Vikan


Vikan - 18.04.2000, Page 30

Vikan - 18.04.2000, Page 30
Hún tryllist aldrei Vilji kona heilla alla karlmenn upp úr skónum er gullna reglan sú að sleppa sér aldrei. Kyngja reiðinni, sárindunum og pirr- ingnum eins og bragðvondu meðali. Karlmenn eiga ákaflega bágt með að þola að lifa við þá óbærilegu spennu að eiginkonur þeirra eða vinkonur taki upp á þeim ósköpum að tryllast af reiði á degi hverjum. Það hlýtur bók- staflega að vera hræðilegt að vita aldrei hvort von er á skömmum eða blíðuorðum þegar hringt er og ekki hægt að ætlast til þess af viðkvæmum karlkynsverum að þeir þoli slíkt. Einn í könnunni nefndi að hann ætti löng og vin- samleg símtöl við fyrrverandi eiginkonu sína með reglulegu millibili og margar konur sem hann hefði verið með hefðu átt bágt með að þola þetta. Nýjasta vinkonan hló hins vegar að þess- um samræðum og það kunni hann að meta. Annar 35 ára kvartaði sáran undan því að hann hefði farið út með mörgum sjálf- stæðum framakonum og þær væru bókstaflega tilfinningleg hrúgöld. „Tár eru í lagi af og til,“ segir hann „en konur sem gráta í tíma og ótíma yfir einhverju sem ég hef gert til að særa þær eru nóg til að ég slíti sambandinu." Varla er hægt að ímynda sér að tillit- samur og elskulegur maður á borð við þennan geri nokkurn tíma nokkuð sem hætta er á að kalli fram tár. Konur eru yfirleitt ófeimnari við að sýna tilfinning- ar sínar en karlmenn en fæstar konur gráta að tilefnislausu. I guðs bænum tryllstu í hvert ein- asta skipti sem hann á það skil- ið. Hvernig á að gera liann ánægðan í rúminuP Haltu við neistanum í sambandinu. Gerðu hann óðan. Þessar fyr- irsagnir eru algengar í kvennablöðum og þær selja að bví er virðist grimmt. Flestar konur renna í það minnsta augum yfir þessar greinar þótl þær kaupi blaðið af allt öðrum ástæðum. Fyrir nokkru rákumst við á grein í bandaríska Cosmopolitan sem hét: Hvernig á að vera stúlkan sem allir karlmenn viljaP Sjö einföld ráð voru gefin um hvernig konur gætu ræktað með sér eðliskostina sem allir karlmenn sæktust eftir hjá vinkonum sínum. í greininni var fullyrt að síma- könnun á vegum blaðsins hafi komið í Ijós að óvenju- margir karlmenn hafi nefnt einmitt og akkúrat þetta. Og hvernig á kona svo að breyt- ast úr venjulegri öskubusku í draumaprinsessu? Hún getur heillað alla Fyrsta reglan er sú að vera þannig að þú bókstaflega lýsir upp herbergið. Þú mátt ekki slaka á og leggja sjarmann á hill- una um leið og þið eru orðin tvö ein heldur er til þess ætlast að þér falli áfram gullkorn af vörum og farðinn haggist ekki. Vitnað er í sálfræðingin Kathleen Mojas ~ sem bendir á að karlmenn vilji gj arnan að flestir kunningj a hans » öfundi hann af konunni hans og ro að hún sé honum til sóma hvert e - sem hann fer. Konan þarf sem " sagt að heilla viðskiptafélagana, töfra fjölskylduna upp úr skón- ^ um og gera vinina græna af öf- S und. Alls ekki til mikils ætlast. ™ Eina sem kona þarf að gera er 'Z að vera gáfuð, orðheppin, lífleg, œ gædd þeim eiginleika að aðrir slaki auðveldlega á í návist henn- x ar og útlitið flott. En hvernig “ mann á þetta glæsikvendi að hafa á arminum? Það er nefnilega ekkert minnst á það. Ef síma- könnunin hefur verið gerð eftir slembiúrtaki eru það jú allir venjulegu Jónarnir og Siggarnir í Bandaríkjunum sem mæta jafn- vel í samkvæmið með sorgar- rendur undir nöglum eftir að hafa gert við bílinn úti í skúr eða hafa aldrei náð lengra í félagsleg- um þroska en svo að þeir sitja þumbaralegir úti í horni ef