að sam-
band okkar minnkaði tölu-
vert. í fyrstu skrifuðumst við
mikið á, en eftir að ég gifti
mig og varð ólétt og hún fór
að vera með dönskum manni
fækkaði bréfunum. Sigrún
heimsótti mig sumarið sem
elsta barnið mitt var á fyrsta
ári, en veturinn eftir flutti Sig-
rún til Parísar í eitt ár og eft-
ir það má heita að ég hafi ekki
heyrt af henni. Ég vissi að vísu
að hún giftist Dananum og
þau fluttu til Jótlands, en þar
með var líka öll sagan sögð.
Oft hefur mér orðið hugsað
til Sigrúnar öll þessi ár síðan
hún flutti til Danmerkur og
minningarnar sem ég átti um
hana og vináttu okkar hafa
oft yljað mér. Það hefur
hvarflað að mér oftar en einu
sinni að reyna að hafa uppi á
henni, en einhvern veginn
varð aldrei neitt úr því.
Út í bláinn
En það fór samt svo að ég
hitti Sigrúnu aftur en þá voru
liðin næstum 21 ár síðan við
sáumst síðast. Það var væg-
ast sagt undarleg tilviljun sem
réði því.
Við hjónin ferðuðumst ekki
mikið á fyrstu búskaparárum
okkar. Okkur langaði svo
sannarlega til þess, en við vor-
um auðvitað blönk og upp-
tekin af barnauppeldi og
höfðum hvorki tíma né pen-
inga til ferðalaga. Eftir að
börnin uxu úr grasi breyttist
þetta og undanfarin 7 ár höf-
um við farið til útlanda á
hverju ári. Fyrst fórum við
reglulega í einhvers konar
hópferðir. Fyrir tveim árum
í fyrstu skrifuðumst
uið mikíð á, en eftir
að ég gifti mig og
varð ólétt og hún för
að vera með dönsk-
um manni fækkaði
bréfunum.
ákváðum við svo að gera eitt-
hvað „öðruvísi" og í stað þess
að fara í hefðbundnar sólar-
landaferðir langaði okkur að
fara ein út í bláinn, fá okkur
bílaleigubíl og ferðast frjáls.
Við flugum til London og tók-
um bíl á leigu þar og ókum í
suður. Við gistum oftast á
einkaheimilum í svokallaðri
„Bed and Breakfast“ gistingu
og líkaði það einstaklega vel.
Bretarnir eru svo elskulegir
heim að sækja og okkur
fannst næstum eins og við
værum fósturbörn heima-
manna á flestum stöðunum.
Við ókum gegnum litla, vina-
lega bæi, versluðum í „kaup-
félögunum“ þeirra, fórum á
pöbbana og vinkuðum til
gömlu kvennanna sem hjól-
uðu um með hundana sína í
bastkörfum. Þetta var yndis-
legt.
Einn af þeim bæjum sem
við nánast villtumst inn í heit-
ir Rye og er gamall, sérstak-
lega rómantískur og fallegur.
Þar fundum við fallegt, lítið
hús með skilti í glugga þar
sem boðið var upp á gistingu.
Á móti okkur tók afskaplega
smágerð, gömul kona sem
umvafði okkur hlýju og bauð
okkur te úti í rósagarðinum
sínum. Hún sagði að okkur
væri sjálfsagt að setjast þar
hvenær sem okkur lysti. Okk-
ur líkaði svo vel í húsinu hjá
ekkjufrú Jenkins að við
ákváðum að vera þar í þrjá
daga til að ná úr okkur vega-
þreytunni áður en við snerum
til baka til London í rólegheit-
unum. Við sáum ekki eftir
þeirri ákvörðun því það fór
einstaklega vel um okkur, við
gengum um bæinn og létum
eins og við værum heima hjá
okkur,- og þar hitti ég Sig-
rúnu!
Magnaður morgunverður
Þriðja (og síðasta!) morg-
unin okkar hjá frú Jenkins
fórum við snemma fram í
morgunverðinn í sólstofunni.
Þar voru þrjú kringlótt borð
fyrir gestina og við settumst
alltaf við borðið sem sneri út
í garðinn. Við vorum rétt að
fá okkur sæti með kaffiboll-
ana okkar og heimabökuðu
bollurnar þegar önnur hjón
komu inn í stofuna. Mér varð
litið á þau og konan vakti
strax athygli mína, mér fannst
ég hafa séð hana áður!
Ég settist hjá manninum
mínum og snéri vinstri hlið-
inni að fólkinu sem var að fá
sér á diskana. Eins og sönnum
íslendingi fannst mér auðvit-
að allt í lagi að tala frjálslega
við manninn minn, maður
heldur jú alltaf að enginn
skilji mann. Ég sagði honum
skýrt og skilmerkilega að mér
hefði ég fundist þekkja þetta
fólk; ég hefði örugglega séð
þessa konu áður. í því lítur
konan upp og þá þekkti ég
Sigrúnu. Við gripum báðar
andann á lofti og hún fleygði
frá sér diskinum og hljóp til
mín. Við féllumst í faðma og
hvorug trúðum við okkar eig-
in augum. Sigrún hafði litið á
okkur þegar hún heyrði ís-
lenskuna og þekkti mig eins
og skot. Þarna urðu miklir
fagnaðarfundir og aumingja
karlarnir okkar urðu hálf
vandræðalegir. Sigrún og
maður hennar settust hjá
okkur og það var lítill morg-
unmatur sem fór ofan í okk-
ur stöllurnar. Við töluðum og
töluðum á íslensku, auðvitað
um sjálfar okkur og á endan-
um fóru þeir eiginmenn okk-
ar að tala saman á ensku því
maðurinn minn talar ekki
dönsku og hennar ekki ís-
28
Vikan