um- ræðan snýst um annað en fót- bolta og neðanbeltisbrandara. Ekki ónýtt fyrir gáfukonuna. Hún gerir kynlíf að ævintýri „Fréttatilkynning! Karlmönn- um þykir kynlíf gott. Allt í lagi þú vissir það. Þú hélst að svo lengi sem þú værir viljug væri hann ánægður, ekki satt? En það þarf alls ekki að vera svo, samkvæmt körlunum sem við töluðum við (og þeir höfðu sérlega ákveðnar skoðanir á þessu umræðuefni): „Ekkert heldur áhuga mínum jafnvel við og og kona sem kann vel við fjölbreytni í kynlífi og þykir gaman að reyna eitthvað nýtt.“ (Bein þýðing úr Cosmo- politan). Þegar þessi kostur hinn- ar fullkomnu konu er ræddur er vitnað í annan sálfræðing, Carole Altman, sem segir að karlmönn- um hætti til að leiðast fljótt. Það er skylda kvennanna að halda þeim við efnið líkt og litlu börn- unum í leikskólanum. Finna handa þeim nýja leiki, aðrar stell- ingar og skemmtileg leikföng. Hugmyndaflug þeirra þarf ekki að virkja til að gera hana ánægða. Þeir mega blessaðir vera bráð- snauðir af allri þekkingu á kven- líkamanum og jafnvanafastir og máninn sem skríður alltaf sama hringinn um jörðina. Það er kvenmannsverk að halda við gleðinni í kynlífinu svo það er þér að kenna ef hann fer að staðna. Okkar ráð hér á Vikunni er hins vegar: Gefðu í samræmi við það sem þú þiggur. Hafi hann ekki áhuga á að vinna í sambandinu er hann ekki áhugaverður. Hún er stundum eins og ein af strákunum Cosmopolitan segir okkur að óhætt sé að láta af kvenlegum klækjum sínum af og til. Það geti jafnvel skilað sér í því að hann verði bara enn ánægðari. Einn mannanna í símakönnunni sagði meira að segja: „Mér þykir mjög ánægjulegt þegar konan mín get- ur bara verið hún sjálf í kringum vini mína.“ Enn er leitað til sál- fræðings sem segir okkur að kon- ur sem af og til láti af þörf sinni fyrir að vera kvenlegar séu eðli- legar og virki fullar sjálfstrausts. Er það sem sagt ekki kvenlegt að hafa sjálfstraust. Ef eðlilegt eða náttúrulegt er ókvenlegt er tilgerðin ein þá kvenleg? Nei, þetta er of stór þversögn fyrir meðalmanninn að skilja. Hvern- ig skyldi karlmönnum ganga að láta af yfirþyrmandi þörf sinni fyrir að virka karlmannlegir í augum kvenna? Hún er hreykin at þuí sem hún hefur Cosmopolitan segir okkur að þrátt fyrir ímyndarheim auglýs- inganna þurfi kona alls ekki að líta út eins og Heidi Trump eða Nicole Kidman til að vera aðlað- andi. Karlmennirnir í könnun- inni sögðu allir sem einn að ekk- ert væri kynþokkafyllra en kona sem elskaði líkama sinn og tilbú- in að sýna kosti hans. Einn varð svo þreyttur á vinkonu sinni sem hafði „kompleksa" út af of litlum brjóstum sínum að hann gafst upp á henni. Hugsið ykkur, hún fékkst ekki einu sinni til að sýna brjóstin á ströndinni. Sennilega hefur farið fé betra en sá elsk- hugi. Konur eru ekki skyldugar til að sýna líkama sfna frekar en þær vilja. Margar eru mjög ánægðar með útlit sitt og elska líkama sína með kostum þeirra og göllum en kjósa samt að hylja sig fötum á almannafæri. Feimni, hlédrægni og mismunandi við- horf til nektar stjórna oft meiru hér um en minnimáttarkennd. Sýndu það sem þér sýnist og ekki fersentimetra umfram það. Hún gefur honum frelsi til að stunda áhugamál sín Samkvæmt þessu vilja fæstir karlmenn binda sig 24 tíma á daga sjö daga vikunnar jafnvel þótt þeir séu mjög hrifnir af kon- unni. Þeir þurfa frelsi til að stunda áhugamálin og hitta vin- ina. Konan má því ekki vera of kröfuhörð og hún verður að hafa 30 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.